Enn ein 5 milljón bíla innköllun vegna Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 14:07 Sprunginn öryggispúði. Á síðasta ári voru 19 milljón bílar innkallaðir í Bandaríkjunum einum sem voru með gallaða Takata öryggispúða og þótti mörgum nóg um. Nú hefur bæst við 5 milljón bíla innköllun þar vegna þessara sömu öryggispúða. Þessi innköllun nú kemur í kjölfar dauða ökumanns á Ford Ranger bíl er lést er öryggispúði sprakk framan í hann. Þetta dauðsfall er það níunda í Bandaríkjunum af völdum Takata öryggispúða og það fyrsta sem ekki á sér stað í Honda bíl. Því eru innkallanirnar orðnar 24 milljónir vegna Takata öryggispúða og gæti enn fjölgað. Innköllunin nú nær yfir bíla frá Ford, Volkswagen, Audi og Mercedes Benz. Fyrir þetta dauðaslys hafði rannsókn á öryggispúðum í 1.900 Ford Ranger bílum ekki leitt neitt athugavert í ljós, en annað kom á daginn. Takata hefur þegar verið sektað um 26 milljarða króna vegna gallanna. Aðeins hefur verið gert við um 27% þeirra bíla sem innkallaðir hafa verið og eru með Takata öryggispúðum og því má allt eins búast við fleri dauðsföllum af þeirra völdum á næstu árum. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Á síðasta ári voru 19 milljón bílar innkallaðir í Bandaríkjunum einum sem voru með gallaða Takata öryggispúða og þótti mörgum nóg um. Nú hefur bæst við 5 milljón bíla innköllun þar vegna þessara sömu öryggispúða. Þessi innköllun nú kemur í kjölfar dauða ökumanns á Ford Ranger bíl er lést er öryggispúði sprakk framan í hann. Þetta dauðsfall er það níunda í Bandaríkjunum af völdum Takata öryggispúða og það fyrsta sem ekki á sér stað í Honda bíl. Því eru innkallanirnar orðnar 24 milljónir vegna Takata öryggispúða og gæti enn fjölgað. Innköllunin nú nær yfir bíla frá Ford, Volkswagen, Audi og Mercedes Benz. Fyrir þetta dauðaslys hafði rannsókn á öryggispúðum í 1.900 Ford Ranger bílum ekki leitt neitt athugavert í ljós, en annað kom á daginn. Takata hefur þegar verið sektað um 26 milljarða króna vegna gallanna. Aðeins hefur verið gert við um 27% þeirra bíla sem innkallaðir hafa verið og eru með Takata öryggispúðum og því má allt eins búast við fleri dauðsföllum af þeirra völdum á næstu árum.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent