Þeir Bernie Sanders og Donald Trump sigruðu í forvalinu í New Hampshire í nótt með tiltölulegum yfirburðum. Velgengni beggja frambjóðenda er talin sýna fram á að Bandaríkjamenn eru þreyttir á stjórnmálum og hvernig þau fara fram. Þó er óhætt að segja að erfitt sé að finna tvo ólíkari menn.
Sanders vann Hillary Clinton með um sextíu prósent atkvæða en Hillary fékk rúm 38,4 prósent.
Sjá einnig: Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire
Í sigurræðu sinni sagði Sanders að líklega hefði verið sett met í kjörsókn í New Hampshire. Hann fjallaði um baráttu sína gegn ójöfnuði og græðgi fjármálaafla.
„Við höfum sent skilaboð sem munu bergmála frá Wall Street til Washington. Frá Maine til Kaliforníu,“ sagði Sanders. Hann sagði einnig að baráttan við Hillary Clinton myndi einungis verða erfiðari.
Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti
Tengdar fréttir
Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire
Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða.