Árið byrjar með krafti í bílasölu Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2016 16:49 Mikil sala er í bílum nú, enda mikil þörf orðin á endurnýjun bílaflotans. Sala á nýjum fólks- og sendibílum var 76% meiri í nýliðnum janúar en í sama mánuði 2015 samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu. Alls seldist 1.341 bíll í mánuðinum, samanborið við 761 bíl í janúar 2015. Af þeim keyptu einstaklingar og fyrirtæki (án bílaleiga) 846 bíla og bílaleigurnar 495. Eftirtektarvert er að bílaleigurnar keyptu 204 prósentum fleiri bíla í nýliðnum mánuði heldur en í janúar 2015, alls 495 bíla. Hefur orðið mikil breyting á því hvenær árs bílaleigurnar kaupa bíla sína og dreifist það nú mun jafnar um árið en áður var er kaupin áttu sér einungis stað á vorin og snemmsumars. BL ehf. seldi 337 bíla í janúar samanborðið við 173 í sama mánuði 2015 sem er 95% aukning. Toyota seldi 341 bíl og aukningin þar 75%. Hekla seldi 235 bíla og þar var aukningin 130% á milli ára. Af einstökum bíltegundum hjá BL seldist Renault í flestum eintökum, eða 92. Vinsælasta einstaka bílgerðin var hins vegar Nissan Qashqai sem jafnframt var mest seldi sportjeppinn í janúar með 47 selda bíla. Markaðshlutdeild BL var 25,1% í janúar samanborið við 22,7% í sama mánuði fyrir ári. Toyota var með 25,4% hlutdeild og Hekla 17,5%. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent
Sala á nýjum fólks- og sendibílum var 76% meiri í nýliðnum janúar en í sama mánuði 2015 samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu. Alls seldist 1.341 bíll í mánuðinum, samanborið við 761 bíl í janúar 2015. Af þeim keyptu einstaklingar og fyrirtæki (án bílaleiga) 846 bíla og bílaleigurnar 495. Eftirtektarvert er að bílaleigurnar keyptu 204 prósentum fleiri bíla í nýliðnum mánuði heldur en í janúar 2015, alls 495 bíla. Hefur orðið mikil breyting á því hvenær árs bílaleigurnar kaupa bíla sína og dreifist það nú mun jafnar um árið en áður var er kaupin áttu sér einungis stað á vorin og snemmsumars. BL ehf. seldi 337 bíla í janúar samanborðið við 173 í sama mánuði 2015 sem er 95% aukning. Toyota seldi 341 bíl og aukningin þar 75%. Hekla seldi 235 bíla og þar var aukningin 130% á milli ára. Af einstökum bíltegundum hjá BL seldist Renault í flestum eintökum, eða 92. Vinsælasta einstaka bílgerðin var hins vegar Nissan Qashqai sem jafnframt var mest seldi sportjeppinn í janúar með 47 selda bíla. Markaðshlutdeild BL var 25,1% í janúar samanborið við 22,7% í sama mánuði fyrir ári. Toyota var með 25,4% hlutdeild og Hekla 17,5%.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent