Besserwissmi Bergur Ebbi skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Besserwisser. Hvað er það? Sá sem veit alltaf betur en næsti maður og leiðist ekki að koma því á framfæri. Slíkt fólk er til og þetta er orðið sem er notað til að lýsa því. En þetta orð, besserwisser, er óþolandi - ekki ólíkt manngerðinni sem það á að lýsa. Það er meira að segja erfitt að skrifa það: besserwisser. Mikið af s-um. Tvöfalt vaff. Manni líður soldið eins og besserwisser bara við að stafsetja orðið. En það er ekki til annað orð í íslenskri tungu sem nær betur yfir hugtakið, sem er líka pirrandi því þetta tiltekna orð er ekki einu sinni íslenska. Það hlýtur þó að teljast töluverður besserwissmi að benda á þá staðreynd að uppruni orðsins er þýskur. Ég óska engum að vera besserwisser. Það myndi seint teljast til mannkosts. Það er þó líklega skárra en að halda framhjá eða svíkja undan skatti. Já. Líklega. En það er líka eitthvað einstaklega pirrandi við þá staðreynd að besserwissmi er býsna meinlaus athöfn. Maður getur ekki sett fólk í fangelsi fyrir að vera besserwisserar og maður getur ekki heldur slitið vinskap við það (þó að það sé reyndar ekki alveg útilokað).Umburðarlyndir kennarar Ég tel mig geta dæmt besserwissera því ég tilheyri þeim sjálfur. Eða það gerði ég að minnsta kosti. Ég var hálf óþolandi þegar ég var krakki, sérstaklega gagnvart eldra fólki sem oftast sýndi mér þolinmæði og skilning. Ég hugsa oft um þetta í sambandi við starfstétt kennara. Oft þurfa kennarar að berjast fyrir hærri launum með því að benda á þá ábyrgð sem fylgir starfinu. Þar tek ég undir hvert orð. Kennarar þurfa að huga bæði að lærdómi barna og tilfinningaþroska. Kennarar þurfa að feta þá erfiðu slóð að vera bæði strangir en jafnframt skilningsríkir. Sjaldan reynir jafn mikið á þetta og þegar pirrandi krakkar trufla kennslustund með sjálfumglöðum athugasemdum sem er ætlað að sýna að þau viti betur. Ég gæti ekki verið kennari sjálfur. Ég gæti ekki afborið lítinn besserwisser í bekknum, með stingandi og pirrandi komment á allt mögulegt. Af þessum ástæðum, og reyndar mörgum öðrum líka, ber ég einstaklega mikla virðingu fyrir kennarastéttinni og vil þakka öllum þeim kennurum sem ég hef haft um ævina fyrir að hafa umborið mig. En hvað erum við að tala um? Hvernig besserwisser var ég? Ég var pirrandi náungi. Ímyndið ykkur tíu ára krakka með skoðanir á heilbrigðiskerfinu. Lítinn Kára Stefánsson. Hversu stjarnfræðilega pirrandi er það? Eða tíu ára krakka sem gat ekki hætt að tala um Winston Churchill. Þegar ég var tíu ára sá ég líka „All the Presidents Men“ og fékk Watergate-hneykslið á heilann. Ég lét dæluna ganga um innri átök í bandaríska Repúblikanaflokknum árið 1972. Svona lét ég jafnvel í leikfimitímum. Það hefði átt að fleygja mér út.Þrígreindur með ebóla Ég prísa mínum sæla að hafa verið barn áður en internetið kom. Þá fyrst fór besserwissmi á flug í samfélaginu. Allir með skoðun á öllu, búnir að lesa sér til um skordýraeitranir í Michigan eða ítök frímúrara í breska bankakerfinu. Það er víst algjör pest að vera heimilislæknir í dag því sjúklingarnir eru flestir búnir að þrígreina sig sjálfir með hjálp Wikipedia áður en þeir hitta lækninn. Sumir eru sannfærðir um að þeir séu með ebóla-veiruna, eða eitthvað sjaldgæft afbrigði af henni sem læknirinn hefur ekki heyrt um því hann er jú bara með níu ára háskólanám í læknavísindum. Þetta eru yndislegir tímar. Allir, börn jafnt sem fullorðnir, stútfullir af súdó-vísindum um allan fjandann. Allir að leiðrétta aðra og stinga upp í þá. En sko. Vissir þú að þessi eða hinn fann í rauninni upp ljósaperuna á undan Edison og bla bla bla. Við lifum á tímum besserwissma og það er ekki til neinn páfi eða keisari eða John Lennon sem veit allt best. Allir eru fullir af sínum sannleika og endalausum vilja til að troða honum ofan í kok á næsta manni. Ókei, kannski ekki allir, en mjög margir.Éttu líkama Krists Hefur þetta alltaf verið svona? Nei. Einu sinni var borinn á borð sannleikur og fólk fylgdi honum bara. Líkami Krists. Nei, þetta er bragðlaus hveititafla. Nei, kallinn minn. Þetta er líkami Krists og éttu hann bara óupplýsti auminginn þinn. Amen. Auðvitað er það hræðilegt. Því fylgdi kúgun persónulegs frelsis sem er það dýrmætasta sem til er í heiminum. Og kannski er frelsið ekkert svo dýru verði keypt ef það eina sem við þurfum að þola er fólk sem póstar youtube-slóðum um „The Real Truth About 9/11“. Þetta gæti verið miklu, miklu verra. Besserwissmi er bara þannig að maður verður að leiða hann hjá sér. Annars gerist maður sekur um hann sjálfur. Það er kannski ekki gott að vera besserwisser. Þeir virka sí-pirraðir og óhamingjusamir, jafnvel hatursfullir. En sýnu verra er að vera pirraður á þeim pirruðu og láta þetta á sig fá því þá tapa allir. Þessi vítahringur verður best útskýrður með tilvitnun í Richard Nixon (afsakið en þetta er 10 ára Ebbi sem hér grípur í taumana): „Gerðu ávallt þitt besta, aldrei missa móðinn, vertu aldrei aumkunarverður; mundu líka að aðrir munu hatast við þig, en þeir vinna ekki nema þú hatir þá á móti en þannig tortímirðu sjálfum þér.“ Broskall og bless. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Besserwisser. Hvað er það? Sá sem veit alltaf betur en næsti maður og leiðist ekki að koma því á framfæri. Slíkt fólk er til og þetta er orðið sem er notað til að lýsa því. En þetta orð, besserwisser, er óþolandi - ekki ólíkt manngerðinni sem það á að lýsa. Það er meira að segja erfitt að skrifa það: besserwisser. Mikið af s-um. Tvöfalt vaff. Manni líður soldið eins og besserwisser bara við að stafsetja orðið. En það er ekki til annað orð í íslenskri tungu sem nær betur yfir hugtakið, sem er líka pirrandi því þetta tiltekna orð er ekki einu sinni íslenska. Það hlýtur þó að teljast töluverður besserwissmi að benda á þá staðreynd að uppruni orðsins er þýskur. Ég óska engum að vera besserwisser. Það myndi seint teljast til mannkosts. Það er þó líklega skárra en að halda framhjá eða svíkja undan skatti. Já. Líklega. En það er líka eitthvað einstaklega pirrandi við þá staðreynd að besserwissmi er býsna meinlaus athöfn. Maður getur ekki sett fólk í fangelsi fyrir að vera besserwisserar og maður getur ekki heldur slitið vinskap við það (þó að það sé reyndar ekki alveg útilokað).Umburðarlyndir kennarar Ég tel mig geta dæmt besserwissera því ég tilheyri þeim sjálfur. Eða það gerði ég að minnsta kosti. Ég var hálf óþolandi þegar ég var krakki, sérstaklega gagnvart eldra fólki sem oftast sýndi mér þolinmæði og skilning. Ég hugsa oft um þetta í sambandi við starfstétt kennara. Oft þurfa kennarar að berjast fyrir hærri launum með því að benda á þá ábyrgð sem fylgir starfinu. Þar tek ég undir hvert orð. Kennarar þurfa að huga bæði að lærdómi barna og tilfinningaþroska. Kennarar þurfa að feta þá erfiðu slóð að vera bæði strangir en jafnframt