Brasilíumaðurinn Jose Aldo spáir því að Írinn Conor McGregor muni ekki eiga gott ár og verði án titils í lok ársins.
Conor aftur á móti ætlar sér að vera með tvö, og jafnvel þrjú, belti í lok þessa árs.
Aldo er enn að sleikja sárin eftir að hafa verið rotaður af McGregor á 13 sekúndum í titilbardaga þeirra í desember. Næst mætir Conor landa Aldo, Rafael dos Anjos, í bardaga um léttvigtarbeltið.
„Það verður erfitt fyrir Conor. Ég er á því að hann verði ekki með neitt belti í lok ársins. Þess utan munu allir gleyma honum,“ segir Aldo.
„Hann á sér þennan draum en það er alveg klárt að hann verður ekki heimsmeistari í lok ársins. Ég sé Rafael vinna hann í mars og ég mun svo endurheimta mitt belti. Það er staðreynd.“
