Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 21-24 | Valsmenn stóðust áhlaup ÍR Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 18. febrúar 2016 21:45 Atli Már Báruson, leikstjórnandi Vals, reynir að brjótast í gegnum vörn ÍR í leik liðanna fyrir áramót. vísir/stefán Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. Valur byrjaði leikinn mun betur. Liðið skoraði þrjú fyrstu mörkin og náði ÍR ekki að vinna það forskot upp fyrr en í seinni hálfleik. ÍR-ingar virkuðu andlausir í byrjun leik og þurfti Bjarni Fritzson þjálfari að taka leikhlé til að vekja sína menn. Sóknarleikur ÍR var mjög slakur í fyrri hálfleik og ef ekki hefði verið fyrir góða frammistöðu Inga Rafns Róbertssonar í sókninni hefði ÍR ekki náð að skora 9 mörk í hálfleiknum. Sóknarleikur Vals sem var mjög lofandi framan af leik hikstaði einnig verulega er leið á fyrri hálfleikinn og því var munurinn ekki meiri en fjögur mörk. Valsmenn mættu hálf vankaðir til leiks í seinni hálfleik. Það var eins og leikmenn liðsins teldu úrslitin ráðin og ÍR náði fljótt að jafna metin og var leikurinn í raun æsispennandi nánast allt til loka leiksins þó ÍR næði aldrei að komast yfir. Það sem réði í raun úrslitum í lokin var að Valur nýtti færin sín á sama tíma og ÍR-ingar virtust fara á taugum og skutu ýmist framhjá eða létu Hlyn Morthens verja frá sér úr ákjósanlegum færum. Það var því Valur sem fagnaði sigri og minnkaði forskot Hauka á toppi deildarinnar niður í tvö stig en Haukar eiga leik til góða á laugardag. ÍR er í slæmri stöðu í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið er fjórum stigum á eftir FH sem á leik til góða annað kvöld og ekki nema sex umferðir eftir af mótinu. ÍR-ingar mega ekki við mörgum töpum í viðbót í jöfnum leiknum en liðið hefur nú leikið þrjá leiki eftir áramót sem allir hafa verið jafnir en aðeins uppskorið eitt stig. Óskar Bjarni: Slökuðum á og þá var þetta erfitt„Ekki var þetta fallegt nei,“ tók Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals undir með blaðamanni eftir leikinn en benti þó á að Guðmund Hólmar Helgason vantaði í lið Vals og hann var að reyna leikmenn í nýjum hlutverkum. „Ýmir Örn Gíslason var í fyrsta skipti á miðjunni. Hann hefur spilað í vörninni en vetur og spilaði hann vel. Elvar (Friðriksson) er að komast í gírinn. Hann er ekki í miklu spilformi. „Mér fannst við sýna breidd en við mættum ekki alveg til leiks í seinni hálfleik. Við bárum ekki nógu mikla virðingu fyrir andstæðingnum, slökuðum á og þá var þetta erfitt. „ÍR-ingar geta spilað góða vörn og mjatla sóknarlega. Ingi Rafn (Róbertsson) var frábær hjá þeim í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni. Óskar Bjarni var óánægður með að Valur keyrði ekki meira á ÍR í fyrri hálfleik. „Við keyrðum ekki nóg í bakið á þeim í fyrri hálfleik miðað við að þeir skora bara 9 mörk. Það vantaði ákveðni og að keyra hraða miðju og seinni bylgjuna. „Í seinni hálfleik vorum við varfærnir en sýndum styrk. Ég er ánægður með margt þó ég sé óánægður með eitthvað líka.“ Valur mætir Haukum í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í næstu viku. „Við höfum spilað illa á móti Haukum í þremur leikjum í vetur. Þeir hafa verið mun sterkari og verið örlítið meira sannfærandi í vetur. „En bikar er bikar. Við ætlum okkur að taka þá. Það er betra að fá þá í undanúrslitum. Þá hefur þú alla vikuna til að hugsa um Haukana þó það verði gríðarlega erfitt. Við verðum að poppa eitthvað nýtt fram og koma með einhverja töfra,“ sagði Óskar Bjarni. Bjarni: Gjörsamlega óþolandi„Þetta er saga tímabilsins, það vantar herslumuninn,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR vægast sagt svekktur að lið hans hafi ekki farið betur með færin seint í leiknum í kvöld. „Við byrjum mjög illa, vægast sagt. Menn voru greinilega ekki nægjanlega vel undirbúnir í kollinum. Við vorum í raun heppnir að vera bara fjórum undir í hálfleik.“ Allt annað var að sjá til ÍR í byrjun seinni hálfleiks og náðu þjálfarar liðsins að berja trú í sína menn inni í klefa. „Við finnum að við getum unnið þetta lið og þá kemur þetta. Þá fara menn að fá trúna á þetta og sækja. Þá kemur allt annað lið til leiks í seinni hálfleik. Þá eru menn góðir eins og við höfum verið í allan vetur. „Svo kemur hikstið undir lokin þegar allt er undir. Augljóslega er það eitthvað sem vantar upp á. Eitthvað andlegt. Bubbi (Hlynur Morthens) tekur nokkur dauðafæri þegar við náum að opna þá vel í seinni hálfleik. „Það er gjörsamlega óþolandi. Við vorum flottir en svo kemur eitthvað algjört rugl,“ sagið Bjarni sem segir það ekki vera flókið sem liðið þurfi að gera til rífa sig upp úr fallsæti. „Við þurfum að vinna leiki og helst nokkra og helst nokkra í röð og það fljótlega. Liðið er flott. Liðið er að spila vel. „Við höfum spilað vel í þessum þremur leikjum eftir áramót. Við verðum að halda því áfram og sækja þessa sigra. Sigurviljan vantar upp á. „Menn eiga ekki að sætta sig við að vinna næstum því. Þú færð ekkert út úr því að vinna næstum því. Þú græðir ekkert á því að fá klapp á bakið fyrir að hafa staðið þig vel í kvöld gegn góðu liði. Það skiptir engu máli. „Þetta byrjaði að trufla okkur þegar við vorum efstir. Það skiptir engu máli hvað er búið að gerast eða er að fara að gerast. Það skiptir máli að vera í núinu og gefa sig allan í þetta,“ sagði Bjarni. Olís-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. Valur byrjaði leikinn mun betur. Liðið skoraði þrjú fyrstu mörkin og náði ÍR ekki að vinna það forskot upp fyrr en í seinni hálfleik. ÍR-ingar virkuðu andlausir í byrjun leik og þurfti Bjarni Fritzson þjálfari að taka leikhlé til að vekja sína menn. Sóknarleikur ÍR var mjög slakur í fyrri hálfleik og ef ekki hefði verið fyrir góða frammistöðu Inga Rafns Róbertssonar í sókninni hefði ÍR ekki náð að skora 9 mörk í hálfleiknum. Sóknarleikur Vals sem var mjög lofandi framan af leik hikstaði einnig verulega er leið á fyrri hálfleikinn og því var munurinn ekki meiri en fjögur mörk. Valsmenn mættu hálf vankaðir til leiks í seinni hálfleik. Það var eins og leikmenn liðsins teldu úrslitin ráðin og ÍR náði fljótt að jafna metin og var leikurinn í raun æsispennandi nánast allt til loka leiksins þó ÍR næði aldrei að komast yfir. Það sem réði í raun úrslitum í lokin var að Valur nýtti færin sín á sama tíma og ÍR-ingar virtust fara á taugum og skutu ýmist framhjá eða létu Hlyn Morthens verja frá sér úr ákjósanlegum færum. Það var því Valur sem fagnaði sigri og minnkaði forskot Hauka á toppi deildarinnar niður í tvö stig en Haukar eiga leik til góða á laugardag. ÍR er í slæmri stöðu í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið er fjórum stigum á eftir FH sem á leik til góða annað kvöld og ekki nema sex umferðir eftir af mótinu. ÍR-ingar mega ekki við mörgum töpum í viðbót í jöfnum leiknum en liðið hefur nú leikið þrjá leiki eftir áramót sem allir hafa verið jafnir en aðeins uppskorið eitt stig. Óskar Bjarni: Slökuðum á og þá var þetta