Hafþór Júlíus leikur á móti Van Damme í Kickboxer: Retaliation Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2016 22:37 Hafþór Júlíus Björnsson. Það er aldeilis von á veislu fyrir aðdáendur vöðvabúntsins Jean –Claude Van Damme því væntanleg í kvikmyndahús á þessu ári er kvikmyndin Kickboxer: Vengance. Myndin er endurgerð Kickboxer-myndarinnar sem kom út árið 1989. Myndin mun skarta þeim Van Damme og Dave Bautista í aðalhlutverkum en framleiðsluteymið á bak við þessa mynd hefur nú þegar sett framhald hennar í framleiðslu sem heitir Kickboxer: Retaliation. Þar mun íslenska vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson fara með eitt af hlutverkunum í þeirri mynd ásamt Van Damme. Á vefnum Comingsoon.net kemur fram að Hafþór muni leika aðalillmennið í myndinni. „Viðbrögðin sem við höfum fengið við fyrri myndinni, fyrir frumsýningu hennar, eru ótrúleg og við erum mjög spenntir að fá að halda áfram og þá sérstaklega eftir að hafa bætt Fjallinu við leikarahópinn,“ er haft eftir framleiðanda myndarinnar, Rob Hickman, á vefnum Comingsoon.net. Tökur á myndinni hefjast í Taílandi í maí næstkomandi í kjölfar keppninnar Sterkasti maður heims en Hafþór verður að sjálfsögðu einn af þeim sem berst um titilinn þar. Hér má sjá plakatið fyrir Kickboxer: Retaliation. I'm happy to tell my fans that my acting career is growing - I am starring in Kickboxer Retaliation, filmed later this...Posted by Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson) on Wednesday, February 3, 2016Hér fyrir neðan má sjá brot úr Kickboxer: Vengance sem kemur út á þessu ári. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr Kickboxer sem kom út árið 1989. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjallið setur enn eitt heimsmetið - Myndband Einn sterkasti maður jarðarinnar Hafþór Júlíus Björnsson, sem margir þekkja einnig sem Fjallið, sló nýtt heimsmet á dögunum. 19. janúar 2016 10:30 Fjallið og skylmingadrottningin leika í auglýsingu fyrir áfengisrisa Hafþór Júlíus Björnsson og Þorbjörg Ágústsdóttir koma fram í auglýsingu um allan heim fyrir Finlandia. 28. júlí 2015 08:30 Fjallið í viðtali við GQ: Borðar átta máltíðir á dag og vill verða sterkari Eins og flestir Íslendingar vita þá hefur kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, slegið í gegn í vinsælustu sjónvarpsþáttum heims í dag, Game of Thrones. 27. janúar 2016 10:30 Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51 Mögnuð auglýsing tekin upp á Íslandi: Fjallið sýnir styrk sinn Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, leikur aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu frá Caterpillar þar sem hann gengur fremstur í flokki í reipistogkeppni gegn jarðýtu frá fyrirtækinu. 29. september 2015 11:30 Fjallið bætti eigið heimsmet í lóðakasti | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson kastaði 25 kg lóði yfir 5,88 metra á Arnold Classic-mótinu. 10. mars 2015 09:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það er aldeilis von á veislu fyrir aðdáendur vöðvabúntsins Jean –Claude Van Damme því væntanleg í kvikmyndahús á þessu ári er kvikmyndin Kickboxer: Vengance. Myndin er endurgerð Kickboxer-myndarinnar sem kom út árið 1989. Myndin mun skarta þeim Van Damme og Dave Bautista í aðalhlutverkum en framleiðsluteymið á bak við þessa mynd hefur nú þegar sett framhald hennar í framleiðslu sem heitir Kickboxer: Retaliation. Þar mun íslenska vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson fara með eitt af hlutverkunum í þeirri mynd ásamt Van Damme. Á vefnum Comingsoon.net kemur fram að Hafþór muni leika aðalillmennið í myndinni. „Viðbrögðin sem við höfum fengið við fyrri myndinni, fyrir frumsýningu hennar, eru ótrúleg og við erum mjög spenntir að fá að halda áfram og þá sérstaklega eftir að hafa bætt Fjallinu við leikarahópinn,“ er haft eftir framleiðanda myndarinnar, Rob Hickman, á vefnum Comingsoon.net. Tökur á myndinni hefjast í Taílandi í maí næstkomandi í kjölfar keppninnar Sterkasti maður heims en Hafþór verður að sjálfsögðu einn af þeim sem berst um titilinn þar. Hér má sjá plakatið fyrir Kickboxer: Retaliation. I'm happy to tell my fans that my acting career is growing - I am starring in Kickboxer Retaliation, filmed later this...Posted by Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson) on Wednesday, February 3, 2016Hér fyrir neðan má sjá brot úr Kickboxer: Vengance sem kemur út á þessu ári. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr Kickboxer sem kom út árið 1989.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjallið setur enn eitt heimsmetið - Myndband Einn sterkasti maður jarðarinnar Hafþór Júlíus Björnsson, sem margir þekkja einnig sem Fjallið, sló nýtt heimsmet á dögunum. 19. janúar 2016 10:30 Fjallið og skylmingadrottningin leika í auglýsingu fyrir áfengisrisa Hafþór Júlíus Björnsson og Þorbjörg Ágústsdóttir koma fram í auglýsingu um allan heim fyrir Finlandia. 28. júlí 2015 08:30 Fjallið í viðtali við GQ: Borðar átta máltíðir á dag og vill verða sterkari Eins og flestir Íslendingar vita þá hefur kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, slegið í gegn í vinsælustu sjónvarpsþáttum heims í dag, Game of Thrones. 27. janúar 2016 10:30 Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51 Mögnuð auglýsing tekin upp á Íslandi: Fjallið sýnir styrk sinn Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, leikur aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu frá Caterpillar þar sem hann gengur fremstur í flokki í reipistogkeppni gegn jarðýtu frá fyrirtækinu. 29. september 2015 11:30 Fjallið bætti eigið heimsmet í lóðakasti | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson kastaði 25 kg lóði yfir 5,88 metra á Arnold Classic-mótinu. 10. mars 2015 09:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fjallið setur enn eitt heimsmetið - Myndband Einn sterkasti maður jarðarinnar Hafþór Júlíus Björnsson, sem margir þekkja einnig sem Fjallið, sló nýtt heimsmet á dögunum. 19. janúar 2016 10:30
Fjallið og skylmingadrottningin leika í auglýsingu fyrir áfengisrisa Hafþór Júlíus Björnsson og Þorbjörg Ágústsdóttir koma fram í auglýsingu um allan heim fyrir Finlandia. 28. júlí 2015 08:30
Fjallið í viðtali við GQ: Borðar átta máltíðir á dag og vill verða sterkari Eins og flestir Íslendingar vita þá hefur kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, slegið í gegn í vinsælustu sjónvarpsþáttum heims í dag, Game of Thrones. 27. janúar 2016 10:30
Hafþór Júlíus glímir í nýju myndbandi Ólafs Arnalds Fyrsta smáskífa plötunnar The Chopin Project er komin út. 19. febrúar 2015 10:51
Mögnuð auglýsing tekin upp á Íslandi: Fjallið sýnir styrk sinn Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, leikur aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu frá Caterpillar þar sem hann gengur fremstur í flokki í reipistogkeppni gegn jarðýtu frá fyrirtækinu. 29. september 2015 11:30
Fjallið bætti eigið heimsmet í lóðakasti | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson kastaði 25 kg lóði yfir 5,88 metra á Arnold Classic-mótinu. 10. mars 2015 09:30