Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í kappræðum, þeim fyrstu eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Fréttablaðið/EPA Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, í fyrsta sinn eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru heljartök auðkýfinga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar nefndi Sanders meðal annars kröfu sína um að breyta þurfi umdeildu fyrirkomulagi sem kennt er við mál Citizens United gegn bandarísku kjörstjórninni frá árinu 2010. Það ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega upp þann úrskurð að einstaklingar, fyrirtæki og félög megi óhindrað birta auglýsingar þar sem tekin er afstaða í kosningabaráttu. Reyni ríkisvaldið að hindra slíkt sé verið að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Að vísu megi setja reglur um beina fjármögnun kosningabaráttu einstaklinga eða flokka, en fjársterkir aðilar megi verja eins miklu fé og þeir kjósa í eigin auglýsingar, þar sem lýst sé yfir stuðningi eða andstöðu við tiltekin framboð. Sanders og stuðningsmenn hans hafa ítrekað gefið í skyn að Clinton þiggi stórfé af auðkýfingum og gangi þar með erinda þeirra. Hún sagði þær ásakanir fráleitar, en tók undir kröfu Sanders um að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi enda hefur það lengi verið þyrnir í augum demókrata. Það sem stendur í veginum er hins vegar úrskurður Hæstaréttar, sem ekki er einfalt að breyta. Með því að gefa auðkýfingum og stórfyrirtækjum frjálsar hendur í kosningabaráttunni sé í raun verið að lögleiða mútur, segja gagnrýnendur fyrirkomulagsins. Hinir fjársterku ráði í reynd ferðinni í kosningabaráttunni og eigi svo hönk upp í bakið á þeim sem fengu stuðning þeirra. Í kjölfar hæstaréttardómsins spruttu upp stórtæk fjármögnunarfélög, nefnd „super PACs“, sem hafa safnað fé til að lýsa yfir pólitískum stuðningi eða andstöðu við einstaka frambjóðendur. Frambjóðendur beggja flokka hafa óspart nýtt sér þennan möguleika til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni. Repúblikaninn Jeb Bush hefur verið stórtækastur og náð sér í meira en 123 milljónir dala frá pólitískum fjármögnunarfélögum, en næst honum koma þau Hillary Clinton, sem hefur fengið nærri 48 milljónir dala, Ted Cruz með 43 milljónir og Marco Rubio með 32 milljónir. Bernie Sanders hefur stært sig af því að vera eini frambjóðandinn sem ekki hafi haft nein pólitísk fjármögnunarfélög á sínum snærum í kosningabaráttunni. Reyndar hafa pólitísk fjármögnunarfélög notað 3,5 milljónir dala til stuðnings honum, en hann segist ekki hafa óskað eftir því. Fjárhæðin er auk þess í minna lagi miðað við aðra frambjóðendur. Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, í fyrsta sinn eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru heljartök auðkýfinga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar nefndi Sanders meðal annars kröfu sína um að breyta þurfi umdeildu fyrirkomulagi sem kennt er við mál Citizens United gegn bandarísku kjörstjórninni frá árinu 2010. Það ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega upp þann úrskurð að einstaklingar, fyrirtæki og félög megi óhindrað birta auglýsingar þar sem tekin er afstaða í kosningabaráttu. Reyni ríkisvaldið að hindra slíkt sé verið að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Að vísu megi setja reglur um beina fjármögnun kosningabaráttu einstaklinga eða flokka, en fjársterkir aðilar megi verja eins miklu fé og þeir kjósa í eigin auglýsingar, þar sem lýst sé yfir stuðningi eða andstöðu við tiltekin framboð. Sanders og stuðningsmenn hans hafa ítrekað gefið í skyn að Clinton þiggi stórfé af auðkýfingum og gangi þar með erinda þeirra. Hún sagði þær ásakanir fráleitar, en tók undir kröfu Sanders um að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi enda hefur það lengi verið þyrnir í augum demókrata. Það sem stendur í veginum er hins vegar úrskurður Hæstaréttar, sem ekki er einfalt að breyta. Með því að gefa auðkýfingum og stórfyrirtækjum frjálsar hendur í kosningabaráttunni sé í raun verið að lögleiða mútur, segja gagnrýnendur fyrirkomulagsins. Hinir fjársterku ráði í reynd ferðinni í kosningabaráttunni og eigi svo hönk upp í bakið á þeim sem fengu stuðning þeirra. Í kjölfar hæstaréttardómsins spruttu upp stórtæk fjármögnunarfélög, nefnd „super PACs“, sem hafa safnað fé til að lýsa yfir pólitískum stuðningi eða andstöðu við einstaka frambjóðendur. Frambjóðendur beggja flokka hafa óspart nýtt sér þennan möguleika til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni. Repúblikaninn Jeb Bush hefur verið stórtækastur og náð sér í meira en 123 milljónir dala frá pólitískum fjármögnunarfélögum, en næst honum koma þau Hillary Clinton, sem hefur fengið nærri 48 milljónir dala, Ted Cruz með 43 milljónir og Marco Rubio með 32 milljónir. Bernie Sanders hefur stært sig af því að vera eini frambjóðandinn sem ekki hafi haft nein pólitísk fjármögnunarfélög á sínum snærum í kosningabaráttunni. Reyndar hafa pólitísk fjármögnunarfélög notað 3,5 milljónir dala til stuðnings honum, en hann segist ekki hafa óskað eftir því. Fjárhæðin er auk þess í minna lagi miðað við aðra frambjóðendur.
Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23
Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06
Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent