Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 14:46 Frá Reynisfjöru. vísir/friðrik þór Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir vaktina hafa gengið þokkalega vel að mestu leyti. „Við höfum nú séð ótrúlegustu hluti gerast hérna. Eins og til dæmis í gær þá stöðvuðum við tvo menn sem komu út úr bílnum á sundskýlunum einum fata og héldu að það væri bara allt í lagi að fara og skella sér í kaldan sjóinn. Þeir gerðu sér enga grein fyrir hættunni en það var heilmikið brim hérna í gær. Þannig að við erum að eiga við ýmislegt hérna og erum ekki með þessa vakt að ástæðulausu,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann að allt að fjögur þúsund manns komi í Reynisfjöru á hverjum degi en það fari dálítið eftir veðri hversu mikill fjöldi fólks leggi leið sína þangað. Sveinn segir að sunnudagurinn hafi til að mynda verið nokkuð stór og þá hefur verið gott veður á svæðinu bæði í gær og í dag. Hann segir ferðamennina að öllu jöfnu fara eftir tilmælum lögreglu um að fara varlega og koma sér ekki í hættu. „Við höfum verið nokkuð grimmir á því að biðja fólk um að fara í burtu ef við sjáum að það er að skapast einhver hætta og flestir hafa orðið við því. Þó er alltaf einn og einn sem fer það sem hann ætlar sér,“ segir Sveinn. Vakt lögreglunnar í Reynisfjöru lýkur að óbreyttu næsta fimmtudag og segist Sveinn Kristján búast við því að þá verði búið að gera ráðstafanir til að tryggja betur öryggi ferðamanna í fjörunni. Fundað hefur verið um hvað hægt sé að gera og segir Sveinn Kristján að stefnt sé að því meðal annars að bæta til muna merkingar á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir vaktina hafa gengið þokkalega vel að mestu leyti. „Við höfum nú séð ótrúlegustu hluti gerast hérna. Eins og til dæmis í gær þá stöðvuðum við tvo menn sem komu út úr bílnum á sundskýlunum einum fata og héldu að það væri bara allt í lagi að fara og skella sér í kaldan sjóinn. Þeir gerðu sér enga grein fyrir hættunni en það var heilmikið brim hérna í gær. Þannig að við erum að eiga við ýmislegt hérna og erum ekki með þessa vakt að ástæðulausu,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður segir hann að allt að fjögur þúsund manns komi í Reynisfjöru á hverjum degi en það fari dálítið eftir veðri hversu mikill fjöldi fólks leggi leið sína þangað. Sveinn segir að sunnudagurinn hafi til að mynda verið nokkuð stór og þá hefur verið gott veður á svæðinu bæði í gær og í dag. Hann segir ferðamennina að öllu jöfnu fara eftir tilmælum lögreglu um að fara varlega og koma sér ekki í hættu. „Við höfum verið nokkuð grimmir á því að biðja fólk um að fara í burtu ef við sjáum að það er að skapast einhver hætta og flestir hafa orðið við því. Þó er alltaf einn og einn sem fer það sem hann ætlar sér,“ segir Sveinn. Vakt lögreglunnar í Reynisfjöru lýkur að óbreyttu næsta fimmtudag og segist Sveinn Kristján búast við því að þá verði búið að gera ráðstafanir til að tryggja betur öryggi ferðamanna í fjörunni. Fundað hefur verið um hvað hægt sé að gera og segir Sveinn Kristján að stefnt sé að því meðal annars að bæta til muna merkingar á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40
Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu Vakt Lögreglunnar á Suðurlandi í Reynisfjörðu hefur gengið vel að mati yfirlögregluþjóns sem segir þó alltaf einhverja hunsa tilmæli lögreglu. Gera þurfi mun betur til að hafa öryggismálin í lagi. 13. febrúar 2016 12:58
Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent