Gunnar Heiðar: Verið algjör steik í gangi hjá ÍBV Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. febrúar 2016 11:30 Gunnar Heiðar Þorvaldsson er meiddur og missir af fyrstu vikum nýs tímabils. vísir/ernir Gunnar Heiðar Þorvaldsson dró ekkert undan þegar hann ræddi síðasta tímabil hjá sínum mönnum í ÍBV í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. Fyrrverandi landsliðsframherjinn sneri aftur til Eyja eftir ellefu ár í atvinnumennsku um mitt síðasta sumar og hjálpaði til við að halda uppeldisfélaginu í efstu deild með fjórum mörkum í ellefu leikjum. Gunnar Heiðar var vægast sagt ósáttur við það sem var í gangi hjá Eyjaliðinu í fyrra og talaði hreint út um ÍBV sem var enn eitt árið í fallbaráttu. „Þegar ég kom síðasta sumar til að hjálpa liðinu mínu að halda sér uppi í þessari deild þá hafði ég aldrei upplifað eins karakterlaust ÍBV-lið á ævinni. Ég trúði ekki að þetta væri satt,“ sagði Gunnar Heiðar. „Það var eflaust ýmislegt sem spilaði inn í eins og þjálfaramálin og það að alltaf eru nýir leikmenn að koma inn á hverju ári og enginn stöðugleiki er í þessu hjá okkur.“Gunnar Heiðar vildi meiri karakter í liðið.vísir/ernirMenn þurfa að hugsa sinn gang Eyjamenn settu þriggja ára áætlun í gang með ráðningu Jóhannesar Harðarsonar fyrir síðustu leiktíð en liðið lenti svo í erfiðleikum þegar þjálfarinn þurfti að stíga til hliðar snemma sumars. „Þó alltaf sé verið að reyna að byggja upp fyrir framtíðina og næstu þrjú árin þá er liðið búið að vera með þrjá þjálfara á þremur árum. Það er búin að vera algjör steik í gangi þannig lagað séð,“ sagði Gunnar Heiðar. „Ég stóð upp og sagði þetta á æfingu í vetur og ég vona bara að menn hugsi sinn gang og leggi allt í þetta því við verðum að gera þetta allir saman ef við ætlum að gera eitthvað. Menn voru sammála þessu sem var bara frábært,“ sagði Gunnar Heiðar. Framherjinn sér fram á bjartari tíma með Eyjaliðinu sem hefur spilað vel á fyrstu vikum nýs árs og fagnaði á mánudaginn sigri í Fótbolta.net-mótinu eftir að leggja KR í úrslitaleik. „Andrúmsloftið í búningsklefanum er orðið miklu betra og það er meira tempó á æfingum. Menn eru að gera þetta saman þannig ÍBV-liðið er að líkjast því sem ég þekkti í gamla daga. Maður er búinn að vera lengi í þessu og veit alveg hvað þarf að gera til að ná árangri,“ sagði Gunnar Heiðar. „Við erum með flotta peyja í liðinu og mér finnst núna að við séum með karaktera til að geta stigið upp og tekið vonandi þetta næsta skref upp á við. Það er klárlega markmiðið hjá okkur í ár að taka þetta næsta skref og komast ofar í töflunni.“Bjarni Jóhannsson er búinn að vinna einn titil með ÍBV eftir endurkomuna.vísir/ernirViljum taka næsta skref Gunnar Heiðar telur alveg mögulegt fyrir ÍBV að vinna titla eins og hann sagðist stefna að með Eyjamönnum þegar hann skrifaði undir síðasta sumar. Hann bendir á sitt gamla félag í Svíþjóð sem gott dæmi um að allt sé mögulegt í fótboltanum. „Það er allt hægt. Ég var að horfa upp á vini mína í Norrköping vinna sænsku úrvalsdeildina í fyrra og þeir eru með miklu minni pening á milli handanna heldur en stóru liðin,“ sagði hann. „Ég er ekki að segja að við eigum að berjast við toppinn eða setja pressu á okkur, en nú er þessi þriggja ára áætlun loksins í gangi og við erum að fara að búa til meistaralið hérna. Hvort sem það gerist á næsta tímabili, þar næsta eða eftir þrjú ár,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Það hefst eftir 40 mínútur og 30 sekúndur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV samdi við tvítugan Dana Pepsi-deildarlið ÍBV fékk liðsstyrk frá Danmörku í dag er fyrrum leikmaður Esbjerg skrifaði undir samning við Eyjamenn. 1. febrúar 2016 10:18 Gunnar Heiðar frá í fjóra mánuði | Verið að semja við nýjan markvörð Framherjinn sem kom heim úr atvinnmennsku í fyrra verður ekki með byrjun Íslandsmótsins. 2. febrúar 2016 08:31 Mikkel Maigaard hélt upp á nýja samninginn með því að afgreiða KR í kvöld | Myndir Mikkel Maigaard Jakobsen, nýr danskur framherji Eyjamanna, skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 sigri á KR í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Egilshöllinni í kvöld. 1. febrúar 2016 21:55 Sjáðu markið magnaða hjá Mikkel Maigaard Danski framherjinn fékk samning hjá ÍBV og hélt upp á það með því að tryggja liðinu sigur í fyrsta móti ársins. 2. febrúar 2016 08:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Gunnar Heiðar Þorvaldsson dró ekkert undan þegar hann ræddi síðasta tímabil hjá sínum mönnum í ÍBV í viðtali í Akraborginni á X977 í gær. Fyrrverandi landsliðsframherjinn sneri aftur til Eyja eftir ellefu ár í atvinnumennsku um mitt síðasta sumar og hjálpaði til við að halda uppeldisfélaginu í efstu deild með fjórum mörkum í ellefu leikjum. Gunnar Heiðar var vægast sagt ósáttur við það sem var í gangi hjá Eyjaliðinu í fyrra og talaði hreint út um ÍBV sem var enn eitt árið í fallbaráttu. „Þegar ég kom síðasta sumar til að hjálpa liðinu mínu að halda sér uppi í þessari deild þá hafði ég aldrei upplifað eins karakterlaust ÍBV-lið á ævinni. Ég trúði ekki að þetta væri satt,“ sagði Gunnar Heiðar. „Það var eflaust ýmislegt sem spilaði inn í eins og þjálfaramálin og það að alltaf eru nýir leikmenn að koma inn á hverju ári og enginn stöðugleiki er í þessu hjá okkur.“Gunnar Heiðar vildi meiri karakter í liðið.vísir/ernirMenn þurfa að hugsa sinn gang Eyjamenn settu þriggja ára áætlun í gang með ráðningu Jóhannesar Harðarsonar fyrir síðustu leiktíð en liðið lenti svo í erfiðleikum þegar þjálfarinn þurfti að stíga til hliðar snemma sumars. „Þó alltaf sé verið að reyna að byggja upp fyrir framtíðina og næstu þrjú árin þá er liðið búið að vera með þrjá þjálfara á þremur árum. Það er búin að vera algjör steik í gangi þannig lagað séð,“ sagði Gunnar Heiðar. „Ég stóð upp og sagði þetta á æfingu í vetur og ég vona bara að menn hugsi sinn gang og leggi allt í þetta því við verðum að gera þetta allir saman ef við ætlum að gera eitthvað. Menn voru sammála þessu sem var bara frábært,“ sagði Gunnar Heiðar. Framherjinn sér fram á bjartari tíma með Eyjaliðinu sem hefur spilað vel á fyrstu vikum nýs árs og fagnaði á mánudaginn sigri í Fótbolta.net-mótinu eftir að leggja KR í úrslitaleik. „Andrúmsloftið í búningsklefanum er orðið miklu betra og það er meira tempó á æfingum. Menn eru að gera þetta saman þannig ÍBV-liðið er að líkjast því sem ég þekkti í gamla daga. Maður er búinn að vera lengi í þessu og veit alveg hvað þarf að gera til að ná árangri,“ sagði Gunnar Heiðar. „Við erum með flotta peyja í liðinu og mér finnst núna að við séum með karaktera til að geta stigið upp og tekið vonandi þetta næsta skref upp á við. Það er klárlega markmiðið hjá okkur í ár að taka þetta næsta skref og komast ofar í töflunni.“Bjarni Jóhannsson er búinn að vinna einn titil með ÍBV eftir endurkomuna.vísir/ernirViljum taka næsta skref Gunnar Heiðar telur alveg mögulegt fyrir ÍBV að vinna titla eins og hann sagðist stefna að með Eyjamönnum þegar hann skrifaði undir síðasta sumar. Hann bendir á sitt gamla félag í Svíþjóð sem gott dæmi um að allt sé mögulegt í fótboltanum. „Það er allt hægt. Ég var að horfa upp á vini mína í Norrköping vinna sænsku úrvalsdeildina í fyrra og þeir eru með miklu minni pening á milli handanna heldur en stóru liðin,“ sagði hann. „Ég er ekki að segja að við eigum að berjast við toppinn eða setja pressu á okkur, en nú er þessi þriggja ára áætlun loksins í gangi og við erum að fara að búa til meistaralið hérna. Hvort sem það gerist á næsta tímabili, þar næsta eða eftir þrjú ár,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Það hefst eftir 40 mínútur og 30 sekúndur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV samdi við tvítugan Dana Pepsi-deildarlið ÍBV fékk liðsstyrk frá Danmörku í dag er fyrrum leikmaður Esbjerg skrifaði undir samning við Eyjamenn. 1. febrúar 2016 10:18 Gunnar Heiðar frá í fjóra mánuði | Verið að semja við nýjan markvörð Framherjinn sem kom heim úr atvinnmennsku í fyrra verður ekki með byrjun Íslandsmótsins. 2. febrúar 2016 08:31 Mikkel Maigaard hélt upp á nýja samninginn með því að afgreiða KR í kvöld | Myndir Mikkel Maigaard Jakobsen, nýr danskur framherji Eyjamanna, skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 sigri á KR í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Egilshöllinni í kvöld. 1. febrúar 2016 21:55 Sjáðu markið magnaða hjá Mikkel Maigaard Danski framherjinn fékk samning hjá ÍBV og hélt upp á það með því að tryggja liðinu sigur í fyrsta móti ársins. 2. febrúar 2016 08:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
ÍBV samdi við tvítugan Dana Pepsi-deildarlið ÍBV fékk liðsstyrk frá Danmörku í dag er fyrrum leikmaður Esbjerg skrifaði undir samning við Eyjamenn. 1. febrúar 2016 10:18
Gunnar Heiðar frá í fjóra mánuði | Verið að semja við nýjan markvörð Framherjinn sem kom heim úr atvinnmennsku í fyrra verður ekki með byrjun Íslandsmótsins. 2. febrúar 2016 08:31
Mikkel Maigaard hélt upp á nýja samninginn með því að afgreiða KR í kvöld | Myndir Mikkel Maigaard Jakobsen, nýr danskur framherji Eyjamanna, skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 sigri á KR í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Egilshöllinni í kvöld. 1. febrúar 2016 21:55
Sjáðu markið magnaða hjá Mikkel Maigaard Danski framherjinn fékk samning hjá ÍBV og hélt upp á það með því að tryggja liðinu sigur í fyrsta móti ársins. 2. febrúar 2016 08:15