Markaðsmisnotkun í Landsbankanum: Umfangsmikil og þaulskipulögð brot yfir langan tíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 10:41 Sigurjón Þ. Árnason við aðalmeðferð málsins í héraði. vísir/gva „Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. Í málinu voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn þeirrar deildar dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Var Sigurjón dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi, Ívar í tveggja ára fangelsi, Júlíus í árs langt fangelsi og Sindri í níu mánaða fangelsi. Með dóminum í gær hefur Hæstiréttur nú dæmt Sigurjón í alls fimm ára fangelsi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins en hann hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi vegna Ímon-málsins svokallaða. Dómur Hæstaréttar er nokkuð afdráttarlaus en þar segir meðal annars: „Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.“ Arnþrúður segir ljóst að dómurinn líti á þetta sem alvarlega háttsemi og að hann hafi ótvírætt fordæmisgildi en markaðsmisnotkunarmál Kaupþings mun koma til kasta Hæstaréttar síðar á þessu ári. „Að sumu leyti er þetta sambærileg hegðun sem verið er að horfa til í þessum tveimur málum en þó með þeim fyrirvara að engin tvö mál eru eins. Engu að síður tel ég að dómurinn frá því í gær hafi fordæmisgildi fyrir Kaupþingsmálið,“ segir Arnþrúður. Þá bendir hún á að Hæstiréttur telji varnir sakborninga fyrir því að Landsbankinn hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum ekki ganga upp. Mjög ströng skilyrði eru gerð fyrir viðskiptavakt skv lögum og ber að tilkynna um viðskiptavakt á markaði. Að auki finnist Hæstarétti sakborningar ekki hafa gefið skýringar á því hvers vegna það var lagt svona mikið upp úr því að flagga ekki, það er að eign Landsbankans í sjálfum sér færi ekki yfir 5 prósent mörkin, en í dóminum segir um þetta: „Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun, en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Dómurinn er í raun bara í samræmi við það sem lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem féll í gær. Í málinu voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson, fyrrverandi starfsmenn þeirrar deildar dæmdir í fangelsi fyrir stórfellda markaðsmisnotkun á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Var Sigurjón dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi, Ívar í tveggja ára fangelsi, Júlíus í árs langt fangelsi og Sindri í níu mánaða fangelsi. Með dóminum í gær hefur Hæstiréttur nú dæmt Sigurjón í alls fimm ára fangelsi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins en hann hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs langt fangelsi vegna Ímon-málsins svokallaða. Dómur Hæstaréttar er nokkuð afdráttarlaus en þar segir meðal annars: „Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim hlaust, verður ekki metið til fjár. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.“ Arnþrúður segir ljóst að dómurinn líti á þetta sem alvarlega háttsemi og að hann hafi ótvírætt fordæmisgildi en markaðsmisnotkunarmál Kaupþings mun koma til kasta Hæstaréttar síðar á þessu ári. „Að sumu leyti er þetta sambærileg hegðun sem verið er að horfa til í þessum tveimur málum en þó með þeim fyrirvara að engin tvö mál eru eins. Engu að síður tel ég að dómurinn frá því í gær hafi fordæmisgildi fyrir Kaupþingsmálið,“ segir Arnþrúður. Þá bendir hún á að Hæstiréttur telji varnir sakborninga fyrir því að Landsbankinn hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum ekki ganga upp. Mjög ströng skilyrði eru gerð fyrir viðskiptavakt skv lögum og ber að tilkynna um viðskiptavakt á markaði. Að auki finnist Hæstarétti sakborningar ekki hafa gefið skýringar á því hvers vegna það var lagt svona mikið upp úr því að flagga ekki, það er að eign Landsbankans í sjálfum sér færi ekki yfir 5 prósent mörkin, en í dóminum segir um þetta: „Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun, en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25
Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00