Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2016 18:30 Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa löngum gert kröfu til þess að Náttfari fái heiðurinn og nú heyrast raddir meðal Mýrdælinga um að fóstbróðurinn Hjörleifur verði talinn sá fyrsti sem nam landið.Fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur voru báðir úr Dalsfirði í Noregi.Teikning/Jakob Jóhannsson.„Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum," segir Landnámabók en vegna þessarar frásagnar hefur hann verið talinn fyrstur. En hversu trúverðug er hún um Ingólf? „Það er full ástæða til að draga hana í efa,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, einn af höfundum norskrar bókar um Ingólf, sem út kom fyrir áratug. „Það var náttúrlega nauðsynlegt fyrir Íslendinga á tólftu og þrettándu öld að búa til goðsögn um fyrsta landnámsmanninn og Ingólfur varð fyrir valinu. Hvort hann var fyrstur, annar eða þriðji skiptir kannski ekki öllu máli. En allavega, honum er hampað sem fyrsta landnámsmanni,“ segir Jón Viðar.Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Þingeyingar hafa löngum haldið því fram að Náttfari, sem Garðar Svavarsson skildi eftir, eigi að teljast fyrstur. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, minnir á að enn hafi ekki verið reist stytta af Náttfara á Arnarhóli, eins og gert hafi verið í Reykjavík með landnámsmann númer tvö. Þórir Kjartansson í Vík, sem ættaður er úr Hjörleifshöfða, vitnar til þess að samkvæmt Landnámu hafi Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, verið byrjaður að nema land við Hjörleifshöfða, búinn að byggja tvo stóra skála og byrjaður akuryrkju þegar þrælarnir drápu hann. „Við Mýrdælingar viljum halda því fram að Hjörleifur sé eiginlega fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórir. „Hann virðist hafa ætlað að setjast hér að, ætlaði að fara að rækta landið. Þá er Ingólfur, fóstbróðir hans, ennþá að þvælast um að leita að öndvegissúlunum sínum. Við erum dálítið fastir á þessu, margir,“ segir Þórir.Helga Arnardóttir, systir Ingólfs, og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ingólfs. Voru þau búin að nema land við Hjörleifshöfða þegar þrælarnir drápu Hjörleif?Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 kl. 20.35 í kvöld. Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa löngum gert kröfu til þess að Náttfari fái heiðurinn og nú heyrast raddir meðal Mýrdælinga um að fóstbróðurinn Hjörleifur verði talinn sá fyrsti sem nam landið.Fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur voru báðir úr Dalsfirði í Noregi.Teikning/Jakob Jóhannsson.„Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum," segir Landnámabók en vegna þessarar frásagnar hefur hann verið talinn fyrstur. En hversu trúverðug er hún um Ingólf? „Það er full ástæða til að draga hana í efa,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Oslóarháskóla, einn af höfundum norskrar bókar um Ingólf, sem út kom fyrir áratug. „Það var náttúrlega nauðsynlegt fyrir Íslendinga á tólftu og þrettándu öld að búa til goðsögn um fyrsta landnámsmanninn og Ingólfur varð fyrir valinu. Hvort hann var fyrstur, annar eða þriðji skiptir kannski ekki öllu máli. En allavega, honum er hampað sem fyrsta landnámsmanni,“ segir Jón Viðar.Náttfari, þrællinn og ambáttin urðu eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burt, eftir vetursetu á Húsavík.Teikning/Jakob Jóhannsson.Þingeyingar hafa löngum haldið því fram að Náttfari, sem Garðar Svavarsson skildi eftir, eigi að teljast fyrstur. Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarformaður Könnunarsafnsins á Húsavík, minnir á að enn hafi ekki verið reist stytta af Náttfara á Arnarhóli, eins og gert hafi verið í Reykjavík með landnámsmann númer tvö. Þórir Kjartansson í Vík, sem ættaður er úr Hjörleifshöfða, vitnar til þess að samkvæmt Landnámu hafi Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, verið byrjaður að nema land við Hjörleifshöfða, búinn að byggja tvo stóra skála og byrjaður akuryrkju þegar þrælarnir drápu hann. „Við Mýrdælingar viljum halda því fram að Hjörleifur sé eiginlega fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórir. „Hann virðist hafa ætlað að setjast hér að, ætlaði að fara að rækta landið. Þá er Ingólfur, fóstbróðir hans, ennþá að þvælast um að leita að öndvegissúlunum sínum. Við erum dálítið fastir á þessu, margir,“ segir Þórir.Helga Arnardóttir, systir Ingólfs, og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ingólfs. Voru þau búin að nema land við Hjörleifshöfða þegar þrælarnir drápu Hjörleif?Teikning/Jakob Jóhannsson.Fjallað er um Ingólf og Hjörleif í fjórða þætti Landnemanna á Stöð 2 kl. 20.35 í kvöld.
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30