Norður-Kóreumenn sjá tækifæri norðan Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2016 20:15 Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. Það opnar þessum mesta ógnvaldi suðaustur-Asíu möguleika á að koma sér upp aðstöðu á heimskautaeyjum norðan Íslands en talið er að Norður-Kóreumenn séu jafnframt með norðurslóðasiglingar í huga. Svalbarði er á milli Íslands og norðurpólsins en þótt hann heyri undir Noreg er staða eyjaklasans einstök að þjóðarétti vegna Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920. Hann gefur þeim 42 þjóðum, sem undirritað hafa sáttmálann, færi á að nýta auðlindir Svalbarða til jafns við Norðmenn og koma sér þar upp aðstöðu, þó ekki í hernaðarskyni.Frá Barentsburg, rússneska kolanámubænum á Svalbarða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Þetta hafa Rússar nýtt sér með rekstri kolanámu og ríki eins og Kína, Indland, Japan og Suður-Kórea stunda þar vísindarannsóknir. Þá hafa flestar þjóðir heims lagt inn fræ til varðveislu í sífrera í fjalli við höfuðstaðinn Longyearbyen, þeirra á meðal Norður-Kóreumenn, sem geyma þar fræ af 5.700 jurtum í alþjóðlegum fræbanka. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, þykir einhver mesti ógnvaldur við heimsfriðinn um þessar mundir. Um allan heim setur hroll að mönnum vegna nýlegra fregna um að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju og ráði yfir eldflaugum sem geti borið slík gereyðingarvopn hvert á land sem er. Og nú hefur ríkisfréttastofa þeirra tilkynnt að Norður-Kórea hafi undirritað Svalbarðasáttmálann og var tekið fram að undirritunin gæfi ríkinu rétt til auðlindanýtingar og rannsókna á Svalbarða. Sagði að þar væru kolanámur, fiskimið og fleiri auðlindir sem gætu gagnast Norður-Kóreu.Ræðismannsskrifstofa Sovétríkjanna á Svalbarða þótti grunsamlega stór á dögum kalda stríðsins.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Ráðamenn í Noregi hafa ekkert tjáð sig en segjast vilja bíða formlegrar staðfestingar á undirrituninni frá stjórnvöldum í Frakklandi, sem varðveita sáttmálann. Það er mönnum hulin ráðgáta hvað Norður-Kóreumönnum raunverulega gengur til. Sérfræðingur í alþjóðamálum við Utanríkismálastofnun Noregs, Marc Lanteigne, hefur getið sér til um að þeir vilji ná fótfestu á norðurslóðum vegna siglinga um norðausturleiðina. Þessi tíðindi séu dæmi um vaxandi mikilvægi norðurslóða, í bæði efnahags- og hernaðarlegu tilliti. Hinn dýrkaði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, ætti sjálfur að vera fullfær um að takast á við erfiðar aðstæður norðurhjarans, miðað við fréttir ríkisfjölmiðils landsins í fyrra af afreki hans, þegar hann kleif hæsta fjall landsins, við ákafan fögnuð hermanna sinna. Meðalárshiti á tindinum er sagt vera átta stiga frost. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi áhuga á siglingaleiðinni um Íshafið. Tengdar fréttir Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Kleif hæsta fjall Norður-Kóreu íklæddur frakka og spariskóm Ekkert lát er á afrekum Kim Jong-un sem í gær kleif hæsta fjall Norður-Kóreu. 19. apríl 2015 20:40 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Norður-Kórea hefur öllum að óvörum undirritað Svalbarðasáttmálann. Það opnar þessum mesta ógnvaldi suðaustur-Asíu möguleika á að koma sér upp aðstöðu á heimskautaeyjum norðan Íslands en talið er að Norður-Kóreumenn séu jafnframt með norðurslóðasiglingar í huga. Svalbarði er á milli Íslands og norðurpólsins en þótt hann heyri undir Noreg er staða eyjaklasans einstök að þjóðarétti vegna Svalbarðasáttmálans frá árinu 1920. Hann gefur þeim 42 þjóðum, sem undirritað hafa sáttmálann, færi á að nýta auðlindir Svalbarða til jafns við Norðmenn og koma sér þar upp aðstöðu, þó ekki í hernaðarskyni.Frá Barentsburg, rússneska kolanámubænum á Svalbarða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Þetta hafa Rússar nýtt sér með rekstri kolanámu og ríki eins og Kína, Indland, Japan og Suður-Kórea stunda þar vísindarannsóknir. Þá hafa flestar þjóðir heims lagt inn fræ til varðveislu í sífrera í fjalli við höfuðstaðinn Longyearbyen, þeirra á meðal Norður-Kóreumenn, sem geyma þar fræ af 5.700 jurtum í alþjóðlegum fræbanka. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, þykir einhver mesti ógnvaldur við heimsfriðinn um þessar mundir. Um allan heim setur hroll að mönnum vegna nýlegra fregna um að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju og ráði yfir eldflaugum sem geti borið slík gereyðingarvopn hvert á land sem er. Og nú hefur ríkisfréttastofa þeirra tilkynnt að Norður-Kórea hafi undirritað Svalbarðasáttmálann og var tekið fram að undirritunin gæfi ríkinu rétt til auðlindanýtingar og rannsókna á Svalbarða. Sagði að þar væru kolanámur, fiskimið og fleiri auðlindir sem gætu gagnast Norður-Kóreu.Ræðismannsskrifstofa Sovétríkjanna á Svalbarða þótti grunsamlega stór á dögum kalda stríðsins.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Ráðamenn í Noregi hafa ekkert tjáð sig en segjast vilja bíða formlegrar staðfestingar á undirrituninni frá stjórnvöldum í Frakklandi, sem varðveita sáttmálann. Það er mönnum hulin ráðgáta hvað Norður-Kóreumönnum raunverulega gengur til. Sérfræðingur í alþjóðamálum við Utanríkismálastofnun Noregs, Marc Lanteigne, hefur getið sér til um að þeir vilji ná fótfestu á norðurslóðum vegna siglinga um norðausturleiðina. Þessi tíðindi séu dæmi um vaxandi mikilvægi norðurslóða, í bæði efnahags- og hernaðarlegu tilliti. Hinn dýrkaði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, ætti sjálfur að vera fullfær um að takast á við erfiðar aðstæður norðurhjarans, miðað við fréttir ríkisfjölmiðils landsins í fyrra af afreki hans, þegar hann kleif hæsta fjall landsins, við ákafan fögnuð hermanna sinna. Meðalárshiti á tindinum er sagt vera átta stiga frost. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi áhuga á siglingaleiðinni um Íshafið.
Tengdar fréttir Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Kleif hæsta fjall Norður-Kóreu íklæddur frakka og spariskóm Ekkert lát er á afrekum Kim Jong-un sem í gær kleif hæsta fjall Norður-Kóreu. 19. apríl 2015 20:40 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Kleif hæsta fjall Norður-Kóreu íklæddur frakka og spariskóm Ekkert lát er á afrekum Kim Jong-un sem í gær kleif hæsta fjall Norður-Kóreu. 19. apríl 2015 20:40
Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15