Skýra stefnu um sölu banka Birgir Ármannsson skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Þær óvenjulegu aðstæður hafa nú skapast hér á landi að langstærsti hluti bankakerfisins er kominn í hendur ríkisins. Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka, á megnið af hlutabréfum Landsbankans og nokkurn hlut í Arion banka. Óþarfi er að rekja hér hvernig þessar eignir komust í hendur ríkisins en á hinn bóginn er rétt að minna á að þessi staða er ekki til komin vegna þess að einhvern tímann hafi verið mörkuð sú stefna að ríkið skyldi verða yfirgnæfandi þátttakandi í bankarekstri í landinu. Þvert á móti hefur verið um það allgóður samhljómur að ríkið myndi við réttar aðstæður draga úr hlutdeild sinni þótt skoðanir hafi verið skiptar um hversu hratt það skuli gerast og hvort stefnt skuli að því að ríkið haldi eftir einhverjum hluta. Margvísleg rök eru fyrir sölu á þessum eignarhlutum. Tvennt vegur þyngst í mínum huga. Fyrra atriðið er að yfirgnæfandi hlutdeild ríkisins í atvinnustarfsemi á samkeppnismarkaði er að mínu mati óheilbrigð. Ríkinu ber að sjálfsögðu að setja þessari starfsemi ramma í lögum og reglugerðum og hafa eftirlit með því að aðilar á markaðnum haldi sig innan þeirra heimilda sem þar er að finna. Það er eftir slíkum leiðum sem ríkisvaldið á að ná fram markmiðum um eðlilegan og heilbrigðan rekstur en ekki með eignarhaldi á fyrirtækjunum sem starfa á markaðnum. Hin meginröksemdin er sú að sala þessara eigna getur bætt stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Flestir eru sammála um að skynsamlegast sé að verja söluandvirðinu til að greiða niður skuldir. Vaxtakostnaður er einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins og með verulegri lækkun skulda gæti skapast svigrúm sem nemur tugum milljarða á ári hverju. Það svigrúm mætti nýta hvort sem væri til lækkunar skatta, uppbyggingar innviða, eflingar heilbrigðiskerfisins eða annarrar mikilvægrar starfsemi. Þá er ótalinn sá ávinningur sem lækkun skulda ríkisins hefði á lánshæfismat, ekki bara fyrir ríkissjóð heldur líka aðra aðila hér á landi. Alþingi hefur með fjárlögum veitt heimild til að hefja sölu á 28,2% hlut í Landsbankanum. Það er mikilvægt fyrsta skref. Jafnframt er mikilvægt að marka skýra stefnu um sölu á öðrum hlutum ríkisins í bönkunum. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að ígrunda vel tímasetningar og aðferðir við söluna og grundvallaratriði að þannig sé staðið að málum að ferlið sé opið og gegnsætt. Með því móti er líklegast að víðtæk sátt náist um þessar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Ármannsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þær óvenjulegu aðstæður hafa nú skapast hér á landi að langstærsti hluti bankakerfisins er kominn í hendur ríkisins. Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka, á megnið af hlutabréfum Landsbankans og nokkurn hlut í Arion banka. Óþarfi er að rekja hér hvernig þessar eignir komust í hendur ríkisins en á hinn bóginn er rétt að minna á að þessi staða er ekki til komin vegna þess að einhvern tímann hafi verið mörkuð sú stefna að ríkið skyldi verða yfirgnæfandi þátttakandi í bankarekstri í landinu. Þvert á móti hefur verið um það allgóður samhljómur að ríkið myndi við réttar aðstæður draga úr hlutdeild sinni þótt skoðanir hafi verið skiptar um hversu hratt það skuli gerast og hvort stefnt skuli að því að ríkið haldi eftir einhverjum hluta. Margvísleg rök eru fyrir sölu á þessum eignarhlutum. Tvennt vegur þyngst í mínum huga. Fyrra atriðið er að yfirgnæfandi hlutdeild ríkisins í atvinnustarfsemi á samkeppnismarkaði er að mínu mati óheilbrigð. Ríkinu ber að sjálfsögðu að setja þessari starfsemi ramma í lögum og reglugerðum og hafa eftirlit með því að aðilar á markaðnum haldi sig innan þeirra heimilda sem þar er að finna. Það er eftir slíkum leiðum sem ríkisvaldið á að ná fram markmiðum um eðlilegan og heilbrigðan rekstur en ekki með eignarhaldi á fyrirtækjunum sem starfa á markaðnum. Hin meginröksemdin er sú að sala þessara eigna getur bætt stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Flestir eru sammála um að skynsamlegast sé að verja söluandvirðinu til að greiða niður skuldir. Vaxtakostnaður er einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins og með verulegri lækkun skulda gæti skapast svigrúm sem nemur tugum milljarða á ári hverju. Það svigrúm mætti nýta hvort sem væri til lækkunar skatta, uppbyggingar innviða, eflingar heilbrigðiskerfisins eða annarrar mikilvægrar starfsemi. Þá er ótalinn sá ávinningur sem lækkun skulda ríkisins hefði á lánshæfismat, ekki bara fyrir ríkissjóð heldur líka aðra aðila hér á landi. Alþingi hefur með fjárlögum veitt heimild til að hefja sölu á 28,2% hlut í Landsbankanum. Það er mikilvægt fyrsta skref. Jafnframt er mikilvægt að marka skýra stefnu um sölu á öðrum hlutum ríkisins í bönkunum. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að ígrunda vel tímasetningar og aðferðir við söluna og grundvallaratriði að þannig sé staðið að málum að ferlið sé opið og gegnsætt. Með því móti er líklegast að víðtæk sátt náist um þessar aðgerðir.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun