Erlent

Yfirmaður hersins tekinn af lífi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá minningarathöfn árið 2013. Ri Yong Gil er hér lenst til hægri.
Frá minningarathöfn árið 2013. Ri Yong Gil er hér lenst til hægri. Vísir/EPA
Yfirvöld í Norður-Kóreu eru sögð hafa tekið foringja hersins af lífi á dögunum. Hann er sagður hafa verið tekinn af lífi fyrir spillingu, en frá því að Kim Jong-Un tók við völdum hafa fjölmargir valdamiklir aðilar í ríkinu verið teknir af lífi.

Þetta kemur fram í fjölmiðlum í Suður-Kóreu og Reuters fréttaveitan hefur þetta eftir heimildum.

Árið 2013 var Jang Song Thaek, frændi Kim Jong Un og um skeið annar valdamesti maður landsins, tekinn af lífi. ´Þá var yfirmaður varna ríkisins tekinn af lífi í fyrra. Leyniþjónusta Suður-Kóreu sagði frá því að hann hefði verið skotinn á færi með loftvarnabyssu.

Í raun hefur Kim Jong Un skipt um yfirmenn hersins þó nokkrum sinnum frá því hann tók við völdum árið 2011. Auk þeirra sem hafa verið nefndir hér að ofan hafa margir háttsettir embættismenn ekki sést um nokkurt skeið, en erfitt að staðfesta fregnir frá einræðisríkinu einangraða.

Japanir hafa nú tilkynnt hertar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu í kjölfar eldflauga- og kjarnorkutilrauna þeirra. Meðal þvingana eru algjört bann við innflutningi frá ríkinu og íbúar þess mega ekki ferðast til Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×