Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2016 22:10 Vísir/Daníel/Ernir Stjórn Borgunar segir Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, fara ítrekað fram með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning. Það beinist gegn stjórnendum Borgunar og standist enga nánari skoðun. Í tilkynningu frá stjórninni segir að Steinþór sé orðinn margsaga um hvort og hvernig Landsbankinn hafi kynnt sér mögulega valrétt Visa Inc. Borgun á von á 4,8 milljörðum króna vegna sölu Visa Europe. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann.Sjá einnig: Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Steinþór sagði í Kastljósi í kvöld að Landsbankinn væri að skoða hvort að fara ætti með málið til sérstaks saksóknara. Stjórn Borgunar gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu bankastjórans. Í fyrsta lagi sé allt tal um blekkingar fráleitt. Þar sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar hafi keypt 6,24 prósenta hlut í félaginu af Landsbankanum og þeir hafi selt rúman helming þess hluta tveimur mánuðum áður en tilkynnt hafi verið um sölu Visa Europe og hagnað Borgunar. Það hafi verið gert án nokkurs fyrirvara um sölu Visa. Þá segir í tilkynningunni að Landsbankinn hafi haft mun betri aðgang að upplýsingum um valréttinn umrædda en Borgun. Einhvers vegna hafi bankinn gert fyrirvara í viðskiptum með eign sína í Valitor en ekki í valrétt Visa Inc. „Það er ótrúlegt að Landsbankinn, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn vel, hafi samt komist að þeirri niðurstöðu að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt til greiðslna, kæmi til sölu Visa Europe.“ Stjórnin segir að við sölu á hluti Landsbankans hafi fulltrúar hans haft aðgang að öllum upplýsingum sem málið skipti. „Alvarlegar ásakanir bankastjórans um meint lögbrot annarra í þessu máli má sjálfsagt skoða í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem Landsbankinn er kominn í. Stjórnendur Borgunar frábiðja sér með öllu að vera gerðir að blórabögglum í þessu máli“ Yfirlýsingu Borgunar í heild sinni má sjá hér að neðan. Stjórn Borgunar gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Steinþórs Pálssonar bankastjóra Landsbankans í fjölmiðlum. Steinþór fer ítrekað fram með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning stjórnenda Borgunar sem standast enga nánari skoðun. Þetta eru staðreyndir málsins: 1. Stjórnendur og aðrir starfsmenn Borgunar keyptu 6,24% hlut í félaginu af Landsbankanum. Tveimur mánuðum áður en tilkynnt var um sölu Visa Europe og hagnað Borgunar, seldu þessir sömu stjórnendur og starfsmenn Borgunar rúman helming af þeim hlut, án nokkurs fyrirvara um sölu Visa Europe. Allt tal um blekkingar verður algerlega fráleitt í þessu ljósi. 2. Steinþór Pálsson er orðinn margsaga um hvort og hvernig Landsbankinn kynnti sér mögulegan valrétt Visa Inc. Eins hvers vegna bankinn gerði fyrirvara í viðskiptum með eign sína í Valitor en ekki í Borgun. Staðreyndin er sú að Landsbankinn hafði mun betri aðgang að upplýsingum um þennan valrétt en Borgun. Það er ótrúlegt að Landsbankinn, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn vel, hafi samt komist að þeirri niðurstöðu að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt til greiðslna, kæmi til sölu Visa Europe. 3. Við sölu á hlut Landsbankans í Borgun árið 2014 höfðu fulltrúar Landsbankans aðgang að öllum upplýsingum sem máli skiptu, (þar með talið samningum við VISA),að undanskildum upplýsingum um samkeppnisaðila sína. Landsbankanum var í lófa lagt að fá ytri sérfræðinga til þess að yfirfara hverjar þær upplýsingar sem hann vildi um málefni Borgunar, hefði hann kosið að gera slíkt. 4. Alvarlegar ásakanir bankastjórans um meint lögbrot annarra í þessu máli má sjálfsagt skoða í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem Landsbankinn er kominn í. Stjórnendur Borgunar frábiðja sér með öllu að vera gerðir að blórabögglum í þessu máli. Borgunarmálið Tengdar fréttir Borgunarmál í alvarlegri stöðu Fjármála- og efnahagsráðherra segir gögn sem birst hafa í fjölmiðlum benda til þess að Landsbankinn hafi fengið mun lægra verð fyrir hlut sinn í Borgun en eðlilegt geti talist. Ráðherrann vill að málið verði upplýst. 12. febrúar 2016 07:00 Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. 12. febrúar 2016 19:46 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01 Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33 Sofandi Landsbankamenn Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, 10. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Stjórn Borgunar segir Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, fara ítrekað fram með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning. Það beinist gegn stjórnendum Borgunar og standist enga nánari skoðun. Í tilkynningu frá stjórninni segir að Steinþór sé orðinn margsaga um hvort og hvernig Landsbankinn hafi kynnt sér mögulega valrétt Visa Inc. Borgun á von á 4,8 milljörðum króna vegna sölu Visa Europe. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann.Sjá einnig: Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Steinþór sagði í Kastljósi í kvöld að Landsbankinn væri að skoða hvort að fara ætti með málið til sérstaks saksóknara. Stjórn Borgunar gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu bankastjórans. Í fyrsta lagi sé allt tal um blekkingar fráleitt. Þar sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar hafi keypt 6,24 prósenta hlut í félaginu af Landsbankanum og þeir hafi selt rúman helming þess hluta tveimur mánuðum áður en tilkynnt hafi verið um sölu Visa Europe og hagnað Borgunar. Það hafi verið gert án nokkurs fyrirvara um sölu Visa. Þá segir í tilkynningunni að Landsbankinn hafi haft mun betri aðgang að upplýsingum um valréttinn umrædda en Borgun. Einhvers vegna hafi bankinn gert fyrirvara í viðskiptum með eign sína í Valitor en ekki í valrétt Visa Inc. „Það er ótrúlegt að Landsbankinn, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn vel, hafi samt komist að þeirri niðurstöðu að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt til greiðslna, kæmi til sölu Visa Europe.“ Stjórnin segir að við sölu á hluti Landsbankans hafi fulltrúar hans haft aðgang að öllum upplýsingum sem málið skipti. „Alvarlegar ásakanir bankastjórans um meint lögbrot annarra í þessu máli má sjálfsagt skoða í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem Landsbankinn er kominn í. Stjórnendur Borgunar frábiðja sér með öllu að vera gerðir að blórabögglum í þessu máli“ Yfirlýsingu Borgunar í heild sinni má sjá hér að neðan. Stjórn Borgunar gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Steinþórs Pálssonar bankastjóra Landsbankans í fjölmiðlum. Steinþór fer ítrekað fram með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning stjórnenda Borgunar sem standast enga nánari skoðun. Þetta eru staðreyndir málsins: 1. Stjórnendur og aðrir starfsmenn Borgunar keyptu 6,24% hlut í félaginu af Landsbankanum. Tveimur mánuðum áður en tilkynnt var um sölu Visa Europe og hagnað Borgunar, seldu þessir sömu stjórnendur og starfsmenn Borgunar rúman helming af þeim hlut, án nokkurs fyrirvara um sölu Visa Europe. Allt tal um blekkingar verður algerlega fráleitt í þessu ljósi. 2. Steinþór Pálsson er orðinn margsaga um hvort og hvernig Landsbankinn kynnti sér mögulegan valrétt Visa Inc. Eins hvers vegna bankinn gerði fyrirvara í viðskiptum með eign sína í Valitor en ekki í Borgun. Staðreyndin er sú að Landsbankinn hafði mun betri aðgang að upplýsingum um þennan valrétt en Borgun. Það er ótrúlegt að Landsbankinn, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn vel, hafi samt komist að þeirri niðurstöðu að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt til greiðslna, kæmi til sölu Visa Europe. 3. Við sölu á hlut Landsbankans í Borgun árið 2014 höfðu fulltrúar Landsbankans aðgang að öllum upplýsingum sem máli skiptu, (þar með talið samningum við VISA),að undanskildum upplýsingum um samkeppnisaðila sína. Landsbankanum var í lófa lagt að fá ytri sérfræðinga til þess að yfirfara hverjar þær upplýsingar sem hann vildi um málefni Borgunar, hefði hann kosið að gera slíkt. 4. Alvarlegar ásakanir bankastjórans um meint lögbrot annarra í þessu máli má sjálfsagt skoða í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem Landsbankinn er kominn í. Stjórnendur Borgunar frábiðja sér með öllu að vera gerðir að blórabögglum í þessu máli.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Borgunarmál í alvarlegri stöðu Fjármála- og efnahagsráðherra segir gögn sem birst hafa í fjölmiðlum benda til þess að Landsbankinn hafi fengið mun lægra verð fyrir hlut sinn í Borgun en eðlilegt geti talist. Ráðherrann vill að málið verði upplýst. 12. febrúar 2016 07:00 Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. 12. febrúar 2016 19:46 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01 Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33 Sofandi Landsbankamenn Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, 10. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Borgunarmál í alvarlegri stöðu Fjármála- og efnahagsráðherra segir gögn sem birst hafa í fjölmiðlum benda til þess að Landsbankinn hafi fengið mun lægra verð fyrir hlut sinn í Borgun en eðlilegt geti talist. Ráðherrann vill að málið verði upplýst. 12. febrúar 2016 07:00
Útilokar ekki málsókn vegna Borgunarmálsins Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki útiloka að bankinn leiti réttar síns í Borgunarmálinu, þrátt fyrir svör stjórnenda Borgunar við fyrirspurn bankans. Landsbankinn hafi verið grandalaus varðandi mögulegar greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Bandaríkjunum á Vísa í Evrópu. 12. febrúar 2016 19:46
Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25
Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Þetta kemur fram í svari bankans við erindi Bankasýslu ríkisins. 11. febrúar 2016 21:01
Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33
Sofandi Landsbankamenn Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, 10. febrúar 2016 11:15