Farmiðakaup ríkisins upp á hundruði milljóna loks boðin út Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 19:15 Flugfélögum verður óheimilt að láta vildarpunkta fylgja með í kaupunum í útboði sem auglýst verður um helgina á farmiðakaupum ríkisins. Forstjóri WOW Air fagnar því að útboð fari loksins fram en segir að verið sé að gera hlutina óþarflega flókna. Reynslan sýnir að ríkið hefur keypt ákaflega fáa farmiða hjá Iceland Express á meðan það var og hét og núna hjá WOW Air. Ríkisstarfsmenn ferðast mikið en nær eingöngu með Icelandair þar sem vildarpunktar fylgja með í kaupunum sem ríkisstarfsmenn geta síðan notað persónulega. Aðeins einu sinni áður hefur farið fram útboð á flugfarmiðum hjá ríkinu. Það var gert árið 2011 og var þá bæði samið við Icelandair og Iceland Express. Það útboð virkaði hins vegar ekki því nánast engin viðskipti fóru til Iceland Express. WOW Air og Félag atvinnurekenda hafa þrýst á það í langan tíma að nýtt útboð færi fram. Útboðið sem nú verður auglýst er tvíþætt. Annars vegar verða boðinn út tiltekinn fjöldi miða til og frá Íslandi á algengustu áfangastaði og hins vegar er óskað eftir föstum afslætti á alla áfangastaði til og frá Íslandi, þ.e. afslætti á heildarviðskipti, sem nái einnig til tilboðsmiða. Miðarnir verði á almennu farrími og án vildarpunkta, eins og segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Skúli Mogensen forstjóri WOW Air er ekki alls kostar sáttur við stöðuna þrátt fyrir útboðið. „Ég náttúrlega fagna því að það sé loksins komið að þessu. Sér í lagi er ég ánægður að sjá það að vildarpunktarnir verða teknir út. Hins vegar verð ég að segja að mér finnst þetta búið að taka allt of langan tíma og það er verið að flækja þetta full mikið,“ segir Skúli. Sett er skilyrði fyrir að félögin bjóði neyðarsímaþjónustu og stjórnarráðið áskilur sér rétt til að kaupa allt að 20% ferða utan samnings ef heildarkostnaður á verði annars flugfélags er meira en 10% lægri en verð bjóðanda. „Í mínum huga ætti þetta bara að vera mjög einföld regla. Það er að velja ávalt ódýrasta farkostinn. Skilyrðislaust, öll opinber fyrirtæki, opinberar stofnanir, öll stjórnsýslan og öll fyrirtæki í eigu ríkisins,“ segir Skúli. Þarna sé um miklar fjárhæðir að ræða sem skipti flugfélögin máli. „Tvímælalaust. Þetta eru hundruðir milljóna ef ekki milljarður plús,“ segir Skúli Mogensen. Tengdar fréttir WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41 FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45 Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47 Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Flugfélögum verður óheimilt að láta vildarpunkta fylgja með í kaupunum í útboði sem auglýst verður um helgina á farmiðakaupum ríkisins. Forstjóri WOW Air fagnar því að útboð fari loksins fram en segir að verið sé að gera hlutina óþarflega flókna. Reynslan sýnir að ríkið hefur keypt ákaflega fáa farmiða hjá Iceland Express á meðan það var og hét og núna hjá WOW Air. Ríkisstarfsmenn ferðast mikið en nær eingöngu með Icelandair þar sem vildarpunktar fylgja með í kaupunum sem ríkisstarfsmenn geta síðan notað persónulega. Aðeins einu sinni áður hefur farið fram útboð á flugfarmiðum hjá ríkinu. Það var gert árið 2011 og var þá bæði samið við Icelandair og Iceland Express. Það útboð virkaði hins vegar ekki því nánast engin viðskipti fóru til Iceland Express. WOW Air og Félag atvinnurekenda hafa þrýst á það í langan tíma að nýtt útboð færi fram. Útboðið sem nú verður auglýst er tvíþætt. Annars vegar verða boðinn út tiltekinn fjöldi miða til og frá Íslandi á algengustu áfangastaði og hins vegar er óskað eftir föstum afslætti á alla áfangastaði til og frá Íslandi, þ.e. afslætti á heildarviðskipti, sem nái einnig til tilboðsmiða. Miðarnir verði á almennu farrími og án vildarpunkta, eins og segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Skúli Mogensen forstjóri WOW Air er ekki alls kostar sáttur við stöðuna þrátt fyrir útboðið. „Ég náttúrlega fagna því að það sé loksins komið að þessu. Sér í lagi er ég ánægður að sjá það að vildarpunktarnir verða teknir út. Hins vegar verð ég að segja að mér finnst þetta búið að taka allt of langan tíma og það er verið að flækja þetta full mikið,“ segir Skúli. Sett er skilyrði fyrir að félögin bjóði neyðarsímaþjónustu og stjórnarráðið áskilur sér rétt til að kaupa allt að 20% ferða utan samnings ef heildarkostnaður á verði annars flugfélags er meira en 10% lægri en verð bjóðanda. „Í mínum huga ætti þetta bara að vera mjög einföld regla. Það er að velja ávalt ódýrasta farkostinn. Skilyrðislaust, öll opinber fyrirtæki, opinberar stofnanir, öll stjórnsýslan og öll fyrirtæki í eigu ríkisins,“ segir Skúli. Þarna sé um miklar fjárhæðir að ræða sem skipti flugfélögin máli. „Tvímælalaust. Þetta eru hundruðir milljóna ef ekki milljarður plús,“ segir Skúli Mogensen.
Tengdar fréttir WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41 FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45 Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47 Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu Farmiðakaup ríkisins eru ekki boðin út og kaupa langflestir starfsmenn miðana hjá Icelandair. WOW Air segist geta sparað ríkinu hundruð milljóna. 20. janúar 2015 12:41
FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. 18. febrúar 2015 11:45
Útboð hins opinbera á flugmiðum kynnt í mánuðinum Starfsmaður Stjórnarráðsins verður þjálfaður upp í bókun farseðla. 10. febrúar 2016 15:47
Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. 22. janúar 2016 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent