Lögreglustjórinn segir almenning ekkert varða um eineltismál í Vestmannaeyjum Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2016 14:55 Páley telur mannorð 18 ára handboltapilta grátt leikið og fordæmir stjórn ÍBV fyrir að hafa greint frá málinu. Mikill hiti er í Vestmannaeyjum vegna meints eineltismáls í Eyjum. Snýst málið ekki síst um að fjölmargir málsmetandi Eyjamenn telja verst að málið hafi verið gert opinbert.ÍBV sendi nýverið frá sér fréttatilkynningu þar sem greinir frá því að sérfræðingar hafi verið kallaðir til að gera formlega eineltisathugun og leiðbeina félaginu vegna gruns um einelti sem kom upp í æfingahópi félagsins í handbolta karla.Eyjafréttir greina frá málinu en sérfræðingarnir hafa skilað skýrslu þar sem segir að ekki sé hægt að fullyrða að um einelti hafi verið að ræða en „ljóst að neikvæð samskipti innan hópsins hafi verið til staðar um nokkurn tíma og komið niður á liðsheildinni og samskiptamáta liðsmanna.“ Athygli vekur að tilkynningunni lýkur á orðunum: „Stjórn ÍBV Íþróttafélags vill brýna fyrir fólki að varast rætni, illmælgi og sleggjudóma í tengslum við þetta viðkvæma mál.“ Þá vísar stjórnin í skýrslu sérfræðinganna þar sem segir „jákvætt að ÍBV hafi tekið málið alvarlega og leitast við að koma því í farveg sem fyrst“.Víst er að Eyjamönnum er umhugað um handboltalið sitt.ÞórdísUndir rita Karl Haraldsson formaður handknattleiksdeildar ÍBV og Íris Róbertsdóttir formaður ÍBV. Víst er að málið er funheitt úti í Eyjum og viðkvæmt; það snýr að 18 ára handboltastrákum sem taka málið nærri sér. Vísi hafa borist fjöldi ábendinga um að það tengist jafnvel bæjarstjórnarmálum í Eyjum, en samkvæmt heimildum Vísis verða þær kenningar að teljast fremur fjarstæðukenndar.Mannorð ungra manna að veðiEin þeirra sem hefur látið það til sín taka með afgerandi hætti, og vekur sá þáttur málsins nokkra athygli, er lögreglustjórinn á staðnum, Páley Borgþórsdóttir en hún gerir það að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Páley er afar harðorð og það sem henni finnst verst er að greint hafi verið frá málinu og hún telur ábyrgð forkólfa ÍBV að hafa sent frá sér þessa fréttatilkynningu, mikla. „Var eðlilegt að félagið gæfi út fréttatilkynningu um grun um einelti, sem var svo ekki raunin, og skellti þar með óhörnuðum ungum iðkenndum sínum í umræðu sem enginn hafði stjórn á, þar sem afar illa var farið með mannorð ungra manna? Hver ætlar að bæta þeim það upp, er það hægt, hver ætlar að bera ábyrgðina á því?“ spyr Páley sem veltir upp ýmsum flötum á þessu máli en einkum þessari að málið hafi spurst og ábyrgð á því bera þeir sem sendu út fréttatilkynninguna, að mati Páleyjar.Ekkert nema illt eitt sem fylgir því að greina frá„Sem foreldri velti ég því fyrir mér og hef af því talsverðar áhyggjur að þetta verklag sé komið til að vera. Ef eitthvert barnið/ungmennið gerir mistök eða misbrestur verður á samskiptum verður þá send út fréttatilkynning og viðkomandi kastað fyrir úlfana?“Eyjamenn hafa á undanförnum árum tekist að koma upp alveg sérlega góðu handboltaliði. Hér fagna þeir bikarmeistaratitli 2015.ÞórdísPáley er sérlega illa við það að málið skuli hafa verið gert opinbert en mikla athygli vakti á sínum tíma, í tengslum við umfjöllun um Þjóðhátíð í Eyjum, þegar hún krafðist þess að allir viðbragsaðilar tjáðu sig alls ekki við fjölmiðla vegna kynferðisbrota sem kæmu upp. „Mín skoðun er sú að upphaflega fréttatilkynningin hafi ekki leitt neitt nema slæmt af sér. Hún hafði neikvæð áhrif fyrir félagið, fyrir liðið, fyrir alla iðkenndur, fyrir þjálfara og fyrir samfélagið. Ég skil þess vegna ekki hvað félaginu gekk til og varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með félagið mitt eins og margir foreldrar og við því þarf að bregðast,“ segir Páley meðal annars á Facebook-síðu sinni.Lögreglustjóranum meinilla við fjölmiðlaOg, henni virðist hreinlega vera í nöp við fjölmiðla ef marka má þessi orð Páleyjar: „Það er ekki ófaglegt að fá sérfræðinga í málið heldur er það ófaglegt að reka það í fjölmiðlum. Þú býrð ekki hér í Eyjum Beta en hér var umræðan hryllileg og þegar búið er að nefna orðið „einelti“ þá leita menn að nöfnum á fréttina eins og alltaf í viðkvæmum málum eins og ég hef oft haldið fram og frægt er orðið. Hér var mannorð nokkurra ungra manna fótum troðið.“ Og: „[...] þetta eru viðkvæm mál sem eiga ekki erindi í fjölmiðla. Sumir hafa bent á að betra hefði verið að kalla þetta samskiptavanda, að mínu mati átti þetta einfaldlega ekki erindi í fjölmiðla. Enda missti félagið þetta alveg frá sér. Þjálfarinn átti að gæta að hagsmunum sinna iðkennda umfram allt eins og ég hef sagt og verja þá fyrir umfjöllun. Meiri hagsmunir fyrir minni,“ skrifar lögreglustjórinn meðal annars, og ljóst má vera að henni er fremur heitt í hamsi. Páley segir að málið hefði aldrei endað í fjölmiðlum nema vegna þess að fréttatilkynning var send út og það fordæmir hún. „Það er það sem er gagnrýnivert og hefur valdið öllum erfiðleikum sem að þessu koma.“ ...Uppfært klukkan 17:00Páley Borgþórsdóttir vill koma á framfæri þeirri ábendingu að hún telur fyrirsögn þessarar fréttar misvísandi. Hún hafi fyrst og fremst verið að tjá sig sem foreldri á sinni eigin fb síðu, en ekki sem lögreglustjóri. Það hafi hún gert í kjölfar þess að upplýst var að ekki hafi verið um einelti að ræða hjá félaginu, en illa hafði verið vegið að ungum mönnum í umræðunni að hennar mati. Tengdar fréttir Arnar Pétursson í tímabundið leyfi frá þjálfun ÍBV | Grunur um einelti Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem kemur fram að þjálfari meistaraflokksliðs ÍBV, Arnar Pétursson, hafi tekið sér tímabundið leyfi frá þjálfun í samráði við við forsvarsmenn ÍBV. 15. janúar 2016 21:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Mikill hiti er í Vestmannaeyjum vegna meints eineltismáls í Eyjum. Snýst málið ekki síst um að fjölmargir málsmetandi Eyjamenn telja verst að málið hafi verið gert opinbert.ÍBV sendi nýverið frá sér fréttatilkynningu þar sem greinir frá því að sérfræðingar hafi verið kallaðir til að gera formlega eineltisathugun og leiðbeina félaginu vegna gruns um einelti sem kom upp í æfingahópi félagsins í handbolta karla.Eyjafréttir greina frá málinu en sérfræðingarnir hafa skilað skýrslu þar sem segir að ekki sé hægt að fullyrða að um einelti hafi verið að ræða en „ljóst að neikvæð samskipti innan hópsins hafi verið til staðar um nokkurn tíma og komið niður á liðsheildinni og samskiptamáta liðsmanna.“ Athygli vekur að tilkynningunni lýkur á orðunum: „Stjórn ÍBV Íþróttafélags vill brýna fyrir fólki að varast rætni, illmælgi og sleggjudóma í tengslum við þetta viðkvæma mál.“ Þá vísar stjórnin í skýrslu sérfræðinganna þar sem segir „jákvætt að ÍBV hafi tekið málið alvarlega og leitast við að koma því í farveg sem fyrst“.Víst er að Eyjamönnum er umhugað um handboltalið sitt.ÞórdísUndir rita Karl Haraldsson formaður handknattleiksdeildar ÍBV og Íris Róbertsdóttir formaður ÍBV. Víst er að málið er funheitt úti í Eyjum og viðkvæmt; það snýr að 18 ára handboltastrákum sem taka málið nærri sér. Vísi hafa borist fjöldi ábendinga um að það tengist jafnvel bæjarstjórnarmálum í Eyjum, en samkvæmt heimildum Vísis verða þær kenningar að teljast fremur fjarstæðukenndar.Mannorð ungra manna að veðiEin þeirra sem hefur látið það til sín taka með afgerandi hætti, og vekur sá þáttur málsins nokkra athygli, er lögreglustjórinn á staðnum, Páley Borgþórsdóttir en hún gerir það að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Páley er afar harðorð og það sem henni finnst verst er að greint hafi verið frá málinu og hún telur ábyrgð forkólfa ÍBV að hafa sent frá sér þessa fréttatilkynningu, mikla. „Var eðlilegt að félagið gæfi út fréttatilkynningu um grun um einelti, sem var svo ekki raunin, og skellti þar með óhörnuðum ungum iðkenndum sínum í umræðu sem enginn hafði stjórn á, þar sem afar illa var farið með mannorð ungra manna? Hver ætlar að bæta þeim það upp, er það hægt, hver ætlar að bera ábyrgðina á því?“ spyr Páley sem veltir upp ýmsum flötum á þessu máli en einkum þessari að málið hafi spurst og ábyrgð á því bera þeir sem sendu út fréttatilkynninguna, að mati Páleyjar.Ekkert nema illt eitt sem fylgir því að greina frá„Sem foreldri velti ég því fyrir mér og hef af því talsverðar áhyggjur að þetta verklag sé komið til að vera. Ef eitthvert barnið/ungmennið gerir mistök eða misbrestur verður á samskiptum verður þá send út fréttatilkynning og viðkomandi kastað fyrir úlfana?“Eyjamenn hafa á undanförnum árum tekist að koma upp alveg sérlega góðu handboltaliði. Hér fagna þeir bikarmeistaratitli 2015.ÞórdísPáley er sérlega illa við það að málið skuli hafa verið gert opinbert en mikla athygli vakti á sínum tíma, í tengslum við umfjöllun um Þjóðhátíð í Eyjum, þegar hún krafðist þess að allir viðbragsaðilar tjáðu sig alls ekki við fjölmiðla vegna kynferðisbrota sem kæmu upp. „Mín skoðun er sú að upphaflega fréttatilkynningin hafi ekki leitt neitt nema slæmt af sér. Hún hafði neikvæð áhrif fyrir félagið, fyrir liðið, fyrir alla iðkenndur, fyrir þjálfara og fyrir samfélagið. Ég skil þess vegna ekki hvað félaginu gekk til og varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með félagið mitt eins og margir foreldrar og við því þarf að bregðast,“ segir Páley meðal annars á Facebook-síðu sinni.Lögreglustjóranum meinilla við fjölmiðlaOg, henni virðist hreinlega vera í nöp við fjölmiðla ef marka má þessi orð Páleyjar: „Það er ekki ófaglegt að fá sérfræðinga í málið heldur er það ófaglegt að reka það í fjölmiðlum. Þú býrð ekki hér í Eyjum Beta en hér var umræðan hryllileg og þegar búið er að nefna orðið „einelti“ þá leita menn að nöfnum á fréttina eins og alltaf í viðkvæmum málum eins og ég hef oft haldið fram og frægt er orðið. Hér var mannorð nokkurra ungra manna fótum troðið.“ Og: „[...] þetta eru viðkvæm mál sem eiga ekki erindi í fjölmiðla. Sumir hafa bent á að betra hefði verið að kalla þetta samskiptavanda, að mínu mati átti þetta einfaldlega ekki erindi í fjölmiðla. Enda missti félagið þetta alveg frá sér. Þjálfarinn átti að gæta að hagsmunum sinna iðkennda umfram allt eins og ég hef sagt og verja þá fyrir umfjöllun. Meiri hagsmunir fyrir minni,“ skrifar lögreglustjórinn meðal annars, og ljóst má vera að henni er fremur heitt í hamsi. Páley segir að málið hefði aldrei endað í fjölmiðlum nema vegna þess að fréttatilkynning var send út og það fordæmir hún. „Það er það sem er gagnrýnivert og hefur valdið öllum erfiðleikum sem að þessu koma.“ ...Uppfært klukkan 17:00Páley Borgþórsdóttir vill koma á framfæri þeirri ábendingu að hún telur fyrirsögn þessarar fréttar misvísandi. Hún hafi fyrst og fremst verið að tjá sig sem foreldri á sinni eigin fb síðu, en ekki sem lögreglustjóri. Það hafi hún gert í kjölfar þess að upplýst var að ekki hafi verið um einelti að ræða hjá félaginu, en illa hafði verið vegið að ungum mönnum í umræðunni að hennar mati.
Tengdar fréttir Arnar Pétursson í tímabundið leyfi frá þjálfun ÍBV | Grunur um einelti Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem kemur fram að þjálfari meistaraflokksliðs ÍBV, Arnar Pétursson, hafi tekið sér tímabundið leyfi frá þjálfun í samráði við við forsvarsmenn ÍBV. 15. janúar 2016 21:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Arnar Pétursson í tímabundið leyfi frá þjálfun ÍBV | Grunur um einelti Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem kemur fram að þjálfari meistaraflokksliðs ÍBV, Arnar Pétursson, hafi tekið sér tímabundið leyfi frá þjálfun í samráði við við forsvarsmenn ÍBV. 15. janúar 2016 21:30