Bollurnar seldust upp Birta Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2016 19:30 Bolludagurinn er á morgun en margir tóku forskot á sæluna nú um helgina, föndruðu bolluvendi og bökuðu. Rjómabollurnar seldust meira að segja upp í verslun einni í Reykjavík í dag. Bollur og bolluvendir hafa verið árleg hefð hér á landi undanfarin 100 ár eða svo þó uppruna áts við upphaf föstu megi rekja lengra aftur. Dagurinn er í miklu uppáhaldi hjá fjölda landsmanna og er undirbúningur með ýmsum hætti. Á Borgarbókasafninu í Grófinni voru til að mynda margir í óðaönn að föndra öskupoka og bolluvendi þegar fréttastofu bar að garði fyrr í dag. Þeirra á meðal var hin níu ára Kristín sem vissi nákvæmlega til hvers bolluvöndurinn er notaður, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Föndursmiðjan fór fram á vegum bókasafnsins í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið. Viðskiptavinir verslunarinnar 17 sortir úti á Granda tóku forskot á sæluna nú um helgina og svo hraustlega að þegar fréttastofa kom á staðinn um miðjan dag voru allar bollurnar búnar. „Þetta er fyrsti bolludagurinn okkar hérna svo við renndum blint í sjóinn með þetta. Við gerðum um þúsund bollur og opnuðum klukkan 11. Nú klukkan þrjú eru svo allar bollurnar búnar,” sagði Auður Ögn Árnadóttir, eigandi 17 sorta. Fréttastofa náði í skottið á viðskiptavinunum sem náðu að kaupa síðustu bollurnar í búðinni. Það voru mæðginin Gréta og Friðrik sem voru alsæl með fenginn og hugðist Friðrik taka bollurnar með sér í nesti í skólann á morgun. Bolludagur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Bolludagurinn er á morgun en margir tóku forskot á sæluna nú um helgina, föndruðu bolluvendi og bökuðu. Rjómabollurnar seldust meira að segja upp í verslun einni í Reykjavík í dag. Bollur og bolluvendir hafa verið árleg hefð hér á landi undanfarin 100 ár eða svo þó uppruna áts við upphaf föstu megi rekja lengra aftur. Dagurinn er í miklu uppáhaldi hjá fjölda landsmanna og er undirbúningur með ýmsum hætti. Á Borgarbókasafninu í Grófinni voru til að mynda margir í óðaönn að föndra öskupoka og bolluvendi þegar fréttastofu bar að garði fyrr í dag. Þeirra á meðal var hin níu ára Kristín sem vissi nákvæmlega til hvers bolluvöndurinn er notaður, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Föndursmiðjan fór fram á vegum bókasafnsins í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið. Viðskiptavinir verslunarinnar 17 sortir úti á Granda tóku forskot á sæluna nú um helgina og svo hraustlega að þegar fréttastofa kom á staðinn um miðjan dag voru allar bollurnar búnar. „Þetta er fyrsti bolludagurinn okkar hérna svo við renndum blint í sjóinn með þetta. Við gerðum um þúsund bollur og opnuðum klukkan 11. Nú klukkan þrjú eru svo allar bollurnar búnar,” sagði Auður Ögn Árnadóttir, eigandi 17 sorta. Fréttastofa náði í skottið á viðskiptavinunum sem náðu að kaupa síðustu bollurnar í búðinni. Það voru mæðginin Gréta og Friðrik sem voru alsæl með fenginn og hugðist Friðrik taka bollurnar með sér í nesti í skólann á morgun.
Bolludagur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira