Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 11:05 Frá Reynisfjöru Mynd/Ulrich Pittroff Ferðamaður sem fór í sjóinn við Reynisfjöru í morgun er látinn. Björgunarteymi fór á báti til að bjarga manninum en hann var látinn þegar þeir komu að honum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi missti maðurinn fótana í flæðarmálinu og fór út með öldunni. Hann var á ferðalagi hér á landi með konu sinni. Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna slyssins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsókn hafna á því hvað hafi orðið til þess að maðurinn fór í sjóinn. Vitni urðu að slysinu og verður þeim boðin áfallahjálp. Aðspurður hvort öldurnar hefðu verið sérstaklega miklar í morgun sagði Sveinn Kristján að þær séu alltaf sterkar og hættulegar. „Þetta er svona alla daga,“ segir Sveinn Kristján.Uppfært klukkan 16.10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að mörg vitni hafi orðið að slysinu en hið rétta er að þau voru tvö. Þetta hefur nú verið lagfært.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lést í fjörunni árið 2007.Bandarísk kona lést í fjörunni árið 2007 Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru. Þannig var sagt frá ferðamanni fyrir um það bil ári sem kom sér í hættu í fjörunni þar sem hann óð út í sjó til að ná sem bestum myndum. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI, þá í samtali við Vísi en leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni ferðamannsins og tók myndir. Þá lést bandarísk kona á áttræðisaldri árið 2007 þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tók þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40 Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ferðamaður sem fór í sjóinn við Reynisfjöru í morgun er látinn. Björgunarteymi fór á báti til að bjarga manninum en hann var látinn þegar þeir komu að honum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi missti maðurinn fótana í flæðarmálinu og fór út með öldunni. Hann var á ferðalagi hér á landi með konu sinni. Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna slyssins. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsókn hafna á því hvað hafi orðið til þess að maðurinn fór í sjóinn. Vitni urðu að slysinu og verður þeim boðin áfallahjálp. Aðspurður hvort öldurnar hefðu verið sérstaklega miklar í morgun sagði Sveinn Kristján að þær séu alltaf sterkar og hættulegar. „Þetta er svona alla daga,“ segir Sveinn Kristján.Uppfært klukkan 16.10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að mörg vitni hafi orðið að slysinu en hið rétta er að þau voru tvö. Þetta hefur nú verið lagfært.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lést í fjörunni árið 2007.Bandarísk kona lést í fjörunni árið 2007 Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru. Þannig var sagt frá ferðamanni fyrir um það bil ári sem kom sér í hættu í fjörunni þar sem hann óð út í sjó til að ná sem bestum myndum. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI, þá í samtali við Vísi en leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni ferðamannsins og tók myndir. Þá lést bandarísk kona á áttræðisaldri árið 2007 þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tók þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40 Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40
Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46
Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01
Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52
Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22