Grátandi Ronda: Ég íhugaði að taka eigið líf Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2016 16:00 Ronda Rousey talaði í fyrsta sinn opinberlega af einlægni um tapið gegn Holly Holm í desember á síðasta ári þegar hún heimsótti Ellen Degeneres í spjallþátt hennar í dag. Ronda var rotuð af Holly Holm en úrslitin eru ein þau óvæntustu í sögu UFC. Fram að tapinu gat engin snert Rondu í hringnum. „Þetta var þriðji titilbardaginn minn á níu mánuðum sem er eitthvað sem hefur aldrei áður verið gert. Ég nota það samt ekki sem afsökun. Mér fannst ég vera þreytt, en ég hef alveg verið þreyttari en ég var þarna,“ sagði Ronda sem lýsti svo hvernig hún missti allan mátt eftir fyrsta höggið hjá Holm. „Fyrsta höggið skar allan munninn á mér og losaði um tennurnar. Strákar berjast fimm sinnum fimm mínútna lotum og ekkert svona gerist. Þetta voru bara örlögin.“ „Mér leið eins og ég sá ekki neitt. Ég hafði ekki dýptarskyn og áttaði mig ekki á hversu langt var á milli handar minnar og andlitsins. Ég man ekki eftir stórum hluta bardagans,“ sagði Ronda. Ronda sagði frá því hvernig heilinn hætti að virka og hún óttaðist að hún gæti ekki barist aftur. „Ég sat í horninu í sjúkraherberginu og hugsaði: Hvað er ég ef ég get ekki stundað þetta áfram? Ég sat þarna og íhugaði að taka eigið líf. Mér fannst ég ekki vera neitt og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Það er öllum sama um mig ef ég er ekki þetta áfram,“ sagði Ronda, en það var kærasti hennar sem kom henni í gegnum allt saman. „Ég leit á Travis og hugsaði að ég þarf að eignast börn með honum og því halda mér á lífi. Þetta var það sem ég hugsaði. Ég veit ekki hvort ég hefði komist í gegnum þetta án hans,“ sagði Ronda Rousey. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15 Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45 Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00 Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Sjá meira
Ronda Rousey talaði í fyrsta sinn opinberlega af einlægni um tapið gegn Holly Holm í desember á síðasta ári þegar hún heimsótti Ellen Degeneres í spjallþátt hennar í dag. Ronda var rotuð af Holly Holm en úrslitin eru ein þau óvæntustu í sögu UFC. Fram að tapinu gat engin snert Rondu í hringnum. „Þetta var þriðji titilbardaginn minn á níu mánuðum sem er eitthvað sem hefur aldrei áður verið gert. Ég nota það samt ekki sem afsökun. Mér fannst ég vera þreytt, en ég hef alveg verið þreyttari en ég var þarna,“ sagði Ronda sem lýsti svo hvernig hún missti allan mátt eftir fyrsta höggið hjá Holm. „Fyrsta höggið skar allan munninn á mér og losaði um tennurnar. Strákar berjast fimm sinnum fimm mínútna lotum og ekkert svona gerist. Þetta voru bara örlögin.“ „Mér leið eins og ég sá ekki neitt. Ég hafði ekki dýptarskyn og áttaði mig ekki á hversu langt var á milli handar minnar og andlitsins. Ég man ekki eftir stórum hluta bardagans,“ sagði Ronda. Ronda sagði frá því hvernig heilinn hætti að virka og hún óttaðist að hún gæti ekki barist aftur. „Ég sat í horninu í sjúkraherberginu og hugsaði: Hvað er ég ef ég get ekki stundað þetta áfram? Ég sat þarna og íhugaði að taka eigið líf. Mér fannst ég ekki vera neitt og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Það er öllum sama um mig ef ég er ekki þetta áfram,“ sagði Ronda, en það var kærasti hennar sem kom henni í gegnum allt saman. „Ég leit á Travis og hugsaði að ég þarf að eignast börn með honum og því halda mér á lífi. Þetta var það sem ég hugsaði. Ég veit ekki hvort ég hefði komist í gegnum þetta án hans,“ sagði Ronda Rousey. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15 Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45 Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00 Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Sjá meira
Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15
Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45
Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00
Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15