erfitt„Ekki var þetta fallegt nei,“ tók Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals undir með blaðamanni eftir leikinn en benti þó á að Guðmund Hólmar Helgason vantaði í lið Vals og hann var að reyna leikmenn í nýjum hlutverkum. „Ýmir Örn Gíslason var í fyrsta skipti á miðjunni. Hann hefur spilað í vörninni en vetur og spilaði hann vel. Elvar (Friðriksson) er að komast í gírinn. Hann er ekki í miklu spilformi. „Mér fannst við sýna breidd en við mættum ekki alveg til leiks í seinni hálfleik. Við bárum ekki nógu mikla virðingu fyrir andstæðingnum, slökuðum á og þá var þetta erfitt. „ÍR-ingar geta spilað góða vörn og mjatla sóknarlega. Ingi Rafn (Róbertsson) var frábær hjá þeim í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni. Óskar Bjarni var óánægður með að Valur keyrði ekki meira á ÍR í fyrri hálfleik. „Við keyrðum ekki nóg í bakið á þeim í fyrri hálfleik miðað við að þeir skora bara 9 mörk. Það vantaði ákveðni og að keyra hraða miðju og seinni bylgjuna. „Í seinni hálfleik vorum við varfærnir en sýndum styrk. Ég er ánægður með margt þó ég sé óánægður með eitthvað líka.“ Valur mætir Haukum í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í næstu viku. „Við höfum spilað illa á móti Haukum í þremur leikjum í vetur. Þeir hafa verið mun sterkari og verið örlítið meira sannfærandi í vetur. „En bikar er bikar. Við ætlum okkur að taka þá. Það er betra að fá þá í undanúrslitum. Þá hefur þú alla vikuna til að hugsa um Haukana þó það verði gríðarlega erfitt. Við verðum að poppa eitthvað nýtt fram og koma með einhverja töfra,“ sagði Óskar Bjarni. Bjarni: Gjörsamlega óþolandi„Þetta er saga tímabilsins, það vantar herslumuninn,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR vægast sagt svekktur að lið hans hafi ekki farið betur með færin seint í leiknum í kvöld. „Við byrjum mjög illa, vægast sagt. Menn voru greinilega ekki nægjanlega vel undirbúnir í kollinum. Við vorum í raun heppnir að vera bara fjórum undir í hálfleik.“ Allt annað var að sjá til ÍR í byrjun seinni hálfleiks og náðu þjálfarar liðsins að berja trú í sína menn inni í klefa. „Við finnum að við getum unnið þetta lið og þá kemur þetta. Þá fara menn að fá trúna á þetta og sækja. Þá kemur allt annað lið til leiks í seinni hálfleik. Þá eru menn góðir eins og við höfum verið í allan vetur. „Svo kemur hikstið undir lokin þegar allt er undir. Augljóslega er það eitthvað sem vantar upp á. Eitthvað andlegt. Bubbi (Hlynur Morthens) tekur nokkur dauðafæri þegar við náum að opna þá vel í seinni hálfleik. „Það er gjörsamlega óþolandi. Við vorum flottir en svo kemur eitthvað algjört rugl,“ sagið Bjarni sem segir það ekki vera flókið sem liðið þurfi að gera til rífa sig upp úr fallsæti. „Við þurfum að vinna leiki og helst nokkra og helst nokkra í röð og það fljótlega. Liðið er flott. Liðið er að spila vel. „Við höfum spilað vel í þessum þremur leikjum eftir áramót. Við verðum að halda því áfram og sækja þessa sigra. Sigurviljan vantar upp á. „Menn eiga ekki að sætta sig við að vinna næstum því. Þú færð ekkert út úr því að vinna næstum því. Þú græðir ekkert á því að fá klapp á bakið fyrir að hafa staðið þig vel í kvöld gegn góðu liði. Það skiptir engu máli. „Þetta byrjaði að trufla okkur þegar við vorum efstir. Það skiptir engu máli hvað er búið að gerast eða er að fara að gerast. Það skiptir máli að vera í núinu og gefa sig allan í þetta,“ sagði Bjarni.
Olís-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira