

Endurreisn heilbrigðiskerfisins
Nú er íslenska þjóðin að vakna af þyrnirósarsvefninum og prinsinn er enginn annar en Kári Stefánsson. Sem betur fer hafa tugþúsundir nú þegar undirritað kröfu um nauðsynlegar úrbætur. Fyrir þá sem enn eru að hugsa sig um langar mig að benda á þrjú nýleg dæmi um vandann. Dæmin eru tekin úr mínu nærumhverfi og sett fram með vitneskju og vilja aðstandenda.
Ég á yndislegan ungan frænda sem hefur þurft að glíma við andlega vanlíðan í nokkur ár. Hann fær ekki notið sín við nám eða vinnu og stundum langar hann ekki til þess að lifa lengur. Það hefur úrslitaáhrif fyrir framtíð hans að fá nú þegar hjálp góðra sérfræðinga til að takast á við vandann, en fram að þessu hafa ítrekaðar tilraunir hans og móður hans ekki borið árangur.
Barna- og unglingageðdeildin annar engan veginn öllum þeim sem þurfa þar á hjálp að halda; helst þarf viðkomandi að hafa reynt sjálfsvíg eða vera í mikilli lífshættu til að dyrunum sé lokið upp. Hér þarf að bæta verulega í.
Aðra söguna hef ég eftir magnaðri, ungri dugnaðarkonu sem er varaformaður Krafts, félags ungs fólks með krabbamein. Maður hennar greindist á þrítugsaldri með alvarlegt krabbamein. Þessi ungu hjón hafa nú þremur árum eftir greiningu krabbameinsins greitt hátt í 1,5 milljónir króna fyrir heilbrigðisþjónustu!
Hvernig getum við réttlætt þá niðurstöðu gagnvart þessu unga fólki sem á sama tíma hefur lítið getað unnið vegna veikindanna og þyrfti miklu frekar á fjárstuðningi að halda? Við erum ekki vanmáttugri en nágrannalöndin sem bjóða sömu þjónustu án endurgjalds.
Ávallt sendur heim aftur
Þriðja sagan er um heiðursmann sem dó fyrir skömmu. Hann var kominn yfir nírætt, með lokastig hjartabilunar og þótt andinn væri sterkur var hann orðinn nánast ósjálfbjarga vegna máttleysis og andnauðar. Svipað ástand eigum við flest eftir að upplifa áður en yfir lýkur.
Hann gat í raun tæpast verið heima síðasta árið og þurfti að fara níu sinnum á sjúkrahús en var ávallt sendur heim aftur, til þess eins að fara enn eina ferðina inn á hjartagátt eða bráðamóttöku í sjúkrabíl. Fárveikur þurfti hann að aðlagast mörgum ólíkum deildum og stöðugt nýju starfsfólki.
Öldrunardeildin var nánast alltaf fullbókuð og þangað komst hann aðeins einu sinni þótt þar ætti hann auðvitað best heima. Ekki fékk hann heldur að deyja á okkar einu líknardeild með þeirri frábæru fagþekkingu sem þar er til staðar.
Nei, hann kvaddi þennan heim á smitsjúkdómadeild þar sem hann hafnaði eftir beinbrot, vegna þess að allar aðrar deildir voru fullar. Þar lá hann í fjóra sólarhringa í næsta rúmi við órólegan mann sem var langt leiddur af fíknisjúkdómi, og hegðun hans var slík að hinn aldraði heiðursmaður, bjargarlaus, óttaðist árás af hans hálfu. Vitum við ekki að öldruðum og þeim sem þurfa á líknarþjónustu að halda fjölgar jafnt og þétt? Við erum mjög langt frá því að geta sinnt þessum hópi sómasamlega í dag, hvað þá heldur hinum aukna fjölda næstu ára. Gleymum því heldur ekki að fyrr en varir kemur að okkur sjálfum, líka þeim sem í dag eru ungir og heilbrigðir.
Ofanskráð eru aðeins þrjú af þúsundum dæma sem sýna hve þörfin er sterk fyrir úrbætur. Þess vegna fagna ég heilshugar framtaki Kára Stefánssonar og hvet alla til að skrifa undir á síðunni www.endurreisn.is okkur öllum til heilla.
Skoðun

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar