Innlent

Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Steinninn sem maðurinn stóð á sést hér nánast á miðri mynd,
Steinninn sem maðurinn stóð á sést hér nánast á miðri mynd, mynd/lögreglan á suðurlandi
Kínverski ferðamaðurinn, sem lést þegar alda greip hann í Reynisfjöru á ellefta tímanum í morgun, var að taka mynd þegar slysið átti sér stað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Maðurinn stóð upp á fimmtíu sentimetra háum stuðlabergsstöpli, skammt frá stuðlaberginu við Reynisfjall, þegar alda braut á steininum og greip manninn með sér með fyrrgreindum afleiðingum. Steininn má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni.

Björgunarsveitir komu á staðinn en lífgunartilraunir voru árangurlausar. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi slyssins. Hann var fæddur árið 1976 og var hér á ferð ásamt eiginkonu sinni.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Ferðamaður fórst í Reynisfjöru

Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss

Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×