Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2016 18:45 Þotan, sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina, flaug í fyrsta sinn á dögunum. Þetta er Boeing 737 max þotan, sem verður uppistaðan í flugflota Icelandair. Það var fyrir þremur árum sem Icelandair tilkynnti að þetta yrði framtíðarvél félagsins, en hún var þá enn á teikniborðinu. En nú er fyrsta eintakið komið út úr flugvélasmiðju Boeing í Washington-ríki og byrjað flugprófanir. Þetta er nýjasta útgáfan af Boeing 737, kölluð MAX. Við fyrstu sýn virðist hún eins og eldri 737-þotur en Boeing er samt búið að endurhanna skrokkinn, vængina og fá nýja tegund hreyfla. Allar þessa breytingar gera það að verkum að hún eyðir fimmtungi minna eldsneyti en eldri gerðir.Grafísk mynd af Boeing 737 MAX-8 og MAX-9 í litum Icelandair.Mynd/Icelandair.Flugfélög virðast hafa mikla trú á þessari vél því Boeing hefur þegar fengið yfir þrjú þúsund staðfestar pantanir frá 62 félögum. Icelandair á sextán pantaðar og kauprétt að öðrum átta til viðbótar. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í ársbyrjun 2018, eftir tvö ár. Þær verða í tveimur lengdum, MAX-8, sem taka 153 farþega, og MAX-9 sem taka 173 farþega. Boeing-menn segja þetta fyrsta reynsluflug hafa gengið að óskum en það tók nærri þrjá tíma. Gert er ráð fyrir að flugprófanir standi yfir í eitt og hálft ár og að fyrstu eintökin hefji farþegaflug á þriðja ársfjórðungi 2017 á vegum Southwest Airlines. Tengdar fréttir Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12 Icelandair gengur frá kaupum á sextán 737 MAX flugvélum frá Boeing Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l. 13. febrúar 2013 09:35 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þotan, sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina, flaug í fyrsta sinn á dögunum. Þetta er Boeing 737 max þotan, sem verður uppistaðan í flugflota Icelandair. Það var fyrir þremur árum sem Icelandair tilkynnti að þetta yrði framtíðarvél félagsins, en hún var þá enn á teikniborðinu. En nú er fyrsta eintakið komið út úr flugvélasmiðju Boeing í Washington-ríki og byrjað flugprófanir. Þetta er nýjasta útgáfan af Boeing 737, kölluð MAX. Við fyrstu sýn virðist hún eins og eldri 737-þotur en Boeing er samt búið að endurhanna skrokkinn, vængina og fá nýja tegund hreyfla. Allar þessa breytingar gera það að verkum að hún eyðir fimmtungi minna eldsneyti en eldri gerðir.Grafísk mynd af Boeing 737 MAX-8 og MAX-9 í litum Icelandair.Mynd/Icelandair.Flugfélög virðast hafa mikla trú á þessari vél því Boeing hefur þegar fengið yfir þrjú þúsund staðfestar pantanir frá 62 félögum. Icelandair á sextán pantaðar og kauprétt að öðrum átta til viðbótar. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í ársbyrjun 2018, eftir tvö ár. Þær verða í tveimur lengdum, MAX-8, sem taka 153 farþega, og MAX-9 sem taka 173 farþega. Boeing-menn segja þetta fyrsta reynsluflug hafa gengið að óskum en það tók nærri þrjá tíma. Gert er ráð fyrir að flugprófanir standi yfir í eitt og hálft ár og að fyrstu eintökin hefji farþegaflug á þriðja ársfjórðungi 2017 á vegum Southwest Airlines.
Tengdar fréttir Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12 Icelandair gengur frá kaupum á sextán 737 MAX flugvélum frá Boeing Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l. 13. febrúar 2013 09:35 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12
Icelandair gengur frá kaupum á sextán 737 MAX flugvélum frá Boeing Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l. 13. febrúar 2013 09:35
Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37
Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6. desember 2012 09:20