Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 7. febrúar 2016 17:00 Valsmaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason. Vísir/Ernir Valsmenn unnu tveggja marka seiglusigur á Eyjamönnum úti í Eyjum í dag og tryggðu sér þar með farseðilinn í Laugardalshöllina. Lykilmenn Eyjamanna komu sér ekki á strik í dag en Hlynur Morthens var frábær á lokamínútunum og vann í raun leikinn fyrir Valsmenn. Það var mikið í húfi í dag þar sem sigurvegarinn fengi sæti í undanúrslitum bikarsins og fengi þá að vera partur af úrslitahelginni. Eyjamenn eru ríkjandi bikarmeistarar og ætluðu sér augljóslega að endurtaka leikinn og koma sér í undanúrslitin. Valsmenn voru þó slegnir út úr bikarnum í fyrra af FH-ingum í framlengingu en fá annan séns í ár. Þessi leikur var keimlíkur fyrsta leik liðanna í vetur þar sem að Eyjamenn leiddu stóran hluta af leiknum en í lokin sigu Valsmenn fram úr. Eyjamenn leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn, staðan var 7-3 þegar Eyjamenn áttu hraðaupphlaup til þess að komast fimm mörkum yfir. Þar varði Hlynur Morthens frá Theodóri Sigurbjörnssyni, sem átti ekki sinn besta leik í dag. Valsmenn nýttu sér meðbyrinn og jöfnuðu metin í 7-7 með nokkrum mörkum úr hröðum upphlaupum. Eyjamenn reyndu að stöðva áhlaupið og tóku því leikhlé. Það gekk mjög vel þar sem að liðið leiddi með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en Dagur Arnarsson kom sterkur inn undir lok fyrri hálfleiksins og gerði tvö mörk. Örvhentu menn ÍBV náðu sér ekki á strik í dag en þeir áttu frábæran leik gegn ÍR í síðustu umferð. Það munaði um minna en þeir áttu 22 skot í leiknum en skoruðu einungis fimm mörk. Það tók gestina ekki langan tíma að komast yfir í síðari hálfleik en þeir skoruðu fimm af fyrstu sjö mörkunum í síðari hálfleik. Þá kom annar mjög góður kafli Eyjamanna en þeir tóku forystuna á ný, þeir leiddu leikinn með tveimur mörkum þegar korter var eftir af leiknum. Þá kom algjörlega ömurlegur sóknarkafli hjá ÍBV sem skoruðu ekki mark í þrettán heilar mínútur. Valsmenn nýttu sér það heldur betur og skoruðu fimm mörk. Fyrsta varsla ÍBV í seinni hálfleik kom á 47. mínútu en Eyjamenn fengu einungis þrjá bolta varða í síðari hálfleik. Gestirnir sigu því fram úr í lokin og tryggðu sig inn í final 4. Hlynur Morthens var líklega mikilvægasti leikmaður Vals en hann varði þrettán skot. Hornamenn Valsara voru einnig rosalega góðir en Sveinn Aron Sveinsson skoraði sex mörk og Vignir Stefánsson fimm.Óskar Bjarni Óskarsson: Erum reynslunni ríkari „Ég er mjög ánægður, það er hrikalega gaman að koma á þennan frábæra útivöll og ná að klára mjög gott lið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, eftir sterkan útisigur í 8-liða úrslitum bikarsins. „Mér fannst þeir vera líklegri og sterkari í fyrri hálfleik, svo fannst mér vörnin okkar mjög góð í seinni hálfleik. Við erum með sterka vörn, Bubbi var að fá á sig nokkur mörk en svo kláraði hann þetta eiginlega í lokin,“ sagði Óskar en Bubbi var frábær undir lok leiksins. „Við vorum ekkert frábærir í sókninni en við náðum aðeins að nýta breiddina þar.“ Þessi leikur var alls ekki ólíkur leiknum sem liðin léku í upphafi tímabils þar sem Eyjamenn leiddu en Valsmenn sigu fram úr í lokin. „Þetta var einmitt eins leikur, við náum í 24-21 á einhverjum tveimur hraðaupphlaupum, svipað og í fyrri leiknum. Við náum að taka fyrsta tempó og hornamennirnir okkar ná að skora það er oft gæfumunurinn í svona spennandi leik.“ Valsmenn hljóta að ætla sér lengra í ár heldur en í fyrra, þar sem liðið datt út í undanúrslitum gegn FH. „Ég held að það muni allir eftir undanúrslitaleiknum, það er minning sem fer sjaldan. Þar sem við duttum út í framlengingu eftir hörkuleik. Það eru forréttindi að vera komnir í höllina og allir sem eru komnir þangað vilja vinna, það er bara þannig.“ „Við erum reynslunni ríkari og ég vona að þetta verði gaman.“Arnar Pétursson: Ég hefði viljað spila þennan leik eftir tvær eða þrjár vikur „Þetta var hörkuleikur og mikil barátta allan tímann einnig gríðarleg vonbrigði að klára hann ekki,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir tveggja marka tap á heimavelli í 8-liða úrslitum bikarsins. Hvað gerist á kaflanum þar sem ÍBV skorar ekki mark í þrettán mínútur? „Við vorum búnir að vera þrælgóðir fram að þeim kafla, gerðum hlutina mjög vel og vorum flottir. Það spilar margt inn í þarna, Valsarar lentu í þessu líka, þetta voru hörkuvarnir.“ „Bubbi hrekkur í gang þegar lítið er eftir og ver einhverja fimm sex bolta í seinni hálfleik, flesta á lokakaflanum.“ „Ég hefði verið til í að spila þennan leik eftir tvær til þrjár vikur. Við erum að fá menn úr meiðslum eins og Sindra og Magga sem voru reyndar frábærir í 6-0 vörninni í dag.“ „Aggi er að komast í stand, við sjáum það í dag og gegn ÍR að hann er að spila vel en orðinn þreyttur undir lokin. Ég og Siggi gerðum mistök með því að hvíla hann ekki meira.“ Eyjamenn þurfa ekki að spá mikið meira í bikarnum á þessari leiktíð og geta því einbeitt sér betur að deildinni. „Gríðarleg vonbrigði að fara ekki inn í þessa helgi og verja titilinn, þetta er frábær helgi og gaman að vera með hana. Kannski sér maður á morgun að það er fullt af jákvæðum hlutum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Valsmenn unnu tveggja marka seiglusigur á Eyjamönnum úti í Eyjum í dag og tryggðu sér þar með farseðilinn í Laugardalshöllina. Lykilmenn Eyjamanna komu sér ekki á strik í dag en Hlynur Morthens var frábær á lokamínútunum og vann í raun leikinn fyrir Valsmenn. Það var mikið í húfi í dag þar sem sigurvegarinn fengi sæti í undanúrslitum bikarsins og fengi þá að vera partur af úrslitahelginni. Eyjamenn eru ríkjandi bikarmeistarar og ætluðu sér augljóslega að endurtaka leikinn og koma sér í undanúrslitin. Valsmenn voru þó slegnir út úr bikarnum í fyrra af FH-ingum í framlengingu en fá annan séns í ár. Þessi leikur var keimlíkur fyrsta leik liðanna í vetur þar sem að Eyjamenn leiddu stóran hluta af leiknum en í lokin sigu Valsmenn fram úr. Eyjamenn leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn, staðan var 7-3 þegar Eyjamenn áttu hraðaupphlaup til þess að komast fimm mörkum yfir. Þar varði Hlynur Morthens frá Theodóri Sigurbjörnssyni, sem átti ekki sinn besta leik í dag. Valsmenn nýttu sér meðbyrinn og jöfnuðu metin í 7-7 með nokkrum mörkum úr hröðum upphlaupum. Eyjamenn reyndu að stöðva áhlaupið og tóku því leikhlé. Það gekk mjög vel þar sem að liðið leiddi með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en Dagur Arnarsson kom sterkur inn undir lok fyrri hálfleiksins og gerði tvö mörk. Örvhentu menn ÍBV náðu sér ekki á strik í dag en þeir áttu frábæran leik gegn ÍR í síðustu umferð. Það munaði um minna en þeir áttu 22 skot í leiknum en skoruðu einungis fimm mörk. Það tók gestina ekki langan tíma að komast yfir í síðari hálfleik en þeir skoruðu fimm af fyrstu sjö mörkunum í síðari hálfleik. Þá kom annar mjög góður kafli Eyjamanna en þeir tóku forystuna á ný, þeir leiddu leikinn með tveimur mörkum þegar korter var eftir af leiknum. Þá kom algjörlega ömurlegur sóknarkafli hjá ÍBV sem skoruðu ekki mark í þrettán heilar mínútur. Valsmenn nýttu sér það heldur betur og skoruðu fimm mörk. Fyrsta varsla ÍBV í seinni hálfleik kom á 47. mínútu en Eyjamenn fengu einungis þrjá bolta varða í síðari hálfleik. Gestirnir sigu því fram úr í lokin og tryggðu sig inn í final 4. Hlynur Morthens var líklega mikilvægasti leikmaður Vals en hann varði þrettán skot. Hornamenn Valsara voru einnig rosalega góðir en Sveinn Aron Sveinsson skoraði sex mörk og Vignir Stefánsson fimm.Óskar Bjarni Óskarsson: Erum reynslunni ríkari „Ég er mjög ánægður, það er hrikalega gaman að koma á þennan frábæra útivöll og ná að klára mjög gott lið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, eftir sterkan útisigur í 8-liða úrslitum bikarsins. „Mér fannst þeir vera líklegri og sterkari í fyrri hálfleik, svo fannst mér vörnin okkar mjög góð í seinni hálfleik. Við erum með sterka vörn, Bubbi var að fá á sig nokkur mörk en svo kláraði hann þetta eiginlega í lokin,“ sagði Óskar en Bubbi var frábær undir lok leiksins. „Við vorum ekkert frábærir í sókninni en við náðum aðeins að nýta breiddina þar.“ Þessi leikur var alls ekki ólíkur leiknum sem liðin léku í upphafi tímabils þar sem Eyjamenn leiddu en Valsmenn sigu fram úr í lokin. „Þetta var einmitt eins leikur, við náum í 24-21 á einhverjum tveimur hraðaupphlaupum, svipað og í fyrri leiknum. Við náum að taka fyrsta tempó og hornamennirnir okkar ná að skora það er oft gæfumunurinn í svona spennandi leik.“ Valsmenn hljóta að ætla sér lengra í ár heldur en í fyrra, þar sem liðið datt út í undanúrslitum gegn FH. „Ég held að það muni allir eftir undanúrslitaleiknum, það er minning sem fer sjaldan. Þar sem við duttum út í framlengingu eftir hörkuleik. Það eru forréttindi að vera komnir í höllina og allir sem eru komnir þangað vilja vinna, það er bara þannig.“ „Við erum reynslunni ríkari og ég vona að þetta verði gaman.“Arnar Pétursson: Ég hefði viljað spila þennan leik eftir tvær eða þrjár vikur „Þetta var hörkuleikur og mikil barátta allan tímann einnig gríðarleg vonbrigði að klára hann ekki,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir tveggja marka tap á heimavelli í 8-liða úrslitum bikarsins. Hvað gerist á kaflanum þar sem ÍBV skorar ekki mark í þrettán mínútur? „Við vorum búnir að vera þrælgóðir fram að þeim kafla, gerðum hlutina mjög vel og vorum flottir. Það spilar margt inn í þarna, Valsarar lentu í þessu líka, þetta voru hörkuvarnir.“ „Bubbi hrekkur í gang þegar lítið er eftir og ver einhverja fimm sex bolta í seinni hálfleik, flesta á lokakaflanum.“ „Ég hefði verið til í að spila þennan leik eftir tvær til þrjár vikur. Við erum að fá menn úr meiðslum eins og Sindra og Magga sem voru reyndar frábærir í 6-0 vörninni í dag.“ „Aggi er að komast í stand, við sjáum það í dag og gegn ÍR að hann er að spila vel en orðinn þreyttur undir lokin. Ég og Siggi gerðum mistök með því að hvíla hann ekki meira.“ Eyjamenn þurfa ekki að spá mikið meira í bikarnum á þessari leiktíð og geta því einbeitt sér betur að deildinni. „Gríðarleg vonbrigði að fara ekki inn í þessa helgi og verja titilinn, þetta er frábær helgi og gaman að vera með hana. Kannski sér maður á morgun að það er fullt af jákvæðum hlutum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira