Urgur vegna Eddunnar Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2016 10:27 Vísir hefur rætt við fjölda manna í kvikmyndageiranum og má þar greina verulega óánægju, en hins vegar bregður svo við að Eddufólk hefur ekki heyrt neinar gagnrýniraddir -- fyrr en nú. Eddan 2016, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), verður haldin sunnudagskvöldið 28. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Sama kvöld verða Óskarsverðlaunin afhent og hafa menn það til marks um klúður sem virðist einkenna verðlaunaafhendinguna að þessu sinni. Talsmenn Eddunnar kannast hins vegar ekkert við neinar gagnrýnisraddir, þeir eru að heyra þær fyrst nú og segjast ekki vita hvernig þetta megi öðruvísi vera.Sjónvarpshlutinn vængbrotinnVísir hefur rætt við fjölda manna innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans og eru menn á einu máli að vart hefði verið hægt að finna verra kvöld. Þegar spurt verður að leikslokum, hver vann Óskarinn og hver vann Edduna, þá hlýtur Edduverðlaunahafinn að vera neðanmálsgrein – í raun er þetta ekki til neins fallið annars en undirstrika hverju kjánaleg og smá Eddan er. (Já, margir viðmælendur Vísis drógu hvergi af sér.) En, það að Eddan og Óskarinn séu á dagskrá á sama tíma má heita aukaatriði þessa máls. Jón Gnarr dagskrárstjóri Stöðvar 2 dró sjónvarpsstöðina út úr Eddunni sem frægt varð, sem þýðir að sjónvarpshlutinn er eins og vængbrotinn fugl. RUV-arar keppa sín á milli nema tilfallandi, við Hringbraut, N4 og auglýsingastofuna Pipar/TBWA.Hér má sjá tilnefningarnar í heild sinni. Ýmsir sem Vísir hefur rætt við furða sig á því af hverju aðstandendur Eddunnar reyndu ekki að ná samningum við Stöð 2 því án þátttöku stöðvarinnar sé þetta hvorki fugl né fiskur. Jón Gnarr segir, í samtali við Vísi, þetta hafa verið ákvörðun sem tók sig sjálf. Ferli í þá átt hafi verið hafið þegar hann kom að málum og Eddu-fólk reyndi ekkert til að komast að samkomulagi. Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að ekki hafi komið til greina að breyta reglum, það sé ekki hægt að lofa styttum.Hvar er Ófærð?Ekki lyfta menn síður brúnum þegar litið er til tilnefninga í kvikmyndahluta verðlaunahátíðarinnar. Hvar er Ófærð? Um er að ræða metnaðarfyllstu þáttagerð fyrir sjónvarp sem ráðist hefur verið í hér á landi. Öll viðmið eru hærri en áður hefur þekkst og árangurinn eftir því. Sennilega hafa nú fleiri séð Ófærð en alla dagskrárgerð á íslensku samanlagt frá upphafi. Sjö milljónir á viku hafa fylgst með; áætlað er að ein og hálf milljón manns hafi horft á í Bretlandi, fimm milljónir manns í Frakklandi og hálf milljón í Noregi. Þetta eru aðeins þrjú af þrjátíu löndum sem ætla að sýna þættina. Búist er við góðum viðtökum í Þýskalandi og Japan, svo dæmi séu nefnd. Þeim mun hjákátlegra er að líta til þess að Ófærð fær aðeins fjórar tilnefningar: leikari í aukahlutverki, brellur, tónlist og leikið sjónvarpsefni.Klaufalegra en nokkru sinniÓfærð er eftir Baltasar Kormák og hann segir að menn deili ekki um smekk. „En, það er von þú spyrjir. Ég get ekki svarað þessu. Þetta er smekkur manna. Það er bara þannig,“ segir Baltasar:Baltasar segir að auðvitað sé alltaf gaman að fá verðlaun. En, honum finnst nú heldur illa fyrir Edduverðlaununum komið.Vísir„Veistu, ég nenni ekki að vera einhver fúll á móti. En, auðvitað er það klaufalegt að Ófærð sé með þetta fáar tilnefningar. Handritið hefur verið lofað, í Guardian til dæmis, og sagt jafnvel betra en Brúin, jafn fáguð kvikmyndagerð og meira „intense“ og „claustrophobic“ en Forbrydelsen. Það var alltaf mitt markmið, að komast inn á þá slóð sem þar var fetuð og það hefur tekist og rúmlega það. Það sætir furðu að litið sé hjá fagfólkinu sem starfaði að Ófærð, til dæmis sé litið til þess að Bergsteinn Björgúlfsson var tilnefndur til stærstu tökumannaverðlauna í heimi fyrir Ófærð; Camera Image í Póllandi, eftir að fyrsti þátturinn hafði verið sýndur.“Trúverðugleiki Edduverðlaunanna að litlu orðinnBaltasar segir verðlaun fín til að vekja athygli á verkum manna á þessu sviði en hann telur áhersluna á þau alltof mikla. Miklu mikilvægara er að eitthvað njóti áhorfs en verðlauna. „Þetta segi ég alveg einlæglega. Óskarsverðlaun og hvað það heitir, þar er verið að elta skottið á sjálfum sér. Mér persónulega sem áhorfanda er alveg sama um þetta. Ég horfi ekki á myndir með þetta í huga sjálfur, annað hvort nær þetta til manns eða ekki. En, kannski hafa þeir bara verið óheppnir? Tilnefningarnar voru viku áður en góð viðbrögð komu í ljós. Líklegt verður að teljast að þetta komi niður á þessum verðlaunum, að þau teljist ómarktækari og skipti litlu máli, að efni sem er að slá í gegn á Íslandi og víðar sé varla með,“ segir Baltasar Kormákur.Hvar er Ófærð? Hvar er Ilmur, Ólafur Darri, Ingvar, Pálmi ... Baltasar sjálfur og allt fagfólkið sem stóð að metnaðarfyllstu kvikmyndagerð sem ráðist hefur verið í á íslensku?Baltasar Kormákur telur verðlaunin hafa átt erfitt uppdráttar lengi, þá með að orka trúverðug í augum almennings og þetta sé ekki til að bæta úr skák.Eddan aldrei jafn átakanleg og nú„Þar sem ég hef nú lifað fyrir kvikmyndir frá því ég man eftir mér, skrifað um þær í tæpa tvo áratugi og haft óeðlilegan áhuga á verðlaunaafhendingum, sérstaklega Óskarnum auðvitað, hef ég oft furðað mig á Eddunni,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, og sérfróður um kvikmyndir en hann hefur fjallað um þær áratugum saman. Vísir spurði hann einfaldlega hvernig Eddan kæmi honum fyrir sjónir? „Eddan er auðvitað virðingarverð eins langt og hún nær en mig minnir að ég hafi einhvern tíma lagt til í pistli að hún yrði haldin á svona um það bil fjögurra ára fresti. Einfaldlega vegna þess að við erum dvergþjóð og framleiðum ekki það mikið af gæðaefni árlega til þess að standa undir svona árshátíð. Málið flækist svo enn frekar þar sem vitaskuld eru alltaf sömu „talentarnir“ að glansa ár eftir ár. Og maður hefur alveg haft áhyggjur af burðarþoli verðlaunahillu Ingvars E. til dæmis. Það er alltaf sama fólkið sem rústar þessu. En aldrei hefur mér þótt Eddan jafn átakanleg og nú,“ útskýrir Þórarinn fyrir blaðamanni. Hann segir að tilnefningarnar komi sér vægast sagt spánskt fyrir sjónir að þessu sinni.Myndi sniðganga hátíðina í sporum Balta„Auðvitað er alger skandall að Ófærð slefi inn með heilar fjórar. Venjulega er það sem best er gert á Íslandi með á annan tug tilnefninga og nú loksins þegar alvöru gæðastöff í sjónvarpi er með í leiknum er uppskeran ekki betri en þetta. Ófærð gefur loksins tækifæri á að puðra tilnefningum í allar áttir með góðri samvisku.“Þórarinn er líkast til einn helsti sérfræðingur Íslands í kvikmyndum og þá ekki síður kvikmyndahátíðum. Hér er hann á Cannes-hátíðinni 2005, og biður Friðrik Þór afsökunar á hörðum dómi um Niceland.Þórarinn spyr: „Hvar er Pálmi Gestsson sem besti aukaleikarinn? Nú eða Ingvar? Hvar er Þorsteinn Bachmann sem hefur farið á kostum í þáttunum. Að ógleymdum Ólafi Darra sem er sementið sem heldur Ófærð saman? Steinunn Ólína? Sigrún Edda? Og tæknilega hliðin. Elísabet Ronaldsdóttir, klippari á heimsmælikvarða, ekki tilnefnd fyrir Ófærð! Og svona mætti lengi telja.“ Þórarinn segir að Vestanhafs sé fólk að æsa sig yfir að aðeins hvítt fólk sé tilnefnt í öllum helstu flokkum og fólk íhugi að sniðganga hátíðina. „Hér hljótum við að spyrja: Hvar er Ófærð? Ég myndi, í sporum Baltasars og hans fólks, sleppa því að mæta í mótmælaskyni. Þetta er skandall. Loksins þegar tilefni er til að verðlauna haug af fólki klikkar þessi íslenska akademía algerlega. Ekki ætla ég að horfa á þetta. Svo mikið er víst.“Fínt að menn hafi skoðanir á EddunniÁsgrímur Sverrisson er ritstjóri Klapptrés, sérvefs um kvikmyndir og sjónvarp auk þess að vera einn af stofnendum Eddu-verðlaunanna. Hann vill taka annan pól í hæðina.Ásgrímur fagnar umræðunni en er ekki búinn að gera upp við sig hvort hann muni tjá sig um tilnefningarnar, það yrði þá í hans eigin fjölmiðli.„Mér finnst fagnaðarefni að menn séu að tjá sig og láta í ljós sínar skoðanir á Edduverðlaunum. Ég lærði það fyrir löngu að það að menn séu að fjargviðrast yfir Eddunni á ýmsan hátt, það er stór hluti af hátíðarhöldunum. Það er bara gott að sem flestir láti sína skoðun í ljós, bæði á verðlaununum sjálfum og svo tilnefningunum. Svo geta menn bara haft sínar einstöku skoðanir á þeim ... þetta er bara hluti af leiknum. Þetta er allstaðar svona. Maður tekur líka eftir því í allri umræðu í Bandaríkjunum um Óskarinn, til dæmis, að þar eru menn með allskonar skoðanir á því hversu skelfilega leiðinlegt þetta sé og allt uppí hversu frábært þetta sé. Og allt þar á milli.“Hvar er Ófærð? „Þú verður eiginlega að spyrja valnefndirnar að því. Ég var ekki í þeim að þessu sinni,“ segir Ásgrímur. Og bætir því við að hann hafi ekki gert það upp við sig hvort hann hyggist tjá sig um einstakar tilnefningar.Forsvarsmenn Eddunnar ekki heyrt af óánægjuHilmar Sigurðsson er formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem stendur fyrir Edduhátíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt af neinum urgi vegna Eddunnar. Sem kemur blaðamanni á óvart í ljósi þess sem áður segir.Hilmar, forsetinn og fleiri gestir við afhendingu Edduverðlaunanna.Vegna tilnefninganna þá vísar hann í starfsreglur Eddunnar, hann telur ólíklegt að menn vilji tjá sig um tilnefningarnar en vísar að öðru leyti öllum fyrirspurnum til framkvæmdastjóra Eddunnar, sem er Brynhildur Ólafsdóttir. Hún hefur ekki heyrt neinar óánægjuraddir heldur. „Þetta er bara það sem kemur út úr valnefndinni,“ segir Brynhildur. Hún bendir á að ítrekað hafi verið farið yfir fyrirkomulagið og Brynhildur auglýsir eftir því hvernig þetta má öðru vísi vera. „Ég hef verið framkvæmdastjóri nú í fimm ár og það hefur aldrei verið Edda þar sem allir hafa verið ánægðir. Þessi bransi er ein stór hamingjusöm fjölskylda og eins og í öllum góðum fjölskyldum eru skiptar skoðanir um hvort sinnepið eigi að vera ofan á pylsunni eða undir.“Eins faglega að staðið og unnt erBrynhildur segir að 28 manns sitji í fjórum valnefndum og þeir skoði mismunandi þætti sem snúa að þessu fagi: Heimildamyndir, sjónvarpsefni, leikið efni og svo eru fagverðlaun. Þessar nefndir hittast aldrei, ekki einu sinni innbyrðis og er það með ráðum gert, til að koma í veg fyrir samantekin ráð og að einhver einn geti verið ráðandi. „Þetta eru því persónulegar skoðanir þessara 28 sem eru undir.“Brynhildur segir að ekki sé hægt að lofa fólki styttum, að tilnefningum sé staðið eins faglega og kostur er.Brynhildur fer með blaðamanni í gegnum tiltölulega flókið og úthugsað valnefndakerfið og svo kýs akademían um sigurvegara úr hópi hinna tilnefndu. Það er stór hópur þeirra sem starfa í bransanum og þarf hver og einn að borga tvö þúsund krónur, aðildargjald, áður en tilnefningar liggja fyrir, til að hafa kosningarétt.Ekki hægt að lofa fólki styttum„Og það eru aldeilis ekki allir alltaf sammála um þá niðurstöðu, hver hlýtur styttuna. Allir geta haft skoðanir á þessu og það er bara sjálfsagt. Við gerum þetta eins og best við getum og fyrirkomulagið miðar að því að ekki sé hægt að smala, klíkuskapur er útilokaður, valnefndirnar hafa aðgang að öllu efni og við fylgjumst meira að segja með því að þær hafi sannarlega horft. Meira getum við ekki gert,“ segir Brynhildur. Hún segir jafnframt að auðvitað hefði hún vilja hafa Stöð 2 með. „Að sjálfsögðu. Við getum ekki lofað styttum. Ég sé ekki hvernig hægt er að gera kerfi sem er réttlátara en það sem við búum við,“ segir Brynhildur og bendir á að fyrirkomulagið sé í stöðugri endurskoðun.Óskar og styttuhallæriÞó það megi ef til vill heita aukaatriði verður ekki hjá því komist að spyrja framkvæmdastjóra Eddunnar um tímasetninguna.Er ekki óheppilegt að þetta sé á dagskrá á sama tíma og Óskarinn?Verðlaunahafar taka við lánsstyttum við afhendinguna, en fá sínar styttur seinna. Afsteypan frá Kína reyndist gölluð.„Það eru kostir og gallar. Þetta var ekki upphaflega tímasetningin sem við stefndum að. En þetta æxlaðist svona og það má alveg líta á það sem kost líka, þetta er stórt og mikið kvöld fyrir alla kvikmyndaáhugamenn og þeir sem eru á Eddunni halda áfram í Óskarspartíi. Ég býst við að allir erlendir fjölmiðlar fjalli meira um Óskarinn en Edduna.“ Blaðamaður Vísis hefur heyrt það haft til marks um að Eddan sé hreinlega í molum að verðlaunastytturnar til verðlaunahafa verði ekki til reiðu í tæka tíð? „Það er alveg rétt,“ segir Brynhildur. „Þetta er þannig að fyrir þremur árum fór ég af stað með að panta nýjar styttur því þær eru steyptar í Kína. Þetta tekur tíma og ég hélt að ég væri með vaðið fyrir neðan mig. Þegar til kom og við fengum stytturnar kom í ljós að þær voru gallaðar, við gátum ekki samþykkt þær og þurftum að láta steypa þær uppá nýtt og það náðist ekki í tæka tíð. Við eigum einhverjar fimmtán til sautján og notum þær en erum ekki að leyfa öllum að fara með þær heim. Þau fá endanlega styttu merkta síðar.“ Eddan Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Sjá meira
Eddan 2016, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), verður haldin sunnudagskvöldið 28. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Sama kvöld verða Óskarsverðlaunin afhent og hafa menn það til marks um klúður sem virðist einkenna verðlaunaafhendinguna að þessu sinni. Talsmenn Eddunnar kannast hins vegar ekkert við neinar gagnrýnisraddir, þeir eru að heyra þær fyrst nú og segjast ekki vita hvernig þetta megi öðruvísi vera.Sjónvarpshlutinn vængbrotinnVísir hefur rætt við fjölda manna innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans og eru menn á einu máli að vart hefði verið hægt að finna verra kvöld. Þegar spurt verður að leikslokum, hver vann Óskarinn og hver vann Edduna, þá hlýtur Edduverðlaunahafinn að vera neðanmálsgrein – í raun er þetta ekki til neins fallið annars en undirstrika hverju kjánaleg og smá Eddan er. (Já, margir viðmælendur Vísis drógu hvergi af sér.) En, það að Eddan og Óskarinn séu á dagskrá á sama tíma má heita aukaatriði þessa máls. Jón Gnarr dagskrárstjóri Stöðvar 2 dró sjónvarpsstöðina út úr Eddunni sem frægt varð, sem þýðir að sjónvarpshlutinn er eins og vængbrotinn fugl. RUV-arar keppa sín á milli nema tilfallandi, við Hringbraut, N4 og auglýsingastofuna Pipar/TBWA.Hér má sjá tilnefningarnar í heild sinni. Ýmsir sem Vísir hefur rætt við furða sig á því af hverju aðstandendur Eddunnar reyndu ekki að ná samningum við Stöð 2 því án þátttöku stöðvarinnar sé þetta hvorki fugl né fiskur. Jón Gnarr segir, í samtali við Vísi, þetta hafa verið ákvörðun sem tók sig sjálf. Ferli í þá átt hafi verið hafið þegar hann kom að málum og Eddu-fólk reyndi ekkert til að komast að samkomulagi. Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að ekki hafi komið til greina að breyta reglum, það sé ekki hægt að lofa styttum.Hvar er Ófærð?Ekki lyfta menn síður brúnum þegar litið er til tilnefninga í kvikmyndahluta verðlaunahátíðarinnar. Hvar er Ófærð? Um er að ræða metnaðarfyllstu þáttagerð fyrir sjónvarp sem ráðist hefur verið í hér á landi. Öll viðmið eru hærri en áður hefur þekkst og árangurinn eftir því. Sennilega hafa nú fleiri séð Ófærð en alla dagskrárgerð á íslensku samanlagt frá upphafi. Sjö milljónir á viku hafa fylgst með; áætlað er að ein og hálf milljón manns hafi horft á í Bretlandi, fimm milljónir manns í Frakklandi og hálf milljón í Noregi. Þetta eru aðeins þrjú af þrjátíu löndum sem ætla að sýna þættina. Búist er við góðum viðtökum í Þýskalandi og Japan, svo dæmi séu nefnd. Þeim mun hjákátlegra er að líta til þess að Ófærð fær aðeins fjórar tilnefningar: leikari í aukahlutverki, brellur, tónlist og leikið sjónvarpsefni.Klaufalegra en nokkru sinniÓfærð er eftir Baltasar Kormák og hann segir að menn deili ekki um smekk. „En, það er von þú spyrjir. Ég get ekki svarað þessu. Þetta er smekkur manna. Það er bara þannig,“ segir Baltasar:Baltasar segir að auðvitað sé alltaf gaman að fá verðlaun. En, honum finnst nú heldur illa fyrir Edduverðlaununum komið.Vísir„Veistu, ég nenni ekki að vera einhver fúll á móti. En, auðvitað er það klaufalegt að Ófærð sé með þetta fáar tilnefningar. Handritið hefur verið lofað, í Guardian til dæmis, og sagt jafnvel betra en Brúin, jafn fáguð kvikmyndagerð og meira „intense“ og „claustrophobic“ en Forbrydelsen. Það var alltaf mitt markmið, að komast inn á þá slóð sem þar var fetuð og það hefur tekist og rúmlega það. Það sætir furðu að litið sé hjá fagfólkinu sem starfaði að Ófærð, til dæmis sé litið til þess að Bergsteinn Björgúlfsson var tilnefndur til stærstu tökumannaverðlauna í heimi fyrir Ófærð; Camera Image í Póllandi, eftir að fyrsti þátturinn hafði verið sýndur.“Trúverðugleiki Edduverðlaunanna að litlu orðinnBaltasar segir verðlaun fín til að vekja athygli á verkum manna á þessu sviði en hann telur áhersluna á þau alltof mikla. Miklu mikilvægara er að eitthvað njóti áhorfs en verðlauna. „Þetta segi ég alveg einlæglega. Óskarsverðlaun og hvað það heitir, þar er verið að elta skottið á sjálfum sér. Mér persónulega sem áhorfanda er alveg sama um þetta. Ég horfi ekki á myndir með þetta í huga sjálfur, annað hvort nær þetta til manns eða ekki. En, kannski hafa þeir bara verið óheppnir? Tilnefningarnar voru viku áður en góð viðbrögð komu í ljós. Líklegt verður að teljast að þetta komi niður á þessum verðlaunum, að þau teljist ómarktækari og skipti litlu máli, að efni sem er að slá í gegn á Íslandi og víðar sé varla með,“ segir Baltasar Kormákur.Hvar er Ófærð? Hvar er Ilmur, Ólafur Darri, Ingvar, Pálmi ... Baltasar sjálfur og allt fagfólkið sem stóð að metnaðarfyllstu kvikmyndagerð sem ráðist hefur verið í á íslensku?Baltasar Kormákur telur verðlaunin hafa átt erfitt uppdráttar lengi, þá með að orka trúverðug í augum almennings og þetta sé ekki til að bæta úr skák.Eddan aldrei jafn átakanleg og nú„Þar sem ég hef nú lifað fyrir kvikmyndir frá því ég man eftir mér, skrifað um þær í tæpa tvo áratugi og haft óeðlilegan áhuga á verðlaunaafhendingum, sérstaklega Óskarnum auðvitað, hef ég oft furðað mig á Eddunni,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, og sérfróður um kvikmyndir en hann hefur fjallað um þær áratugum saman. Vísir spurði hann einfaldlega hvernig Eddan kæmi honum fyrir sjónir? „Eddan er auðvitað virðingarverð eins langt og hún nær en mig minnir að ég hafi einhvern tíma lagt til í pistli að hún yrði haldin á svona um það bil fjögurra ára fresti. Einfaldlega vegna þess að við erum dvergþjóð og framleiðum ekki það mikið af gæðaefni árlega til þess að standa undir svona árshátíð. Málið flækist svo enn frekar þar sem vitaskuld eru alltaf sömu „talentarnir“ að glansa ár eftir ár. Og maður hefur alveg haft áhyggjur af burðarþoli verðlaunahillu Ingvars E. til dæmis. Það er alltaf sama fólkið sem rústar þessu. En aldrei hefur mér þótt Eddan jafn átakanleg og nú,“ útskýrir Þórarinn fyrir blaðamanni. Hann segir að tilnefningarnar komi sér vægast sagt spánskt fyrir sjónir að þessu sinni.Myndi sniðganga hátíðina í sporum Balta„Auðvitað er alger skandall að Ófærð slefi inn með heilar fjórar. Venjulega er það sem best er gert á Íslandi með á annan tug tilnefninga og nú loksins þegar alvöru gæðastöff í sjónvarpi er með í leiknum er uppskeran ekki betri en þetta. Ófærð gefur loksins tækifæri á að puðra tilnefningum í allar áttir með góðri samvisku.“Þórarinn er líkast til einn helsti sérfræðingur Íslands í kvikmyndum og þá ekki síður kvikmyndahátíðum. Hér er hann á Cannes-hátíðinni 2005, og biður Friðrik Þór afsökunar á hörðum dómi um Niceland.Þórarinn spyr: „Hvar er Pálmi Gestsson sem besti aukaleikarinn? Nú eða Ingvar? Hvar er Þorsteinn Bachmann sem hefur farið á kostum í þáttunum. Að ógleymdum Ólafi Darra sem er sementið sem heldur Ófærð saman? Steinunn Ólína? Sigrún Edda? Og tæknilega hliðin. Elísabet Ronaldsdóttir, klippari á heimsmælikvarða, ekki tilnefnd fyrir Ófærð! Og svona mætti lengi telja.“ Þórarinn segir að Vestanhafs sé fólk að æsa sig yfir að aðeins hvítt fólk sé tilnefnt í öllum helstu flokkum og fólk íhugi að sniðganga hátíðina. „Hér hljótum við að spyrja: Hvar er Ófærð? Ég myndi, í sporum Baltasars og hans fólks, sleppa því að mæta í mótmælaskyni. Þetta er skandall. Loksins þegar tilefni er til að verðlauna haug af fólki klikkar þessi íslenska akademía algerlega. Ekki ætla ég að horfa á þetta. Svo mikið er víst.“Fínt að menn hafi skoðanir á EddunniÁsgrímur Sverrisson er ritstjóri Klapptrés, sérvefs um kvikmyndir og sjónvarp auk þess að vera einn af stofnendum Eddu-verðlaunanna. Hann vill taka annan pól í hæðina.Ásgrímur fagnar umræðunni en er ekki búinn að gera upp við sig hvort hann muni tjá sig um tilnefningarnar, það yrði þá í hans eigin fjölmiðli.„Mér finnst fagnaðarefni að menn séu að tjá sig og láta í ljós sínar skoðanir á Edduverðlaunum. Ég lærði það fyrir löngu að það að menn séu að fjargviðrast yfir Eddunni á ýmsan hátt, það er stór hluti af hátíðarhöldunum. Það er bara gott að sem flestir láti sína skoðun í ljós, bæði á verðlaununum sjálfum og svo tilnefningunum. Svo geta menn bara haft sínar einstöku skoðanir á þeim ... þetta er bara hluti af leiknum. Þetta er allstaðar svona. Maður tekur líka eftir því í allri umræðu í Bandaríkjunum um Óskarinn, til dæmis, að þar eru menn með allskonar skoðanir á því hversu skelfilega leiðinlegt þetta sé og allt uppí hversu frábært þetta sé. Og allt þar á milli.“Hvar er Ófærð? „Þú verður eiginlega að spyrja valnefndirnar að því. Ég var ekki í þeim að þessu sinni,“ segir Ásgrímur. Og bætir því við að hann hafi ekki gert það upp við sig hvort hann hyggist tjá sig um einstakar tilnefningar.Forsvarsmenn Eddunnar ekki heyrt af óánægjuHilmar Sigurðsson er formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem stendur fyrir Edduhátíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt af neinum urgi vegna Eddunnar. Sem kemur blaðamanni á óvart í ljósi þess sem áður segir.Hilmar, forsetinn og fleiri gestir við afhendingu Edduverðlaunanna.Vegna tilnefninganna þá vísar hann í starfsreglur Eddunnar, hann telur ólíklegt að menn vilji tjá sig um tilnefningarnar en vísar að öðru leyti öllum fyrirspurnum til framkvæmdastjóra Eddunnar, sem er Brynhildur Ólafsdóttir. Hún hefur ekki heyrt neinar óánægjuraddir heldur. „Þetta er bara það sem kemur út úr valnefndinni,“ segir Brynhildur. Hún bendir á að ítrekað hafi verið farið yfir fyrirkomulagið og Brynhildur auglýsir eftir því hvernig þetta má öðru vísi vera. „Ég hef verið framkvæmdastjóri nú í fimm ár og það hefur aldrei verið Edda þar sem allir hafa verið ánægðir. Þessi bransi er ein stór hamingjusöm fjölskylda og eins og í öllum góðum fjölskyldum eru skiptar skoðanir um hvort sinnepið eigi að vera ofan á pylsunni eða undir.“Eins faglega að staðið og unnt erBrynhildur segir að 28 manns sitji í fjórum valnefndum og þeir skoði mismunandi þætti sem snúa að þessu fagi: Heimildamyndir, sjónvarpsefni, leikið efni og svo eru fagverðlaun. Þessar nefndir hittast aldrei, ekki einu sinni innbyrðis og er það með ráðum gert, til að koma í veg fyrir samantekin ráð og að einhver einn geti verið ráðandi. „Þetta eru því persónulegar skoðanir þessara 28 sem eru undir.“Brynhildur segir að ekki sé hægt að lofa fólki styttum, að tilnefningum sé staðið eins faglega og kostur er.Brynhildur fer með blaðamanni í gegnum tiltölulega flókið og úthugsað valnefndakerfið og svo kýs akademían um sigurvegara úr hópi hinna tilnefndu. Það er stór hópur þeirra sem starfa í bransanum og þarf hver og einn að borga tvö þúsund krónur, aðildargjald, áður en tilnefningar liggja fyrir, til að hafa kosningarétt.Ekki hægt að lofa fólki styttum„Og það eru aldeilis ekki allir alltaf sammála um þá niðurstöðu, hver hlýtur styttuna. Allir geta haft skoðanir á þessu og það er bara sjálfsagt. Við gerum þetta eins og best við getum og fyrirkomulagið miðar að því að ekki sé hægt að smala, klíkuskapur er útilokaður, valnefndirnar hafa aðgang að öllu efni og við fylgjumst meira að segja með því að þær hafi sannarlega horft. Meira getum við ekki gert,“ segir Brynhildur. Hún segir jafnframt að auðvitað hefði hún vilja hafa Stöð 2 með. „Að sjálfsögðu. Við getum ekki lofað styttum. Ég sé ekki hvernig hægt er að gera kerfi sem er réttlátara en það sem við búum við,“ segir Brynhildur og bendir á að fyrirkomulagið sé í stöðugri endurskoðun.Óskar og styttuhallæriÞó það megi ef til vill heita aukaatriði verður ekki hjá því komist að spyrja framkvæmdastjóra Eddunnar um tímasetninguna.Er ekki óheppilegt að þetta sé á dagskrá á sama tíma og Óskarinn?Verðlaunahafar taka við lánsstyttum við afhendinguna, en fá sínar styttur seinna. Afsteypan frá Kína reyndist gölluð.„Það eru kostir og gallar. Þetta var ekki upphaflega tímasetningin sem við stefndum að. En þetta æxlaðist svona og það má alveg líta á það sem kost líka, þetta er stórt og mikið kvöld fyrir alla kvikmyndaáhugamenn og þeir sem eru á Eddunni halda áfram í Óskarspartíi. Ég býst við að allir erlendir fjölmiðlar fjalli meira um Óskarinn en Edduna.“ Blaðamaður Vísis hefur heyrt það haft til marks um að Eddan sé hreinlega í molum að verðlaunastytturnar til verðlaunahafa verði ekki til reiðu í tæka tíð? „Það er alveg rétt,“ segir Brynhildur. „Þetta er þannig að fyrir þremur árum fór ég af stað með að panta nýjar styttur því þær eru steyptar í Kína. Þetta tekur tíma og ég hélt að ég væri með vaðið fyrir neðan mig. Þegar til kom og við fengum stytturnar kom í ljós að þær voru gallaðar, við gátum ekki samþykkt þær og þurftum að láta steypa þær uppá nýtt og það náðist ekki í tæka tíð. Við eigum einhverjar fimmtán til sautján og notum þær en erum ekki að leyfa öllum að fara með þær heim. Þau fá endanlega styttu merkta síðar.“
Eddan Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Sjá meira