Ferð þú áhyggjulaus á klósettið? Ingileif Friðriksdóttir skrifar 1. febrúar 2016 11:30 Sú athöfn að fara á almenningssalerni áhyggjulaust er nokkur sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en nýlega, að væru forréttindi. Ég er kona og skilgreini mig sem slíka, og fer því á kvennaklósettið án þess að hugsa mig tvisvar um. Karlkyns vinir mínir, sem skilgreina sig sem slíka, fara á karlaklósettið og eflaust fáir hugsa út í það að þetta sé eitthvað sem ekki allir lifa við. Stækkandi hópur fólks í okkar samfélagi skilgreinir sig sem trans eða kynsegin. Þá er um að ræða fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra og kyntjáning er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Fyrir slíkt fólk getur athöfnin að fara á almenningssalerni, sem yfirleitt eru merkt samkvæmt kynjatvíhyggjunni, verið þreytandi, erfið og jafnvel kvíðavaldandi. Í síðastliðinni viku settu skólastjórnendur Akurskóla gott fordæmi með því að fjarlægja merkingar um kyn á salernunum í skólanum. Eins og skólastjórinn sagði réttilega þá þurfum við að vera meðvituð um þá staðreynd að við erum ekki öll eins og það eiga allir rétt á að vera eins og þeir eru. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, vill beita sér fyrir því að framboð salerna sem ekki eru merkt ákveðnu kyni verði aukið svo allir eigi jafna möguleika á því að fara á klósettið í skólanum, án þess að það þurfi að vera höfuðverkur. En þetta er ekki eina baráttumál Vöku á sviði jafnréttismála. Stefna fylkingarinnar er skýr; ALLIR eiga að hafa jafnan rétt til náms, aðgengis og tækifæra óháð kyni, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, fötlun, trú, litarhætti, lífsskoðun eða efnahagslegri stöðu. Síðastliðið ár náði Stúdentaráð, með Vöku í fararbroddi, því í gegn að nemendafélög geti sótt um styrk til Stúdentasjóðs fyrir þeim aukalega kostnaði sem getur skapast þegar aðgengi er tryggt fyrir alla óháð líkamlegu atgervi að viðburðum og ferðum. Þetta er eitt af mörgum jákvæðum skrefum sem tekin hafa verið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að Háskóli Íslands sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu þurfa allir að geta stundað þar nám. Því miður eru til dæmi um það að nemendum við Háskóla Íslands sé mismunað vegna stöðu sinnar. Slíkt er óásættanlegt og er það eitt af helstu markmiðum Vöku að koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað innan veggja skólans. Því sækjumst við í Vöku eftir áframhaldandi umboði nemenda til að ljúka því verki sem unnið hefur verið síðustu ár til að stuðla að því að Háskóli Íslands verði öðrum skólum til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kennitala á blaði 31. janúar 2016 18:52 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Sú athöfn að fara á almenningssalerni áhyggjulaust er nokkur sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en nýlega, að væru forréttindi. Ég er kona og skilgreini mig sem slíka, og fer því á kvennaklósettið án þess að hugsa mig tvisvar um. Karlkyns vinir mínir, sem skilgreina sig sem slíka, fara á karlaklósettið og eflaust fáir hugsa út í það að þetta sé eitthvað sem ekki allir lifa við. Stækkandi hópur fólks í okkar samfélagi skilgreinir sig sem trans eða kynsegin. Þá er um að ræða fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra og kyntjáning er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Fyrir slíkt fólk getur athöfnin að fara á almenningssalerni, sem yfirleitt eru merkt samkvæmt kynjatvíhyggjunni, verið þreytandi, erfið og jafnvel kvíðavaldandi. Í síðastliðinni viku settu skólastjórnendur Akurskóla gott fordæmi með því að fjarlægja merkingar um kyn á salernunum í skólanum. Eins og skólastjórinn sagði réttilega þá þurfum við að vera meðvituð um þá staðreynd að við erum ekki öll eins og það eiga allir rétt á að vera eins og þeir eru. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, vill beita sér fyrir því að framboð salerna sem ekki eru merkt ákveðnu kyni verði aukið svo allir eigi jafna möguleika á því að fara á klósettið í skólanum, án þess að það þurfi að vera höfuðverkur. En þetta er ekki eina baráttumál Vöku á sviði jafnréttismála. Stefna fylkingarinnar er skýr; ALLIR eiga að hafa jafnan rétt til náms, aðgengis og tækifæra óháð kyni, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, fötlun, trú, litarhætti, lífsskoðun eða efnahagslegri stöðu. Síðastliðið ár náði Stúdentaráð, með Vöku í fararbroddi, því í gegn að nemendafélög geti sótt um styrk til Stúdentasjóðs fyrir þeim aukalega kostnaði sem getur skapast þegar aðgengi er tryggt fyrir alla óháð líkamlegu atgervi að viðburðum og ferðum. Þetta er eitt af mörgum jákvæðum skrefum sem tekin hafa verið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að Háskóli Íslands sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu þurfa allir að geta stundað þar nám. Því miður eru til dæmi um það að nemendum við Háskóla Íslands sé mismunað vegna stöðu sinnar. Slíkt er óásættanlegt og er það eitt af helstu markmiðum Vöku að koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað innan veggja skólans. Því sækjumst við í Vöku eftir áframhaldandi umboði nemenda til að ljúka því verki sem unnið hefur verið síðustu ár til að stuðla að því að Háskóli Íslands verði öðrum skólum til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun