Nýr styrkleikalisti var gefinn út hjá UFC í gær og Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast.
Gunnar er í fjórtánda sæti listans í veltivigtinni en litlar breytingar eru á listanum. Thiago Alves fer upp um eitt sæti í þrettánda sætið og og Tarec Saffiedine fer líka upp um eitt og í tíunda sætið. Rick Story fellur um eitt sæti og er nú í því ellefta. Albert Tumenov kemur svo nýr inn á lista í fimmtánda sætinu.
Á pund fyrir pund listanum skipta Dominick Cruz og Jose Aldo um sæti. Cruz fer upp í áttunda en Aldo fellur niður í það níunda.
Styrkleikalistinn í veltivigt UFC:
Meistari: Robbie Lawler
1. Rory McDonald
2. Johny Hendricks
3. Tyron Woodley
4. Carlos Condit
5. Demian Maia
6. Matt Brown
7. Dong Hyun Kim
8. Stephen Thompson
8. Neil Magny
10. Tarec Saffiedine
11. Rick Story
12. Kelvin Gastelum
13. Thiago Alves
14. Gunnar Nelson
15. Albert Tumenov
Gunnar stendur í stað á lista UFC
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti





Fleiri fréttir
