Bíó og sjónvarp

Þrjár þáttaraðir til viðbótar af Orange is the New Black

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Leikarahópurinn á SAG Awards.
Leikarahópurinn á SAG Awards. vísir/getty
Streymiþjónustan Netflix hefur tilkynnt að þrjár þáttaraðir til viðbótar verði framleiddar af sjónvarpsþættinum "Orange is the New Black."

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en fjórða þáttaröðin fer í loftið á Netflix í júní. Í frétt CNN um málið í dag kemur fram að tilkynningin nú, um að þrjár þáttaraðir til viðbótar verði framleiddar, sýni hversu mikla trú Netflix hafi á þáttunum.

"Orange is the New Black" gerist í kvennafangelsi í Bandaríkjunum og fjallar um líf fanganna og starfsmannanna þar. Þættirnir hafa unnið til ýmissa verðlauna, meðal annars á SAG-verðlaunahátíðinni um seinustu helgi þar sem leikarahópurinn vann til verðlauna fyrir besta leik í gamanþáttum og leikkonan Uzo Aduba var valin besta leikkonan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.