Mikill titringur í þingflokki Samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 19:00 Mikill titringur er í þingflokki Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn sendi félögum í flokknum bréf í gær þar sem hann tíundaði ýmis mistök flokksins á undanförnum árum. Formaðurinn hafði ekkert samráð við þingflokkinn áður en bréfið var sent út. Hafi Árni Páll Árnason ætlað sér að hræra upp í flokksfélögum sínum með bréfi sínu í gær hefur honum tekist ætlunarverk sitt. Samfylkingarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag lýsa allir undrun sinni á vinnubrögðum formannsins. Ekkert samráð hafi verið haft við þingmenn og þeir aðeins fengið bréfið sent til sín klukkstund áður en það var sent til almennra flokksfélaga. Þingmönnum er mismikið niðri fyrir en þeir tala m.a um að hann sé að splundra flokkum þegar þörf sé á að sameina fólk um mikilvæg málefni. Einn þingmaður sagði bréfið hafa komið eins og kalda vatnsgusu og formaðurinn gengi alltof langt. Í skuldamálum þjóðarinnar hafi til að mynda verið mikill þrýstingur í þingflokknum á þáverandi ráðherra að gera meira fyrir heimilin og spjótunum sérstaklega beint að Árna Páli þegar hann var ráðherra að gera meira. Ólína Þorvarðardóttir sem hleypti umræðunni um að flýta landsfundi og formannskjöri af stað segir hins vegar gott að formaðurinn tjái sig. Ekki sé hægt að gagnrýna það þegar krafist sé opinnar umræðu. Formaðurinn og aðrir mögulegir frambjóðendur til formanns verði þá núna að svara því hvaða stefnu þeir hafi í miklivægum stefnumálum sem ekki hafi náðst fram. „Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu,“ spurði Ólína í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nú fái flokkurinn tækifæri til að gera upp við sig hverjum hann treysti til að leiða þessi mikilvægu mál til lykta. Hún reikni með að mótframboð gegn Árna Páli komi fram á næstu dögum eða örfáu vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Mikill titringur er í þingflokki Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn sendi félögum í flokknum bréf í gær þar sem hann tíundaði ýmis mistök flokksins á undanförnum árum. Formaðurinn hafði ekkert samráð við þingflokkinn áður en bréfið var sent út. Hafi Árni Páll Árnason ætlað sér að hræra upp í flokksfélögum sínum með bréfi sínu í gær hefur honum tekist ætlunarverk sitt. Samfylkingarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag lýsa allir undrun sinni á vinnubrögðum formannsins. Ekkert samráð hafi verið haft við þingmenn og þeir aðeins fengið bréfið sent til sín klukkstund áður en það var sent til almennra flokksfélaga. Þingmönnum er mismikið niðri fyrir en þeir tala m.a um að hann sé að splundra flokkum þegar þörf sé á að sameina fólk um mikilvæg málefni. Einn þingmaður sagði bréfið hafa komið eins og kalda vatnsgusu og formaðurinn gengi alltof langt. Í skuldamálum þjóðarinnar hafi til að mynda verið mikill þrýstingur í þingflokknum á þáverandi ráðherra að gera meira fyrir heimilin og spjótunum sérstaklega beint að Árna Páli þegar hann var ráðherra að gera meira. Ólína Þorvarðardóttir sem hleypti umræðunni um að flýta landsfundi og formannskjöri af stað segir hins vegar gott að formaðurinn tjái sig. Ekki sé hægt að gagnrýna það þegar krafist sé opinnar umræðu. Formaðurinn og aðrir mögulegir frambjóðendur til formanns verði þá núna að svara því hvaða stefnu þeir hafi í miklivægum stefnumálum sem ekki hafi náðst fram. „Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu,“ spurði Ólína í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nú fái flokkurinn tækifæri til að gera upp við sig hverjum hann treysti til að leiða þessi mikilvægu mál til lykta. Hún reikni með að mótframboð gegn Árna Páli komi fram á næstu dögum eða örfáu vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21
Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19