Lífið

Sara fékk bleikan Benz í Valentínusargjöf frá Rich Piana - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegur bíll.
Fallegur bíll.
Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, og tengdasonur þjóðarinnar eru líklega eitt þekktasta par landsins. Þau búa í Los Angeles og í nokkur hundruð fermetra einbýlishúsi .

Parið gekk eftirminnilega í það heilaga í Las Vegas þann 17. september og greindi Lífið ítarlega frá brúðkaupinu. Síðastliðin sunnudag var Valentínusardagurinn um heim allan og okkar maður Rich Piana var ekkert að eyða tímanum í vitleysu þann dag.

Þau skelltu sér á Outback steakhouse og fengu sér steik í matinn. Þegar þau gengu út af staðnum var glænýr bleikur Mercedes-Benz mættur fyrir utan staðinn og fékk Sara hina fullkomnu Valentínusargjöf.

Atriðið með bílinn hefst eftir 20:00 mínútur af myndbandinu.


Tengdar fréttir

Sara Heimis rosaleg í ræktinni - Myndband

Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga þann 17. september síðastliðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.