skilningsríkir. Sjaldan reynir jafn mikið á þetta og þegar pirrandi krakkar trufla kennslustund með sjálfumglöðum athugasemdum sem er ætlað að sýna að þau viti betur. Ég gæti ekki verið kennari sjálfur. Ég gæti ekki afborið lítinn besserwisser í bekknum, með stingandi og pirrandi komment á allt mögulegt. Af þessum ástæðum, og reyndar mörgum öðrum líka, ber ég einstaklega mikla virðingu fyrir kennarastéttinni og vil þakka öllum þeim kennurum sem ég hef haft um ævina fyrir að hafa umborið mig. En hvað erum við að tala um? Hvernig besserwisser var ég? Ég var pirrandi náungi. Ímyndið ykkur tíu ára krakka með skoðanir á heilbrigðiskerfinu. Lítinn Kára Stefánsson. Hversu stjarnfræðilega pirrandi er það? Eða tíu ára krakka sem gat ekki hætt að tala um Winston Churchill. Þegar ég var tíu ára sá ég líka „All the Presidents Men“ og fékk Watergate-hneykslið á heilann. Ég lét dæluna ganga um innri átök í bandaríska Repúblikanaflokknum árið 1972. Svona lét ég jafnvel í leikfimitímum. Það hefði átt að fleygja mér út.Þrígreindur með ebóla Ég prísa mínum sæla að hafa verið barn áður en internetið kom. Þá fyrst fór besserwissmi á flug í samfélaginu. Allir með skoðun á öllu, búnir að lesa sér til um skordýraeitranir í Michigan eða ítök frímúrara í breska bankakerfinu. Það er víst algjör pest að vera heimilislæknir í dag því sjúklingarnir eru flestir búnir að þrígreina sig sjálfir með hjálp Wikipedia áður en þeir hitta lækninn. Sumir eru sannfærðir um að þeir séu með ebóla-veiruna, eða eitthvað sjaldgæft afbrigði af henni sem læknirinn hefur ekki heyrt um því hann er jú bara með níu ára háskólanám í læknavísindum. Þetta eru yndislegir tímar. Allir, börn jafnt sem fullorðnir, stútfullir af súdó-vísindum um allan fjandann. Allir að leiðrétta aðra og stinga upp í þá. En sko. Vissir þú að þessi eða hinn fann í rauninni upp ljósaperuna á undan Edison og bla bla bla. Við lifum á tímum besserwissma og það er ekki til neinn páfi eða keisari eða John Lennon sem veit allt best. Allir eru fullir af sínum sannleika og endalausum vilja til að troða honum ofan í kok á næsta manni. Ókei, kannski ekki allir, en mjög margir.Éttu líkama Krists Hefur þetta alltaf verið svona? Nei. Einu sinni var borinn á borð sannleikur og fólk fylgdi honum bara. Líkami Krists. Nei, þetta er bragðlaus hveititafla. Nei, kallinn minn. Þetta er líkami Krists og éttu hann bara óupplýsti auminginn þinn. Amen. Auðvitað er það hræðilegt. Því fylgdi kúgun persónulegs frelsis sem er það dýrmætasta sem til er í heiminum. Og kannski er frelsið ekkert svo dýru verði keypt ef það eina sem við þurfum að þola er fólk sem póstar youtube-slóðum um „The Real Truth About 9/11“. Þetta gæti verið miklu, miklu verra. Besserwissmi er bara þannig að maður verður að leiða hann hjá sér. Annars gerist maður sekur um hann sjálfur. Það er kannski ekki gott að vera besserwisser. Þeir virka sí-pirraðir og óhamingjusamir, jafnvel hatursfullir. En sýnu verra er að vera pirraður á þeim pirruðu og láta þetta á sig fá því þá tapa allir. Þessi vítahringur verður best útskýrður með tilvitnun í Richard Nixon (afsakið en þetta er 10 ára Ebbi sem hér grípur í taumana): „Gerðu ávallt þitt besta, aldrei missa móðinn, vertu aldrei aumkunarverður; mundu líka að aðrir munu hatast við þig, en þeir vinna ekki nema þú hatir þá á móti en þannig tortímirðu sjálfum þér.“ Broskall og bless.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun