Bíó og sjónvarp

Tökur á Fortitude hefjast á Reyðarfirði á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrri tökulotan á sjónvarpsþáttunum Fortitude hefst á Reyðarfirði á morgun en þetta kemur fram í frétt á vef Fjarðarbyggðar.

Götum í bænum verður lokað tímabundið á nokkrum stöðum í bæjarkjarnanum á meðan tökum stendur.

Í tilkynningu frá Pegasus sem dreift var til íbúa á Reyðarfirði kemur fram að starfslið og leikarar biðjst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar ráðstafanir kunni að hafa í för með sér. Einnig er þakklæti komið á framfæri fyrir skilning fólks og þolinmæði.

Í frétt á vef Fjarðarbyggðar segir að undirbúningur fyrir tökur hafi gengið að óskum og sé Reyðarfjörður óðum að taka á sig mynd norska bæjarins Fortitude.

Þar kemur einnig fram að þættirnir verða áfram stjörnum prýddir, enda þótt mannfall hafi orðið talsvert í fyrri þáttaröðinni.

Sofie Gråbøl og Björn Hlynur Haraldsson verða á sínum stað sem hjónin Hildur og Eric Odegard, en af nýjum leikurum má meðal annarra nefna stjórstjörnuna Dennis Quaid og Michelle Fairley, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn sem drottningin á Vetrarfelli í Game of Thrones. Þessi fyrri tökulota sem hefst næstkomandi þriðjudag stendur út febrúarmánuð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.