Á vef Vegagerðarinnar segir að ljóst sé að ekkert ferðaveður verði um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun. Í Dölum, á Snæfellsnesi og áfram til Vestfjarða verður veður orðið mjög slæmt um klukkan 15 og reiknað er með að fjallvegir lokist.

Einnig má búast við að Siglufjarðarvegur lokist síðdegis vegna óveðurs og snjóflóðahættu.
Einnig er spáð úrkomu, hvassviðris og afleitu ferðaveðurs á Norðausturlandi og Austfjörðum þar má búast við að færð spillist og fjallvegir lokist síðdegis.
Á það einkum við um Víkurskarð og Fjarðarheiði fyrst, síðan aðrar leiðir þegar líður á daginn, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Oddskarð, Fagradal,Vatnsskarð eystra, Hófaskarð undir kvöld.
Veðurspá gerir síðan ráð fyrir að veður skáni fyrir hádegi á morgun.
Frétt uppfærð klukkan 14.30