Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 09:40 Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. Vísir/Stefán „Ég er búinn að vera í þessu í átján ár og þetta hefur aldrei skeð nokkurn tímann,“ segir hótelstjórinn á Fróni, Gísli Úlfarsson, um ferðamanninn sem villtist alla leið á Siglufjörð í gær í leit að hótelinu. Hótel Frón stendur við Laugaveg í Reykjavík en ferðamaðurinn fór á Laugarveg á Siglufirði. Hótelið er skráð á Laugarvegi, með r-i, á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims. Ferðamaðurinn fylgdi leiðbeiningum á GPS-tækinu sem hann var með og sló hann inn heimilisfangi hótelsins minnst þrisvar, en alltaf var honum vísað á Laugarveg á Siglufirði. Óljóst er hvort misskilningurinn felist í því að á allnokkrum bókunarsíðum er hótelið skráð á Laugarvegi, með r-i. Gísli segir að eftir að bent hafi verði á þessa stafsetningarvillu á bókunarsíðum í gærkvöldi hafi þau á hótelinu strax hafist handa við að leiðrétta skráninguna. Þrátt fyrir villuna hefur þetta aldrei komið fyrir áður, að sögn hótelstjórans. „Nei aldrei nokkurn tímann. Þetta er mjög sérstakt, að tékka ekki á því í hvaða borg hann er að fara,“ segir Gísli. „Hann hringdi í okkur í gærkvöldi og ég hélt að þetta væri eitthvað grín. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann væri kominn á Siglufjörð.“ Ferðamaðurinn bað um að fá að færa gistinguna þegar hann var kominn alla leið á Siglufjörð en eins og Vísir sagði frá í gær fékk hann gistingu á hóteli fyrir norðan. „Hann bað um hvort hann mætti ekki bara koma á miðvikudaginn og gista í staðinn og við sögðum bara alveg sjálfsagt,“ segir Gísli. Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Ég er búinn að vera í þessu í átján ár og þetta hefur aldrei skeð nokkurn tímann,“ segir hótelstjórinn á Fróni, Gísli Úlfarsson, um ferðamanninn sem villtist alla leið á Siglufjörð í gær í leit að hótelinu. Hótel Frón stendur við Laugaveg í Reykjavík en ferðamaðurinn fór á Laugarveg á Siglufirði. Hótelið er skráð á Laugarvegi, með r-i, á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims. Ferðamaðurinn fylgdi leiðbeiningum á GPS-tækinu sem hann var með og sló hann inn heimilisfangi hótelsins minnst þrisvar, en alltaf var honum vísað á Laugarveg á Siglufirði. Óljóst er hvort misskilningurinn felist í því að á allnokkrum bókunarsíðum er hótelið skráð á Laugarvegi, með r-i. Gísli segir að eftir að bent hafi verði á þessa stafsetningarvillu á bókunarsíðum í gærkvöldi hafi þau á hótelinu strax hafist handa við að leiðrétta skráninguna. Þrátt fyrir villuna hefur þetta aldrei komið fyrir áður, að sögn hótelstjórans. „Nei aldrei nokkurn tímann. Þetta er mjög sérstakt, að tékka ekki á því í hvaða borg hann er að fara,“ segir Gísli. „Hann hringdi í okkur í gærkvöldi og ég hélt að þetta væri eitthvað grín. Ég ætlaði ekki að trúa því að hann væri kominn á Siglufjörð.“ Ferðamaðurinn bað um að fá að færa gistinguna þegar hann var kominn alla leið á Siglufjörð en eins og Vísir sagði frá í gær fékk hann gistingu á hóteli fyrir norðan. „Hann bað um hvort hann mætti ekki bara koma á miðvikudaginn og gista í staðinn og við sögðum bara alveg sjálfsagt,“ segir Gísli.
Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent