Íris: Ekki hægt að lýsa þessum bikardegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 16:45 Íris Sverrisdóttir ætlar að leiða Grindavík til sigurs á morgun. vísir/ernir Grindavík fær á morgun tækifæri til að verða fyrsta liðið í fjórtán ár sem ver bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki í körfubolta þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik í Laugardalshöll klukkan 14.00. Grindavík gerði sér lítið fyrir og vann vel mannað lið Keflavíkur í bikarúrslitum í fyrra, en eftir að tapa fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum í sögu félagsins er Grindavík nú búið að vinna tvo í röð (2008 og 2015). „Við erum búnar að vera að slípa okkur saman og finna út hvað við ætlum að gera. Við reynum að undirbúa okkur sem best fyrir þennan leik,“ segir Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, í viðtali við Vísis um stóra leikinn á morgun. Grindavík, bæði í karla- og kvennaflokki, er mikið bikarfélag en Íris gefur lítið fyrir einhverja bikarhefð þegar liðið breytist jafn mikið og raun ber vitni á milli ára. „Það er erfitt að vera með einhverja bikarsögu því þetta er aldrei sama liðið ár eftir ár. Nú er talað um okkur sem bikarmeistara en þetta er allt annað lið heldur en var í fyrra,“ segir Íris.Ekki unnið Snæfell í vetur Mótherjinn á morgun eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára; Snæfell. Hólmarar eru taldir mun sigurstranglegri og hafa unnið Grindavík tvisvar sinnum í vetur. „Við höfum aldrei unnið Snæfell í vetur. Þetta verður mjög erfiður leikur þannig við verðum að eiga okkar besta dag til að eiga einhvern möguleika á sigri,“ segir Íris. „Þær eru með frábæran Kana og svo íslenska landsliðsmenn sem eru mjög góðir. Þær eru mjög hraðar og fljótar upp völlinn. Þær skora mikið úr hraðaupphlaupum sem er eitthvað sem við þurfum að skoða og undirbúa okkur fyrir.“ „Við þurfum að stoppa þessi hraðaupphlaup en líka bara slípa okkur saman og spila góða vörn því vörn vinnur leiki.“Einstakur dagur Grindavík er í þriðja sæti Dominos-deildar kvenna með 18 stig í 18 leikjum en Snæfell er á toppnum með 32 stig. Þær gulu hafa unnið nokkra flotta sigra á tímabilinu, til dæmis lagt Hauka í bikarnum, en dottið niður þess á milli. „Við erum aldrei búnar að vera með fullmannað lið. Það eru alltaf einhver forföll en núna erum við að ná smá stöðugleika þó það vanti eina á laugardaginn,“ segir Íris sem bætir við að Grindavík ætli sér að vinna á morgun. „Það er hungur í að vinna þennan leik. Þetta er bara einstakur dagur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það vilja allir spila þennan leik og því erum við mjög spenntar,“ segir Íris Sverrisdóttir. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30 Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Fleiri fréttir Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Sjá meira
Grindavík fær á morgun tækifæri til að verða fyrsta liðið í fjórtán ár sem ver bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki í körfubolta þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik í Laugardalshöll klukkan 14.00. Grindavík gerði sér lítið fyrir og vann vel mannað lið Keflavíkur í bikarúrslitum í fyrra, en eftir að tapa fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum í sögu félagsins er Grindavík nú búið að vinna tvo í röð (2008 og 2015). „Við erum búnar að vera að slípa okkur saman og finna út hvað við ætlum að gera. Við reynum að undirbúa okkur sem best fyrir þennan leik,“ segir Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, í viðtali við Vísis um stóra leikinn á morgun. Grindavík, bæði í karla- og kvennaflokki, er mikið bikarfélag en Íris gefur lítið fyrir einhverja bikarhefð þegar liðið breytist jafn mikið og raun ber vitni á milli ára. „Það er erfitt að vera með einhverja bikarsögu því þetta er aldrei sama liðið ár eftir ár. Nú er talað um okkur sem bikarmeistara en þetta er allt annað lið heldur en var í fyrra,“ segir Íris.Ekki unnið Snæfell í vetur Mótherjinn á morgun eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára; Snæfell. Hólmarar eru taldir mun sigurstranglegri og hafa unnið Grindavík tvisvar sinnum í vetur. „Við höfum aldrei unnið Snæfell í vetur. Þetta verður mjög erfiður leikur þannig við verðum að eiga okkar besta dag til að eiga einhvern möguleika á sigri,“ segir Íris. „Þær eru með frábæran Kana og svo íslenska landsliðsmenn sem eru mjög góðir. Þær eru mjög hraðar og fljótar upp völlinn. Þær skora mikið úr hraðaupphlaupum sem er eitthvað sem við þurfum að skoða og undirbúa okkur fyrir.“ „Við þurfum að stoppa þessi hraðaupphlaup en líka bara slípa okkur saman og spila góða vörn því vörn vinnur leiki.“Einstakur dagur Grindavík er í þriðja sæti Dominos-deildar kvenna með 18 stig í 18 leikjum en Snæfell er á toppnum með 32 stig. Þær gulu hafa unnið nokkra flotta sigra á tímabilinu, til dæmis lagt Hauka í bikarnum, en dottið niður þess á milli. „Við erum aldrei búnar að vera með fullmannað lið. Það eru alltaf einhver forföll en núna erum við að ná smá stöðugleika þó það vanti eina á laugardaginn,“ segir Íris sem bætir við að Grindavík ætli sér að vinna á morgun. „Það er hungur í að vinna þennan leik. Þetta er bara einstakur dagur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Það vilja allir spila þennan leik og því erum við mjög spenntar,“ segir Íris Sverrisdóttir.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30 Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Fleiri fréttir Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Sjá meira
Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00
Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra KR-ingar eru orðnir langþreyttir á harmsögum í bikarúrslitum og ætla að leggja Þór á morgun. 12. febrúar 2016 13:30
Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00