Viðskipti innlent

Björgólfur Thor áfrýjar til Hæstaréttar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Róbert telur málið rekið af engu tilefni en Björgólfur er á öðru máli.
Róbert telur málið rekið af engu tilefni en Björgólfur er á öðru máli. VÍSIR/STEFÁN/VILHELM
Björgólfur Thor hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli hans gegn Róbert Wessman og Árna Harðarsyni, til Hæstaréttar en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum. Tvímenningarnir voru í dag sýknaðir af kröfu Björgólfs um greiðslu á tveimur milljónum evra ásamt vöxtum frá árinu 2010.

Málið snerist um millifærslu fjögurra milljóna evra af reikningi Actavis Group inn á reikning Salt Investments sem var í eigu Róberts. Björgólfur taldi að þeir hefðu án umboðs og heimildar millifært milljónirnar og nýtt í ieign þágu.

Björgólfur taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna millifærslunnar en héraðsdómari féllst ekki á það og taldi að skilyrði sakarreglunnar hefðu ekki verið til staðar og því enginn grundvöllur fyrir greiðslu bóta. Þeirri niðurstöðu hefur, líkt og áður segir, verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Í yfirlýsingu sem þeir Róbert og Árni sendu frá sér í kjölfar dómsins í dag segir að um algerlega tilefnislausa málshöfðun hafi verið að ræða. Segja þeir að áður hafi sérstakur saksóknari og ríkissaksóknari vísað málinu frá sér á mjög afgerandi hátt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×