Forsætisráðherra segir aldrei hægt að gera nóg í aðstoð við flóttamenn Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2016 18:50 Forsætisráðherra er ánægður með hvað flóttamannaaðstoð Íslendinga skilar sér vel til Líbanon en aldrei sé hægt að gera nóg í slíkri aðstoð. Ingibjörg Davíðsdóttir Forsætisráðherra segir að heimsókn hans til Líbanon staðfesti að fjölbreytt aðstoð Íslendinga skili sér mjög vel til flóttamanna í landinu. Auðvitað sé alltaf hægt að gera meira við erfiðar aðstæður sem þessar og mikilvægt að umheimurinn styðji við nágrannaríki Sýrlands sem hafi tekið við miklum fjölda flóttamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur átt fundi með forsætisráðherra Líbanon og fleiri forystumönnum í Beirút í heimsókn sinni þangað en einnig kynnt sér aðstæður flóttamanna á svæðinu af eigin raun og rætt við hjálparstarfsmenn. „Þetta er auðvitað mjög ólíkt þeim aðstæðum sem við eigum að venjast á Íslandi. Þegar maður sér fólk búa við erfiðar aðstæður þá hefur það auðvitað mikil áhrif á mann. En um leið hefur það líka áhrif á mann að sjá að hjálparstarfið skiptir alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann heyri að margir í Líbanon hefðu haft áhyggjur af því að flóttamenn þar gleymdust vegna átakanna í Sýrlandi og straums flóttafólks beint til Evrópu. En Íslendingar hafa stutt við flóttamannaaðstoð í Líbanon með fjölbreyttum hætti, m.a. varðandi heilbrigðisþjónustu ýmiss konar. „Þetta eru líka hlutir eins og sálfræðiaðstoð og jafnvel bara grunnþarfir eins og matvæli og hreinlætisvörur. Þannig að á mjög fjölbreytilegan hátt er þetta hjálparstarf að hafa mikil áhrif hér,“ segir forsætisráðherra. Á morgun mun Sigmundur Davíð heimsækja aðrar flóttamannabúðir í Líbanon og funda með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann mun einnig kynna sér starfsemi nokkurra stofnanna samtakanna en um 25 stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru með starfsemi í Líbanon.Hefur þetta haft þannig áhrif á þig að þú munir jafnvel leggja til að við gerum betur og meira en við höfum gert? „Eðli þessa málaflokks er auðvitað þannig að það verður aldrei hægt að gera það mikið að menn geti sagst vera að gera nóg,“ segir Sigmundur Davíð. Hins vegar hafi áhersla Íslendinga og fleiri að vinna út frá heildstæðum tillögum sem veiti aðstoð á staðnum og geri flóttafólki t.a.m. kleift að koma hingað til lands beint úr flóttmannabúðum mælst vel fyrir. „Það má ekki gleymast að það er auðvitað gríðarlegt álag á þessum löndum í kringum Sýrland. Sérstaklega á Líbanon sem er lítið land en með mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Forsætisráðherra segir að heimsókn hans til Líbanon staðfesti að fjölbreytt aðstoð Íslendinga skili sér mjög vel til flóttamanna í landinu. Auðvitað sé alltaf hægt að gera meira við erfiðar aðstæður sem þessar og mikilvægt að umheimurinn styðji við nágrannaríki Sýrlands sem hafi tekið við miklum fjölda flóttamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur átt fundi með forsætisráðherra Líbanon og fleiri forystumönnum í Beirút í heimsókn sinni þangað en einnig kynnt sér aðstæður flóttamanna á svæðinu af eigin raun og rætt við hjálparstarfsmenn. „Þetta er auðvitað mjög ólíkt þeim aðstæðum sem við eigum að venjast á Íslandi. Þegar maður sér fólk búa við erfiðar aðstæður þá hefur það auðvitað mikil áhrif á mann. En um leið hefur það líka áhrif á mann að sjá að hjálparstarfið skiptir alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann heyri að margir í Líbanon hefðu haft áhyggjur af því að flóttamenn þar gleymdust vegna átakanna í Sýrlandi og straums flóttafólks beint til Evrópu. En Íslendingar hafa stutt við flóttamannaaðstoð í Líbanon með fjölbreyttum hætti, m.a. varðandi heilbrigðisþjónustu ýmiss konar. „Þetta eru líka hlutir eins og sálfræðiaðstoð og jafnvel bara grunnþarfir eins og matvæli og hreinlætisvörur. Þannig að á mjög fjölbreytilegan hátt er þetta hjálparstarf að hafa mikil áhrif hér,“ segir forsætisráðherra. Á morgun mun Sigmundur Davíð heimsækja aðrar flóttamannabúðir í Líbanon og funda með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann mun einnig kynna sér starfsemi nokkurra stofnanna samtakanna en um 25 stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru með starfsemi í Líbanon.Hefur þetta haft þannig áhrif á þig að þú munir jafnvel leggja til að við gerum betur og meira en við höfum gert? „Eðli þessa málaflokks er auðvitað þannig að það verður aldrei hægt að gera það mikið að menn geti sagst vera að gera nóg,“ segir Sigmundur Davíð. Hins vegar hafi áhersla Íslendinga og fleiri að vinna út frá heildstæðum tillögum sem veiti aðstoð á staðnum og geri flóttafólki t.a.m. kleift að koma hingað til lands beint úr flóttmannabúðum mælst vel fyrir. „Það má ekki gleymast að það er auðvitað gríðarlegt álag á þessum löndum í kringum Sýrland. Sérstaklega á Líbanon sem er lítið land en með mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15