Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 14:15 Dæmi eru um að börn sitji ein í matmálstímum. vísir/pjetur Börn í Árbæjarskóla sem ekki eru í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg þurfa að borða hádegismat sinn annars staðar en í mötuneyti skólans. Dæmi eru að börn þurfi að sitja ein í matmálstímanum sökum þessa. Skýringar sem foreldrar hafa fengið eru þær að matur sé af skornum skammti og að ekki gangi upp að krakkar séu að borða af annars diski, óháð áskrift.Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um atvik sem kom upp í gær, á öskudaginn, í Fellaskóla. Þar var ellefu ára nemenda synjað um að taka þátt í pítsuveislu í skólanum þar sem hún var ekki í mataráskrift. Skólastjóri vísaði í reglur skólans. Foreldrafélag Árbæjarskóla fékk upplýsingar um þetta fyrirkomulag í september í fyrra. Málið var tekið upp við skólastjórn, sem þó sagði það einungis eiga við unglingastig. Samkvæmt upplýsingum frá foreldri í skólanum ber sögum ekki saman, því nokkrir foreldrar barna í sjötta og sjöunda bekk hafi kvartað undan því að börn þeirra fái ekki að borða með skólasystkinum sínum.Vinahópar slitnir í sundur Þeir nemendur sem eru í svonefndri mataráskrift eiga rétt á að fá sér tvisvar á diskinn og telja foreldrar það því eiga að vera í höndum krakkanna að ákveða hvort þau ákveði að deila matnum með vini – enda sé búið að greiða fyrir matinn. Verið sé að slíta vinahópa í sundur með þessum hætti. Í bréfi skólastjóra til foreldra segir að ástæða þess að ekki sé hægt að blanda nemendum á unglingastigi saman í mat sé sú að skólinn ráði ekki við að þjónusta þá eins vel með þeim hætti. Reynt hafi verið að blanda nemendum saman sem ekki hafi gengið þar sem þeir hafi borðað hver af annars diski, sérstaklega þegar vinsælir réttir hafi verið í boði. Þá sé dæmi um að maturinn hafi klárast og að þeir sem voru í áskrift hafi ekki fengið sinn skammt. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrafélaginu er unnið að því að leysa málið í samráði við skólastjórn. Ekki náðist í Þorstein Sæberg skólastjóra við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Börn í Árbæjarskóla sem ekki eru í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg þurfa að borða hádegismat sinn annars staðar en í mötuneyti skólans. Dæmi eru að börn þurfi að sitja ein í matmálstímanum sökum þessa. Skýringar sem foreldrar hafa fengið eru þær að matur sé af skornum skammti og að ekki gangi upp að krakkar séu að borða af annars diski, óháð áskrift.Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um atvik sem kom upp í gær, á öskudaginn, í Fellaskóla. Þar var ellefu ára nemenda synjað um að taka þátt í pítsuveislu í skólanum þar sem hún var ekki í mataráskrift. Skólastjóri vísaði í reglur skólans. Foreldrafélag Árbæjarskóla fékk upplýsingar um þetta fyrirkomulag í september í fyrra. Málið var tekið upp við skólastjórn, sem þó sagði það einungis eiga við unglingastig. Samkvæmt upplýsingum frá foreldri í skólanum ber sögum ekki saman, því nokkrir foreldrar barna í sjötta og sjöunda bekk hafi kvartað undan því að börn þeirra fái ekki að borða með skólasystkinum sínum.Vinahópar slitnir í sundur Þeir nemendur sem eru í svonefndri mataráskrift eiga rétt á að fá sér tvisvar á diskinn og telja foreldrar það því eiga að vera í höndum krakkanna að ákveða hvort þau ákveði að deila matnum með vini – enda sé búið að greiða fyrir matinn. Verið sé að slíta vinahópa í sundur með þessum hætti. Í bréfi skólastjóra til foreldra segir að ástæða þess að ekki sé hægt að blanda nemendum á unglingastigi saman í mat sé sú að skólinn ráði ekki við að þjónusta þá eins vel með þeim hætti. Reynt hafi verið að blanda nemendum saman sem ekki hafi gengið þar sem þeir hafi borðað hver af annars diski, sérstaklega þegar vinsælir réttir hafi verið í boði. Þá sé dæmi um að maturinn hafi klárast og að þeir sem voru í áskrift hafi ekki fengið sinn skammt. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrafélaginu er unnið að því að leysa málið í samráði við skólastjórn. Ekki náðist í Þorstein Sæberg skólastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01