
Flaug með börnin í leyfisleysi
Mál Hjördísar vakti mikla athygli en hún stóð í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra tveim.
Hjördís endaði á að fá 18 mánaða fangelsisdóm fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrunum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi í einkaflugvél frá Danmörku til Íslands.
Báðu um stuðning ráðherra
Fréttablaðið greindi frá því að aðstandendur Hjördísar Svan hafi átt fund með Hönnu Birnu á meðan hún var ráðherra skömmu áður en Hjördís ákvað að nema börn sín á brott. Aðstandendurnir töldu sig hafa fengið fullvissu frá henni um að börnin yrðu ekki send aftur úr landi.
Hanna Birna þvertók í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa gefið slíkt loforð.