Endurreisn heilbrigðiskerfisins Laufey Tryggvadóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Allt of lengi hefur íslenska heilbrigðiskerfinu hrakað jafnt og þétt fyrir augunum á okkur. Eflaust hefur margan langað til að reyna að grípa í taumana, en svo líður tíminn og lítið gerist. Nú er íslenska þjóðin að vakna af þyrnirósarsvefninum og prinsinn er enginn annar en Kári Stefánsson. Sem betur fer hafa tugþúsundir nú þegar undirritað kröfu um nauðsynlegar úrbætur. Fyrir þá sem enn eru að hugsa sig um langar mig að benda á þrjú nýleg dæmi um vandann. Dæmin eru tekin úr mínu nærumhverfi og sett fram með vitneskju og vilja aðstandenda. Ég á yndislegan ungan frænda sem hefur þurft að glíma við andlega vanlíðan í nokkur ár. Hann fær ekki notið sín við nám eða vinnu og stundum langar hann ekki til þess að lifa lengur. Það hefur úrslitaáhrif fyrir framtíð hans að fá nú þegar hjálp góðra sérfræðinga til að takast á við vandann, en fram að þessu hafa ítrekaðar tilraunir hans og móður hans ekki borið árangur. Barna- og unglingageðdeildin annar engan veginn öllum þeim sem þurfa þar á hjálp að halda; helst þarf viðkomandi að hafa reynt sjálfsvíg eða vera í mikilli lífshættu til að dyrunum sé lokið upp. Hér þarf að bæta verulega í. Aðra söguna hef ég eftir magnaðri, ungri dugnaðarkonu sem er varaformaður Krafts, félags ungs fólks með krabbamein. Maður hennar greindist á þrítugsaldri með alvarlegt krabbamein. Þessi ungu hjón hafa nú þremur árum eftir greiningu krabbameinsins greitt hátt í 1,5 milljónir króna fyrir heilbrigðisþjónustu! Hvernig getum við réttlætt þá niðurstöðu gagnvart þessu unga fólki sem á sama tíma hefur lítið getað unnið vegna veikindanna og þyrfti miklu frekar á fjárstuðningi að halda? Við erum ekki vanmáttugri en nágrannalöndin sem bjóða sömu þjónustu án endurgjalds.Ávallt sendur heim aftur Þriðja sagan er um heiðursmann sem dó fyrir skömmu. Hann var kominn yfir nírætt, með lokastig hjartabilunar og þótt andinn væri sterkur var hann orðinn nánast ósjálfbjarga vegna máttleysis og andnauðar. Svipað ástand eigum við flest eftir að upplifa áður en yfir lýkur. Hann gat í raun tæpast verið heima síðasta árið og þurfti að fara níu sinnum á sjúkrahús en var ávallt sendur heim aftur, til þess eins að fara enn eina ferðina inn á hjartagátt eða bráðamóttöku í sjúkrabíl. Fárveikur þurfti hann að aðlagast mörgum ólíkum deildum og stöðugt nýju starfsfólki. Öldrunardeildin var nánast alltaf fullbókuð og þangað komst hann aðeins einu sinni þótt þar ætti hann auðvitað best heima. Ekki fékk hann heldur að deyja á okkar einu líknardeild með þeirri frábæru fagþekkingu sem þar er til staðar. Nei, hann kvaddi þennan heim á smitsjúkdómadeild þar sem hann hafnaði eftir beinbrot, vegna þess að allar aðrar deildir voru fullar. Þar lá hann í fjóra sólarhringa í næsta rúmi við órólegan mann sem var langt leiddur af fíknisjúkdómi, og hegðun hans var slík að hinn aldraði heiðursmaður, bjargarlaus, óttaðist árás af hans hálfu. Vitum við ekki að öldruðum og þeim sem þurfa á líknarþjónustu að halda fjölgar jafnt og þétt? Við erum mjög langt frá því að geta sinnt þessum hópi sómasamlega í dag, hvað þá heldur hinum aukna fjölda næstu ára. Gleymum því heldur ekki að fyrr en varir kemur að okkur sjálfum, líka þeim sem í dag eru ungir og heilbrigðir. Ofanskráð eru aðeins þrjú af þúsundum dæma sem sýna hve þörfin er sterk fyrir úrbætur. Þess vegna fagna ég heilshugar framtaki Kára Stefánssonar og hvet alla til að skrifa undir á síðunni www.endurreisn.is okkur öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Laufey Tryggvadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Allt of lengi hefur íslenska heilbrigðiskerfinu hrakað jafnt og þétt fyrir augunum á okkur. Eflaust hefur margan langað til að reyna að grípa í taumana, en svo líður tíminn og lítið gerist. Nú er íslenska þjóðin að vakna af þyrnirósarsvefninum og prinsinn er enginn annar en Kári Stefánsson. Sem betur fer hafa tugþúsundir nú þegar undirritað kröfu um nauðsynlegar úrbætur. Fyrir þá sem enn eru að hugsa sig um langar mig að benda á þrjú nýleg dæmi um vandann. Dæmin eru tekin úr mínu nærumhverfi og sett fram með vitneskju og vilja aðstandenda. Ég á yndislegan ungan frænda sem hefur þurft að glíma við andlega vanlíðan í nokkur ár. Hann fær ekki notið sín við nám eða vinnu og stundum langar hann ekki til þess að lifa lengur. Það hefur úrslitaáhrif fyrir framtíð hans að fá nú þegar hjálp góðra sérfræðinga til að takast á við vandann, en fram að þessu hafa ítrekaðar tilraunir hans og móður hans ekki borið árangur. Barna- og unglingageðdeildin annar engan veginn öllum þeim sem þurfa þar á hjálp að halda; helst þarf viðkomandi að hafa reynt sjálfsvíg eða vera í mikilli lífshættu til að dyrunum sé lokið upp. Hér þarf að bæta verulega í. Aðra söguna hef ég eftir magnaðri, ungri dugnaðarkonu sem er varaformaður Krafts, félags ungs fólks með krabbamein. Maður hennar greindist á þrítugsaldri með alvarlegt krabbamein. Þessi ungu hjón hafa nú þremur árum eftir greiningu krabbameinsins greitt hátt í 1,5 milljónir króna fyrir heilbrigðisþjónustu! Hvernig getum við réttlætt þá niðurstöðu gagnvart þessu unga fólki sem á sama tíma hefur lítið getað unnið vegna veikindanna og þyrfti miklu frekar á fjárstuðningi að halda? Við erum ekki vanmáttugri en nágrannalöndin sem bjóða sömu þjónustu án endurgjalds.Ávallt sendur heim aftur Þriðja sagan er um heiðursmann sem dó fyrir skömmu. Hann var kominn yfir nírætt, með lokastig hjartabilunar og þótt andinn væri sterkur var hann orðinn nánast ósjálfbjarga vegna máttleysis og andnauðar. Svipað ástand eigum við flest eftir að upplifa áður en yfir lýkur. Hann gat í raun tæpast verið heima síðasta árið og þurfti að fara níu sinnum á sjúkrahús en var ávallt sendur heim aftur, til þess eins að fara enn eina ferðina inn á hjartagátt eða bráðamóttöku í sjúkrabíl. Fárveikur þurfti hann að aðlagast mörgum ólíkum deildum og stöðugt nýju starfsfólki. Öldrunardeildin var nánast alltaf fullbókuð og þangað komst hann aðeins einu sinni þótt þar ætti hann auðvitað best heima. Ekki fékk hann heldur að deyja á okkar einu líknardeild með þeirri frábæru fagþekkingu sem þar er til staðar. Nei, hann kvaddi þennan heim á smitsjúkdómadeild þar sem hann hafnaði eftir beinbrot, vegna þess að allar aðrar deildir voru fullar. Þar lá hann í fjóra sólarhringa í næsta rúmi við órólegan mann sem var langt leiddur af fíknisjúkdómi, og hegðun hans var slík að hinn aldraði heiðursmaður, bjargarlaus, óttaðist árás af hans hálfu. Vitum við ekki að öldruðum og þeim sem þurfa á líknarþjónustu að halda fjölgar jafnt og þétt? Við erum mjög langt frá því að geta sinnt þessum hópi sómasamlega í dag, hvað þá heldur hinum aukna fjölda næstu ára. Gleymum því heldur ekki að fyrr en varir kemur að okkur sjálfum, líka þeim sem í dag eru ungir og heilbrigðir. Ofanskráð eru aðeins þrjú af þúsundum dæma sem sýna hve þörfin er sterk fyrir úrbætur. Þess vegna fagna ég heilshugar framtaki Kára Stefánssonar og hvet alla til að skrifa undir á síðunni www.endurreisn.is okkur öllum til heilla.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun