Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2016 21:00 Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Vísir/Völundur „Þetta er bara mjög dapurlegt fyrir náttúru Íslands, að gjaldtaka skuli ekki vera leyfð,“ segir Ólafur H. Jónsson, verkefnisstjóri gjaldtöku LR ehf., um nýfallinn dóm Hæstaréttar þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Hæstiréttur staðfesti með þessu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, en landeigendurnir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar.Hæstiréttur sammála um að ekkert megi geraÓlafur kveðst mjög ánægður með dóminn, að niðurstaða skuli loks vera komin varðandi hvað menn megi gera í óskiptri sameign. „Þetta eru góð skilaboð til allra þeirra sem eiga í óskiptri sameign. Samkvæmt jarðalögum hefur verið bent á að menn skuli stofna með sér félög. Hæstiréttur virðist ekki túlka það sem ákvörðunarvald fyrir viðkomandi eigendur, heldur segja að hlutafélagsfundi sé ekki heimilt að taka ákvörðun um gjaldtöku. Hæstiréttur virðist sammála því að ef náttúran er að eyðileggjast þá megum við ekkert gera.“ Ólafur líkir þessu við að fimmtán prósent eigandi í átta íbúða blokk hefur ekki neitunarvald til að hindra viðgerðir á þaki blokkar sem liggur undir skemmdum. Annað virðist hins vegar upp á teningnum í þessum málum.Vildu rukka 800 krónur innÍ júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu. Ólafur sagði gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð.Hræddur og óþroskaður Hæstaréttur„Ég segi eins og er að ég vorkenni þeim sem standa frammi fyrir því að vera í meirihluta, þar sem minnihlutinn – allt niður í 0,5 prósent – ræður því sem, líkt og hér, við viljum gera í þágu náttúrunnar. Það er bara gott en ég bjóst ekki við að Hæstiréttur væri svona óþroskaður,“ segir Ólafur. Hann segir greinilegt að Hæstiréttur hafi stjórnast af hræðslu vegna Geysismálsins svokallaða. Málin séu hins vegar ólík. „Við erum öll saman í félagi en í Geysismálinu er ríkið ekki með í félagi með landeigendum Geysis. Í sjálfu sér kemur þessi niðurstaða mér ekki á óvart miðað við marga aðra dóma sem fallið hafa í Hæstarétti. Hann þorir ekki að taka á aðalmálinu – hvað menn mega gera til að verja sína óskiptu sameign – þrátt fyrir að vera í félagi líkt og jarðalög krefja menn um að vera í.“Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð.Vísir/VölundurHugsa um rassgatið á sjálfum sérÓlafur segir málið mjög dapurt fyrir náttúru landsins. „Við lesum fréttir af sextán milljarða hagnaði Icelandair og gríðarlegan hagnað Bláa lónsins og rútufyrirtækja. Þau græða á tá og fingri, greiða sér arð, en borga ekki krónu til náttúrunnar. Dæmin eru fleiri. Þetta er orðið svolítið sérkennilegt að sá sem nýtur, hann borgar ekki. Það er enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér. Sterkt til orða tekið en ég stend við þetta allt saman. Mér blöskrar að hér skuli sitja ríkisstjórn sem telur sig vera að verja hlut landeigenda um land allt, en það er öðru nær. Hæstiréttur gleypir svo því sem er að gerast í þjóðfélaginu, og náttúran líður fyrir stjórnleysi þeirra sem ráða í þjóðfélaginu. Ég óska samtökum ferðaþjónustunnar (SAS) innilega til hamingju með daginn, þar sem þeir greiddu lögbannstrygginguna upp á 40 milljónir króna. Náttúran nýtur einskis af þeim peningum. Nú byrjar ballið og líklega verður það ekki hringdans.“Hugsanlega uppboð innan fárra áraÓlafur segir landeigendur nú spyrja sig hvað megi gera og hvað ekki. „Við hljótum að mega loka svæðum ef þörf krefur í þágu náttúrunnar. Við eigum eftir að ákveða það. Ég sé ekki fram á að hægt verði að gera nokkuð í landi Reykjahlíðar fyrr en niðurstaða sé komin í hver eigi hvað. Þá þýðir það bara að landinu verði skipt upp og hugsanlega uppboð á óskiptri sameign innan fárra ára,“ segir Ólafur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Hæstiréttur hefur staðfest lögbann sýslumannsins á Húsavík um lögbann á gjaldtöku við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 16:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
„Þetta er bara mjög dapurlegt fyrir náttúru Íslands, að gjaldtaka skuli ekki vera leyfð,“ segir Ólafur H. Jónsson, verkefnisstjóri gjaldtöku LR ehf., um nýfallinn dóm Hæstaréttar þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Hæstiréttur staðfesti með þessu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, en landeigendurnir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar.Hæstiréttur sammála um að ekkert megi geraÓlafur kveðst mjög ánægður með dóminn, að niðurstaða skuli loks vera komin varðandi hvað menn megi gera í óskiptri sameign. „Þetta eru góð skilaboð til allra þeirra sem eiga í óskiptri sameign. Samkvæmt jarðalögum hefur verið bent á að menn skuli stofna með sér félög. Hæstiréttur virðist ekki túlka það sem ákvörðunarvald fyrir viðkomandi eigendur, heldur segja að hlutafélagsfundi sé ekki heimilt að taka ákvörðun um gjaldtöku. Hæstiréttur virðist sammála því að ef náttúran er að eyðileggjast þá megum við ekkert gera.“ Ólafur líkir þessu við að fimmtán prósent eigandi í átta íbúða blokk hefur ekki neitunarvald til að hindra viðgerðir á þaki blokkar sem liggur undir skemmdum. Annað virðist hins vegar upp á teningnum í þessum málum.Vildu rukka 800 krónur innÍ júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu. Ólafur sagði gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð.Hræddur og óþroskaður Hæstaréttur„Ég segi eins og er að ég vorkenni þeim sem standa frammi fyrir því að vera í meirihluta, þar sem minnihlutinn – allt niður í 0,5 prósent – ræður því sem, líkt og hér, við viljum gera í þágu náttúrunnar. Það er bara gott en ég bjóst ekki við að Hæstiréttur væri svona óþroskaður,“ segir Ólafur. Hann segir greinilegt að Hæstiréttur hafi stjórnast af hræðslu vegna Geysismálsins svokallaða. Málin séu hins vegar ólík. „Við erum öll saman í félagi en í Geysismálinu er ríkið ekki með í félagi með landeigendum Geysis. Í sjálfu sér kemur þessi niðurstaða mér ekki á óvart miðað við marga aðra dóma sem fallið hafa í Hæstarétti. Hann þorir ekki að taka á aðalmálinu – hvað menn mega gera til að verja sína óskiptu sameign – þrátt fyrir að vera í félagi líkt og jarðalög krefja menn um að vera í.“Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð.Vísir/VölundurHugsa um rassgatið á sjálfum sérÓlafur segir málið mjög dapurt fyrir náttúru landsins. „Við lesum fréttir af sextán milljarða hagnaði Icelandair og gríðarlegan hagnað Bláa lónsins og rútufyrirtækja. Þau græða á tá og fingri, greiða sér arð, en borga ekki krónu til náttúrunnar. Dæmin eru fleiri. Þetta er orðið svolítið sérkennilegt að sá sem nýtur, hann borgar ekki. Það er enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér. Sterkt til orða tekið en ég stend við þetta allt saman. Mér blöskrar að hér skuli sitja ríkisstjórn sem telur sig vera að verja hlut landeigenda um land allt, en það er öðru nær. Hæstiréttur gleypir svo því sem er að gerast í þjóðfélaginu, og náttúran líður fyrir stjórnleysi þeirra sem ráða í þjóðfélaginu. Ég óska samtökum ferðaþjónustunnar (SAS) innilega til hamingju með daginn, þar sem þeir greiddu lögbannstrygginguna upp á 40 milljónir króna. Náttúran nýtur einskis af þeim peningum. Nú byrjar ballið og líklega verður það ekki hringdans.“Hugsanlega uppboð innan fárra áraÓlafur segir landeigendur nú spyrja sig hvað megi gera og hvað ekki. „Við hljótum að mega loka svæðum ef þörf krefur í þágu náttúrunnar. Við eigum eftir að ákveða það. Ég sé ekki fram á að hægt verði að gera nokkuð í landi Reykjahlíðar fyrr en niðurstaða sé komin í hver eigi hvað. Þá þýðir það bara að landinu verði skipt upp og hugsanlega uppboð á óskiptri sameign innan fárra ára,“ segir Ólafur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Hæstiréttur hefur staðfest lögbann sýslumannsins á Húsavík um lögbann á gjaldtöku við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 16:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Hæstiréttur hefur staðfest lögbann sýslumannsins á Húsavík um lögbann á gjaldtöku við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 16:30