Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan Vísir Jackie Chan mun dvelja í nokkra daga hér á landi í næstu viku við töku á kvikmyndinni Kung Fu Yoga.Nútíminn greinir frá þessu á vef sínum en þar er því haldið fram að tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli. Segir Nútíminn að Chan muni koma á einkaþotu sinni til landsins í næstu viku og að henni verði lent á Reykjavíkurflugvelli. Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.Á vef IMDb er söguþráður myndarinnar rakinn í grófum dráttum en þar segir að að þau finni leifar konunglegs hers í tíbeskum íshelli, en herinn hvarf á sínum tíma ásamt fjársjóðnum. Í tíbeskum íshelli finna þau leifar af konunglegum her sem hvarf ásamt fjársjóðnum.Talið er að myndin verði frumsýnd í Kína seinna á árinu.Í hellinum verða þau fyrir áhlaupi Randall, sem er afkomandi leiðtoga hersins. Nútíminn segir að senurnar sem teknar verða upp hér á landi eigi að gerast í íshellinum. Tökur á myndinni hófust í Kína í september og héldu svo áfram í Dubai. Talið er að hún verði frumsýnd í Kína seinna á árinu en ekki er enn búið að tilkynna frumsýningardag. Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Jackie Chan mun dvelja í nokkra daga hér á landi í næstu viku við töku á kvikmyndinni Kung Fu Yoga.Nútíminn greinir frá þessu á vef sínum en þar er því haldið fram að tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli. Segir Nútíminn að Chan muni koma á einkaþotu sinni til landsins í næstu viku og að henni verði lent á Reykjavíkurflugvelli. Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.Á vef IMDb er söguþráður myndarinnar rakinn í grófum dráttum en þar segir að að þau finni leifar konunglegs hers í tíbeskum íshelli, en herinn hvarf á sínum tíma ásamt fjársjóðnum. Í tíbeskum íshelli finna þau leifar af konunglegum her sem hvarf ásamt fjársjóðnum.Talið er að myndin verði frumsýnd í Kína seinna á árinu.Í hellinum verða þau fyrir áhlaupi Randall, sem er afkomandi leiðtoga hersins. Nútíminn segir að senurnar sem teknar verða upp hér á landi eigi að gerast í íshellinum. Tökur á myndinni hófust í Kína í september og héldu svo áfram í Dubai. Talið er að hún verði frumsýnd í Kína seinna á árinu en ekki er enn búið að tilkynna frumsýningardag. Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira