Tökur á Fortitude líkt og vertíð fyrir Fjarðabyggð Bjarki Ármannsson skrifar 3. febrúar 2016 14:15 Dennis Quaid og Sofie Gråbøl eru meðal stórleikara í nýju þáttaröðinni en Páll bæjarstjóri segist ekki hafa rekist á leikara við tökur. Vísir Tökur á annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna Fortitude standa nú yfir á Reyðarfirði. Um 150 manna tökulið er nú í bænum, meðal annars danska leikkonan Sofie Gråbøl. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, segir tökumenn þáttanna setja svip sinn á bæinn á jákvæðan hátt. „Bæði myndi ég telja að flestir hafi gaman að þessu, svo lengi sem þetta gengur stórslysalaust fyrir sig, og þetta eru vissulega uppgrip hér í bæjarfélaginu á meðan þessu stendur,“ segir Páll Björgvin. „Þetta er svolítið eins og vertíð þegar þeir koma. Það er margt sem þeir þurfa, þjónusta ýmsa aðila. Smiða og iðnaðarmanna og svona, svo þurfa þeir gistirými.“ Tökurnar eru mjög umfangsmiklar og munu bæjarbúar finna fyrir ýmis konar breytingum á meðan þeim stendur. Til að mynda verður götum í bænum lokað tímabundið á nokkrum stöðum og íbúar voru beðnir um að slökkva á þeim jólaseríum sem enn eru uppi í gærkvöldi.Drungaleg stikla fyrir fyrstu þáttaröð þáttanna.„Þetta hefur allt gengið mjög vel,“ segir Páll Björgvin um samstarfið við bæjarbúa. „Mér finnst almennt séð eins og allir séu að vinna með þessu verkefni.“ Að sögn Páls er mikið um snjó á svæðinu nú og því mun sennilega ekki þurfa að flytja inn gervisnjó, líkt og gert var fyrir tökur á fyrstu þáttaröðinni í fyrra. Nokkrar stórstjörnur að utan koma fram í þáttunum. Þeirra á meðal er Hollywood-leikarinn Dennis Quaid, sem væntanlegur er til landsins. Gråbøl er sem fyrr segir þegar mætt austur en Páll segist ekki sjálfur hafa rekist á þekkta leikara við tökur. „Ég er svosem ekkert sérstaklega að fylgjast með því heldur,“ segir hann. „Ég fylgist frekar með því hvaða áhrif þetta hefur á bæjarbraginn og slíkt. Ég stend vaktina þar.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur á Fortitude hefjast á Reyðarfirði á morgun Fyrri tökulotan á sjónvarpsþáttunum Fortitude hefst á Reyðarfirði á morgun en þetta kemur fram í frétt á vef Fjarðarbyggðar. 1. febrúar 2016 11:30 Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Drungalegur Reyðarfjörður í fyrsta sýnishorni úr Fortitude Serían frumsýnd í janúar á næsta ári. 29. september 2014 13:30 Fortitude aftur til Ísland: Hlutverk Björns Hlyns stækkar Fyrsta þáttaröð var að hluta til tekin upp á Reyðafirði. 10. apríl 2015 11:45 Þurftu að flytja inn snjó til Íslands Framleiðendur þáttanna Fortitude voru stærstu innflytjendur gervisnjós árið 2014 en þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi. 26. desember 2014 10:16 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tökur á annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna Fortitude standa nú yfir á Reyðarfirði. Um 150 manna tökulið er nú í bænum, meðal annars danska leikkonan Sofie Gråbøl. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, segir tökumenn þáttanna setja svip sinn á bæinn á jákvæðan hátt. „Bæði myndi ég telja að flestir hafi gaman að þessu, svo lengi sem þetta gengur stórslysalaust fyrir sig, og þetta eru vissulega uppgrip hér í bæjarfélaginu á meðan þessu stendur,“ segir Páll Björgvin. „Þetta er svolítið eins og vertíð þegar þeir koma. Það er margt sem þeir þurfa, þjónusta ýmsa aðila. Smiða og iðnaðarmanna og svona, svo þurfa þeir gistirými.“ Tökurnar eru mjög umfangsmiklar og munu bæjarbúar finna fyrir ýmis konar breytingum á meðan þeim stendur. Til að mynda verður götum í bænum lokað tímabundið á nokkrum stöðum og íbúar voru beðnir um að slökkva á þeim jólaseríum sem enn eru uppi í gærkvöldi.Drungaleg stikla fyrir fyrstu þáttaröð þáttanna.„Þetta hefur allt gengið mjög vel,“ segir Páll Björgvin um samstarfið við bæjarbúa. „Mér finnst almennt séð eins og allir séu að vinna með þessu verkefni.“ Að sögn Páls er mikið um snjó á svæðinu nú og því mun sennilega ekki þurfa að flytja inn gervisnjó, líkt og gert var fyrir tökur á fyrstu þáttaröðinni í fyrra. Nokkrar stórstjörnur að utan koma fram í þáttunum. Þeirra á meðal er Hollywood-leikarinn Dennis Quaid, sem væntanlegur er til landsins. Gråbøl er sem fyrr segir þegar mætt austur en Páll segist ekki sjálfur hafa rekist á þekkta leikara við tökur. „Ég er svosem ekkert sérstaklega að fylgjast með því heldur,“ segir hann. „Ég fylgist frekar með því hvaða áhrif þetta hefur á bæjarbraginn og slíkt. Ég stend vaktina þar.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur á Fortitude hefjast á Reyðarfirði á morgun Fyrri tökulotan á sjónvarpsþáttunum Fortitude hefst á Reyðarfirði á morgun en þetta kemur fram í frétt á vef Fjarðarbyggðar. 1. febrúar 2016 11:30 Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Drungalegur Reyðarfjörður í fyrsta sýnishorni úr Fortitude Serían frumsýnd í janúar á næsta ári. 29. september 2014 13:30 Fortitude aftur til Ísland: Hlutverk Björns Hlyns stækkar Fyrsta þáttaröð var að hluta til tekin upp á Reyðafirði. 10. apríl 2015 11:45 Þurftu að flytja inn snjó til Íslands Framleiðendur þáttanna Fortitude voru stærstu innflytjendur gervisnjós árið 2014 en þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi. 26. desember 2014 10:16 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tökur á Fortitude hefjast á Reyðarfirði á morgun Fyrri tökulotan á sjónvarpsþáttunum Fortitude hefst á Reyðarfirði á morgun en þetta kemur fram í frétt á vef Fjarðarbyggðar. 1. febrúar 2016 11:30
Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00
Drungalegur Reyðarfjörður í fyrsta sýnishorni úr Fortitude Serían frumsýnd í janúar á næsta ári. 29. september 2014 13:30
Fortitude aftur til Ísland: Hlutverk Björns Hlyns stækkar Fyrsta þáttaröð var að hluta til tekin upp á Reyðafirði. 10. apríl 2015 11:45
Þurftu að flytja inn snjó til Íslands Framleiðendur þáttanna Fortitude voru stærstu innflytjendur gervisnjós árið 2014 en þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi. 26. desember 2014 10:16