ISAL er langt yfir "íslenskum launum“ Ólafur Teitur Guðnason skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Samninganefnd verkalýðsfélaganna í Straumsvík hefur brugðist við fyrri grein minni hér í blaðinu með yfirlýsingu til fjölmiðla. Jákvætt er að ekki einu einasta atriði í grein minni er mótmælt. Þótt ánægjulegt sé að fá slíka staðfestingu á því sem fram kom í greininni er þó ýmislegt við yfirlýsinguna að athuga, þetta helst: Félögin segja: „Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík.“ Þetta væru mikil tíðindi, væri þetta rétt. Staðreyndin er hins vegar sú að verkalýðsfélögin vilja einmitt ekki að greidd séu íslensk laun í Straumsvík heldur ISAL-laun, sem eru um fjórðungi yfir íslenskum launum. (Samanburður á dagvinnulaunum verkamanna þegar samningaviðræðurnar hófust.) Það er rangt hjá verkalýðsfélögunum að ISAL njóti einhverra vildarkjara á Íslandi umfram aðra. Fyrirtækið tilheyrir íslensku skattkerfi að öllu leyti og nýtur þar engra sérkjara. Að mati Ketils Sigurjónssonar orkubloggara greiðir fyrirtækið einnig langhæsta orkuverð allra álvera hér á landi. Fullyrðingar verkalýðsfélaganna um þessi atriði eru því einfaldlega rangar, rétt eins og sú fullyrðing þeirra að aldrei hafi komið til verkfalla í Straumsvík. Kjaradeilan í Straumsvík snýst ekki um „íslensk laun“ heldur þá staðreynd að ISAL býr við nærri 50 ára gamlar hömlur á útvistun verkefna sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. Verkalýðsfélögin þvertaka fyrir að leyfa ISAL að sitja við sama borð og allir aðrir hvað þetta varðar. Fyrir þann málstað afþökkuðu þau tilboð fyrirtækisins um ríflega fjórðungshækkun ofan á laun sem fyrir voru fjórðungi hærri en þau íslensku laun sem þau segja svo í hinu orðinu að sé krafa þeirra. Væri það raunverulega krafa verkalýðsfélaganna að fá greidd „íslensk laun“ væri ekkert því til fyrirstöðu að skrifa tafarlaust undir samning, því ISAL uppfyllir þá kröfu nú þegar og gott betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samninganefnd verkalýðsfélaganna í Straumsvík hefur brugðist við fyrri grein minni hér í blaðinu með yfirlýsingu til fjölmiðla. Jákvætt er að ekki einu einasta atriði í grein minni er mótmælt. Þótt ánægjulegt sé að fá slíka staðfestingu á því sem fram kom í greininni er þó ýmislegt við yfirlýsinguna að athuga, þetta helst: Félögin segja: „Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík.“ Þetta væru mikil tíðindi, væri þetta rétt. Staðreyndin er hins vegar sú að verkalýðsfélögin vilja einmitt ekki að greidd séu íslensk laun í Straumsvík heldur ISAL-laun, sem eru um fjórðungi yfir íslenskum launum. (Samanburður á dagvinnulaunum verkamanna þegar samningaviðræðurnar hófust.) Það er rangt hjá verkalýðsfélögunum að ISAL njóti einhverra vildarkjara á Íslandi umfram aðra. Fyrirtækið tilheyrir íslensku skattkerfi að öllu leyti og nýtur þar engra sérkjara. Að mati Ketils Sigurjónssonar orkubloggara greiðir fyrirtækið einnig langhæsta orkuverð allra álvera hér á landi. Fullyrðingar verkalýðsfélaganna um þessi atriði eru því einfaldlega rangar, rétt eins og sú fullyrðing þeirra að aldrei hafi komið til verkfalla í Straumsvík. Kjaradeilan í Straumsvík snýst ekki um „íslensk laun“ heldur þá staðreynd að ISAL býr við nærri 50 ára gamlar hömlur á útvistun verkefna sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. Verkalýðsfélögin þvertaka fyrir að leyfa ISAL að sitja við sama borð og allir aðrir hvað þetta varðar. Fyrir þann málstað afþökkuðu þau tilboð fyrirtækisins um ríflega fjórðungshækkun ofan á laun sem fyrir voru fjórðungi hærri en þau íslensku laun sem þau segja svo í hinu orðinu að sé krafa þeirra. Væri það raunverulega krafa verkalýðsfélaganna að fá greidd „íslensk laun“ væri ekkert því til fyrirstöðu að skrifa tafarlaust undir samning, því ISAL uppfyllir þá kröfu nú þegar og gott betur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun