Árni Páll: Mistökin allt ábendingar frá flokksmönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. febrúar 2016 12:45 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að bréf hans til flokksmanna þar sem tíundaðar eru mögulegar ástæður fylgistaps flokksins sé afrakstur ábendinga sem honum hafi borist frá almennum flokksmönnum bæði bréflega og á fundum vítt og breitt um landið. Árni Páll var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bréf hans til flokksmanna, þar sem hann leitast við útskýra fylgistap flokksins, hefur vakið mikla athygli og kom þingmönnum flokksins í opna skjöldu. Í bréfinu er farið yfir ætluð mistök Samfylkingarinnar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili í stjórnarskrármálinu, ESB-málinu, þ.e. að leita ekki eftir breiðum stuðningi þjóðarinnar áður en lagt var af stað í aðildarferlið, Iceave-málinu og málefnum skuldsettra heimila, svo eitthvað sé nefnt. Árni Páll segir að öll þau atriði sem þarna séu reifuð hafi komið eftir ábendingar frá almennum flokksmönnum, bæði í gegnum tölvupóst og á fundum hans með aðildarfélögum Samfylkingarinnar vítt og breitt um landið. „Ég lista mistök sem komu í veg fyrir að við kæmum stórum málum í höfn en ég er ekki að biðjast afsökunar á tilvist Samfylkingarinnar, afrekum hennar eða stefnu. Langt því frá. Ég einfaldlega að lista þau atriði sem hafa komið upp. Þetta hefur verið að koma til mín allt þetta kjörtímabil. Ég sendi póst á flokksmenn eftir kosningaósigurinn og bað fólk um að senda mér bréf með greiningum sínum á orsökum ófaranna. Þetta er afrakstur þess. Allt sem þarna er listað þar. Þetta er það sem við höfum fengið að heyra á fundum. Ég hef haldið fundi á tæplega 50 stöðum vítt og breitt um landið á undanförnum misserum. Þetta eru hlutirnir sem menn rekja sem ástæður þess að fólk treysti okkur ekki,“ sagði Árni Páll. Umboðið veikt Árni Páll hefur sjálfur sagt að umboð hans sé veikt en hann sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með aðeins einu atkvæði í óvæntu formannskjöri á aukalandsfundi í fyrra. Í því máli kom Sigríður Ingibjörg aftan að Árna Páli enda hafði hann enga vitneskju haft um framboð hennar nema síðasta sólarhringinn fyrir fundinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði af því tilefni að framboð Sigríðar Ingibjargar hafi verið misráðið og hefði aldrei getað farið öðruvísi en illa. Landsfundur Samfylkingarinnar verður 4. júní næstkomandi. Í aðdraganda hans verður allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör formanns. Árni Páll hefur ekki gefið út hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs. Aðrir kandídatar sem hafa verið nefndir eru Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Össur færi ekki í formanninn og byggði það á heimildum. Helgi Hjörvar er undir feldi. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að bréf hans til flokksmanna þar sem tíundaðar eru mögulegar ástæður fylgistaps flokksins sé afrakstur ábendinga sem honum hafi borist frá almennum flokksmönnum bæði bréflega og á fundum vítt og breitt um landið. Árni Páll var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bréf hans til flokksmanna, þar sem hann leitast við útskýra fylgistap flokksins, hefur vakið mikla athygli og kom þingmönnum flokksins í opna skjöldu. Í bréfinu er farið yfir ætluð mistök Samfylkingarinnar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili í stjórnarskrármálinu, ESB-málinu, þ.e. að leita ekki eftir breiðum stuðningi þjóðarinnar áður en lagt var af stað í aðildarferlið, Iceave-málinu og málefnum skuldsettra heimila, svo eitthvað sé nefnt. Árni Páll segir að öll þau atriði sem þarna séu reifuð hafi komið eftir ábendingar frá almennum flokksmönnum, bæði í gegnum tölvupóst og á fundum hans með aðildarfélögum Samfylkingarinnar vítt og breitt um landið. „Ég lista mistök sem komu í veg fyrir að við kæmum stórum málum í höfn en ég er ekki að biðjast afsökunar á tilvist Samfylkingarinnar, afrekum hennar eða stefnu. Langt því frá. Ég einfaldlega að lista þau atriði sem hafa komið upp. Þetta hefur verið að koma til mín allt þetta kjörtímabil. Ég sendi póst á flokksmenn eftir kosningaósigurinn og bað fólk um að senda mér bréf með greiningum sínum á orsökum ófaranna. Þetta er afrakstur þess. Allt sem þarna er listað þar. Þetta er það sem við höfum fengið að heyra á fundum. Ég hef haldið fundi á tæplega 50 stöðum vítt og breitt um landið á undanförnum misserum. Þetta eru hlutirnir sem menn rekja sem ástæður þess að fólk treysti okkur ekki,“ sagði Árni Páll. Umboðið veikt Árni Páll hefur sjálfur sagt að umboð hans sé veikt en hann sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með aðeins einu atkvæði í óvæntu formannskjöri á aukalandsfundi í fyrra. Í því máli kom Sigríður Ingibjörg aftan að Árna Páli enda hafði hann enga vitneskju haft um framboð hennar nema síðasta sólarhringinn fyrir fundinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði af því tilefni að framboð Sigríðar Ingibjargar hafi verið misráðið og hefði aldrei getað farið öðruvísi en illa. Landsfundur Samfylkingarinnar verður 4. júní næstkomandi. Í aðdraganda hans verður allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör formanns. Árni Páll hefur ekki gefið út hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs. Aðrir kandídatar sem hafa verið nefndir eru Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Össur færi ekki í formanninn og byggði það á heimildum. Helgi Hjörvar er undir feldi.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira