Landsliðið er ljósi punkturinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Stjörnukonan Margrét Kara Sturludóttir á landsliðsæfingu í vikunni. Vísir/anton brink Margrét Kara Sturludóttir hafði ekkert spilað körfubolta í þrjú ár þegar hún gekk í raðir Stjörnunnar í haust. Þessi kröftugi leikmaður hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og spilar með því í fyrsta sinn í fjögur ár þegar Ísland leikur gegn Portúgal ytra í undankeppni EM 2017. „Þegar ég hætti á sínum tíma leiddi ég ekkert hugann að því hvort ég myndi aftur fá að spila með landsliðinu. Ég er samt afar ánægð og ótrúlega sátt með að vera komin aftur. Hópurinn hefur breyst aðeins á þessum árum en þetta eru allt saman toppeintök,“ segir Margrét Kara. Hún neitar því ekki að hún hafi haft augastað á landsliðinu þegar hún byrjaði að spila aftur í haust. „Maður vildi standa sig vel og fá viðurkenningu fyrir það. Tímabilið hefur verið erfitt með Stjörnunni og landsliðið er því kannski ljósi punkturinn við þennan vetur hjá mér.“ Stjarnan er nýliði í Domino’s-deild kvenna og fékk stóran bita á markaðnum þegar liðið samdi við Margréti Köru. En tímabilið hefur ekki gengið að óskum og liðið bæði skipt um þjálfara og erlendan leikmann.Þungt í vetur Margrét Kara segist aðeins einbeita sér að því nú að klára tímabilið vel og hafi ekki íhugað framhaldið frekar. „Þetta hefur verið þungt í vetur en í sumar fór af stað mikið uppbyggingarstarf og væri sorglegt ef þetta myndi svo allt saman splundrast í lok tímabilsins,“ segir hún og bendir á að staða liðsins í deildinni sé sérstök en liðið er í næstneðsta sæti með sex stig. „Við erum hvorki að fara í úrslitakeppnina né að falla. Samt eru sex leikir eftir. Því hef ég aldrei kynnst áður,“ segir Margrét Kara en ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vor þar sem hennar gamla lið, KR, dró lið sitt úr keppni rétt áður en tímabilið hófst „Mér líkar mjög vel í Stjörnunni en viðurkenni að ég er enn nokkuð svarthvít. Það er mjög sorglegt hvernig fór fyrir kvennaliði KR og ég trúi ekki öðru en að jafn stórt félag og KR geti farið mun betur að þessu.“ Margrét Kara kom ekkert nálægt körfubolta í þrjú tímabil en hún bjó í Noregi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún starfaði sem verkfræðingur. „Körfubolti er ekki stór íþrótt í Noregi og það var ekki einu sinni lið í bænum þar sem ég bjó. Ég er sátt við að hafa tekið mér frí og einbeitt mér að öðru. Ég átti yndislegan tíma með fjölskyldunni,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað að stunda Cross Fit. „Ég var að þykjast vera eitthvað sterk,“ segir hún í léttum dúr.Íþróttin orðin ómerkilegri Margrét Kara hefur ávallt verið gríðarleg keppnismanneskja með mikið og gott keppnisskap. Hún segir að það hafi í grunninn ekki breyst á þessum árum sem hún var í burtu. „Ég tek körfuna öðruvísi heim til mín. Mér finnst íþróttin sjálf ómerkilegri þegar ég horfi á litla barnið mitt. En um leið og ég byrja að spila þá kviknar í keppnisskapinu eins og hjá flestum. Það hættir ekkert. Ef maður missir það þá gæti maður allt eins hætt þessu.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Margrét Kara Sturludóttir hafði ekkert spilað körfubolta í þrjú ár þegar hún gekk í raðir Stjörnunnar í haust. Þessi kröftugi leikmaður hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og spilar með því í fyrsta sinn í fjögur ár þegar Ísland leikur gegn Portúgal ytra í undankeppni EM 2017. „Þegar ég hætti á sínum tíma leiddi ég ekkert hugann að því hvort ég myndi aftur fá að spila með landsliðinu. Ég er samt afar ánægð og ótrúlega sátt með að vera komin aftur. Hópurinn hefur breyst aðeins á þessum árum en þetta eru allt saman toppeintök,“ segir Margrét Kara. Hún neitar því ekki að hún hafi haft augastað á landsliðinu þegar hún byrjaði að spila aftur í haust. „Maður vildi standa sig vel og fá viðurkenningu fyrir það. Tímabilið hefur verið erfitt með Stjörnunni og landsliðið er því kannski ljósi punkturinn við þennan vetur hjá mér.“ Stjarnan er nýliði í Domino’s-deild kvenna og fékk stóran bita á markaðnum þegar liðið samdi við Margréti Köru. En tímabilið hefur ekki gengið að óskum og liðið bæði skipt um þjálfara og erlendan leikmann.Þungt í vetur Margrét Kara segist aðeins einbeita sér að því nú að klára tímabilið vel og hafi ekki íhugað framhaldið frekar. „Þetta hefur verið þungt í vetur en í sumar fór af stað mikið uppbyggingarstarf og væri sorglegt ef þetta myndi svo allt saman splundrast í lok tímabilsins,“ segir hún og bendir á að staða liðsins í deildinni sé sérstök en liðið er í næstneðsta sæti með sex stig. „Við erum hvorki að fara í úrslitakeppnina né að falla. Samt eru sex leikir eftir. Því hef ég aldrei kynnst áður,“ segir Margrét Kara en ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vor þar sem hennar gamla lið, KR, dró lið sitt úr keppni rétt áður en tímabilið hófst „Mér líkar mjög vel í Stjörnunni en viðurkenni að ég er enn nokkuð svarthvít. Það er mjög sorglegt hvernig fór fyrir kvennaliði KR og ég trúi ekki öðru en að jafn stórt félag og KR geti farið mun betur að þessu.“ Margrét Kara kom ekkert nálægt körfubolta í þrjú tímabil en hún bjó í Noregi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún starfaði sem verkfræðingur. „Körfubolti er ekki stór íþrótt í Noregi og það var ekki einu sinni lið í bænum þar sem ég bjó. Ég er sátt við að hafa tekið mér frí og einbeitt mér að öðru. Ég átti yndislegan tíma með fjölskyldunni,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað að stunda Cross Fit. „Ég var að þykjast vera eitthvað sterk,“ segir hún í léttum dúr.Íþróttin orðin ómerkilegri Margrét Kara hefur ávallt verið gríðarleg keppnismanneskja með mikið og gott keppnisskap. Hún segir að það hafi í grunninn ekki breyst á þessum árum sem hún var í burtu. „Ég tek körfuna öðruvísi heim til mín. Mér finnst íþróttin sjálf ómerkilegri þegar ég horfi á litla barnið mitt. En um leið og ég byrja að spila þá kviknar í keppnisskapinu eins og hjá flestum. Það hættir ekkert. Ef maður missir það þá gæti maður allt eins hætt þessu.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum