Eurovisionlag verður að stuttmynd Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2016 16:30 Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag. vísir „Í dag er svo mikilvægt að hafa einhverja myndskreytingu fyrir lögin á netinu svo að fólk geti bæði séð og heyrt,“ segir Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag en hann flytur það lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Með tilkomu MTV urðu myndbönd að iðnaði sem varð gríðarstór og aðeins stórfyrirtæki gátu staðið að framleiðslu þeirra en í dag geta nánast allir sem hafa áhuga gert myndbönd.“ Lagið Óvær er eftir Karl Olgeirsson en hann er eurovision aðdáendum að góðu kunnur. Hann hefur tekið þátt í keppninni þrisvar áður og í ár keppir hann með tvö lög, Óvær og Kreisí. „Þegar Kalli gerði myndband við Kreisí fann ég að við yrðum að gera eitt slíkt við Óvær líka og hafði samband við Bjarna Svan sem er mikill kvikmyndagerðarsnillingur. Við ræddum saman um 70’s Bowie myndbönd og Ingmar Bergman og fundum að við vorum á sömu bylgjulengd. Úr varð þetta fína myndband sem nýtir einmitt áhrif frá þessum meisturum og þótt það segi hvorki sögu né lýsi framvindu þá nær það að skila tilfinningu lagsins vel. Bergman var til dæmis þekktur fyrir einstaka notkun á nærmyndum. Jú, það má segja að þetta sé eiginlega stuttmynd,“ segir Helgi Valur að lokum. Eurovision Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Í dag er svo mikilvægt að hafa einhverja myndskreytingu fyrir lögin á netinu svo að fólk geti bæði séð og heyrt,“ segir Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag en hann flytur það lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Með tilkomu MTV urðu myndbönd að iðnaði sem varð gríðarstór og aðeins stórfyrirtæki gátu staðið að framleiðslu þeirra en í dag geta nánast allir sem hafa áhuga gert myndbönd.“ Lagið Óvær er eftir Karl Olgeirsson en hann er eurovision aðdáendum að góðu kunnur. Hann hefur tekið þátt í keppninni þrisvar áður og í ár keppir hann með tvö lög, Óvær og Kreisí. „Þegar Kalli gerði myndband við Kreisí fann ég að við yrðum að gera eitt slíkt við Óvær líka og hafði samband við Bjarna Svan sem er mikill kvikmyndagerðarsnillingur. Við ræddum saman um 70’s Bowie myndbönd og Ingmar Bergman og fundum að við vorum á sömu bylgjulengd. Úr varð þetta fína myndband sem nýtir einmitt áhrif frá þessum meisturum og þótt það segi hvorki sögu né lýsi framvindu þá nær það að skila tilfinningu lagsins vel. Bergman var til dæmis þekktur fyrir einstaka notkun á nærmyndum. Jú, það má segja að þetta sé eiginlega stuttmynd,“ segir Helgi Valur að lokum.
Eurovision Tónlist Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira