„Þetta voru alveg góðir þrír tímar og hún var ekkert allan tímann í símanum. Það voru nokkrir á nærliggjandi borðum sem gleymdu að slökkva á flassinu áður en þau tóku mynd af okkur, voru að reyna laumutaka myndir, mjög vandræðalegt.“
Snorri er fæddur árið 1994 en Manúela er fædd árið 1983. Það er því ellefu ára aldursmunur á þeim en hann segir að þau hafi valið nokkra rétti saman og deilt þeim. Vinkona Manúelu mætti á svæðið og settist við borðið í gærkvöldi.
Vinkonan mætti
„Þegar hún mætti þá var Manúela bara, „nei þú ert að djóka í mér“. Þetta hefur því ekki verið eitthvað Manúelu megin. Hún mætti með Hámark til mín, það var mjög skrítið.“
Snorri segir að stefnumótið hafi gengið vel.
„Það var mjög gaman að spjalla við hana og við eigum mörg sameiginleg áhugamál. Þetta er eitt date af mörgum. Það var samt algjörlega sturlað að mæta heim um kvöldið og skoða Twitter.“
Snorri segist hafa fengið tvö þúsund fylgjendur í viðbót í gærkvöldi.
„Manúela er mjög skemmtileg og við áttum geggjaðar samræður. Hún hefur verið að gera mjög áhugaverða hluti. Hún hefur t.d. klætt Kylie Jenner eða Kendall Jenner.“
Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra.