Innlent

Kári líkir Sigmundi Davíð við tveggja ára gamlan offitusjúkling

Jakob Bjarnar skrifar
Kári segir barnaskapinn í skrifum forsætisráðherra slíkan að hann hljóti að hafa raðað í kringum sig herfilega vondum ráðgjöfum.
Kári segir barnaskapinn í skrifum forsætisráðherra slíkan að hann hljóti að hafa raðað í kringum sig herfilega vondum ráðgjöfum. vísir
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki eiga í neinum deilum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Ég á í engum deilum við hann,“ segir Kári og glottir. „Hvers vegna ætti ég að eiga í deilum við tveggja ára offitusjúkling?“

Þetta kemur fram í Grapevine, en þar er Kári í viðtali. Hann er spurður út í deilur við forsætisráðherra en gefur lítið fyrir það. Eins og áður sagði en á ensku útleggst þetta svona:

Kári dregur hvergi af sér í viðtali við Grapevine.
“I have no rivalry with the prime minister,” said Kári before breaking into a smirk “Why should I have a rivalry with this obese two-year-old little boy?“

Landsmenn hafa fylgst með skeytasendingum milli þessara tveggja nú um hríð en þær hafa tengst undirskriftasöfnun Kára sem vill að stjórnvöld setji miklu meira fé í heilbrigðiskerfið.

Hvort sem Kári er að spauga eða ekki, verða þessi svör að heita skelmisleg og má þá segja að deilurnar harðni frekar en hitt. Í viðtalinu við Grapevine segir Kári svör forsætisráðherra hafa falist í barnalegum móðgunum. Og því sé ekki hægt að kalla þetta deilur.

„Sigmundur Davíð virðist hafa raðað í kringum sig herfilega vondum ráðgjöfum. Það getur einfaldlega ekki reiknast honum til tekna hvernig hann hefur látið í skrifum sínum,“ segir Kári í viðtalinu.


Tengdar fréttir

Endurreisn heilbrigðiskerfisins

Allt of lengi hefur íslenska heilbrigðiskerfinu hrakað jafnt og þétt fyrir augunum á okkur. Eflaust hefur margan langað til að reyna að grípa í taumana, en svo líður tíminn og lítið gerist.

Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn

Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×