Tímamót í heilsugæslu? 1. mars 2016 07:00 Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld hlúi ekki nægilega að heilsugæslu á Íslandi. Þar er að finna grunnþjónustu í heilbrigðismálum og er mikilvægt að sú þjónusta sé reist á styrkum stoðum með víðtækum afleiðingum fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá því að ég kom heim eftir sérnám árið 1999 hefur því miður verið langvinn undirmönnun heimilislækna. Skömmu eftir heimkomu stóð ég fyrir því í samvinnu við Landspítalann að sett var á laggirnar göngudeild sykursjúkra á Suðurnesjum og starfaði ég eftir það á 15 árum sem heimilislæknir, yfirlæknir og í bráðaþjónustu í mörgum landshlutum. Á sama tíma tók ég þátt í stjórnarstarfi meðal heimilislækna og í Læknafélagi Íslands. Allan þann tíma voru áhyggjur af undirmönnun til umfjöllunar og hafa heimilislæknar ekki haft mikla ástæðu til bjartsýni. Meðalaldur heimilislækna er hár og nýliðun hefur ekki verið nægileg sem er hið versta mál því móttaka heimilislækna er kjarni heilsugæslunnar og sá hluti sem viðkvæmastur er fyrir undirmönnun. Nú gerast hins vegar þau tíðindi að heilbrigðisráðherra boðar möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæslu. Ekki stendur til frekar en endranær að einkavæða heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsfólki verður gert kleift að reka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu (fyrst um sinn) samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld en á sama tíma skal verða grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja sjúkratryggðum allt eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi skjólstæðingur velur til að fá þjónustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar halda áfram sinni starfsemi hér eftir sem hingað til en hinar nýju, einkareknu, bætast við og þar með fjölgar heilsugæslum. Persónulega hef ég góða reynslu af þessu einkarekstrar- og greiðslufyrirkomulagi sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð. Nú er að sjá hver viðbrögð verða við þessum nýju áherslum en ég get ekki annað en hrósað Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir hans viðleitni. Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna um land allt. Staðreynd er að einhverjir tugir íslenskra lækna eru í heimilislæknasérnámi erlendis (aðallega á Norðurlöndum) eða eru þegar orðnir sérfræðingar í faginu. Fari svo að þessar nýjungar í rekstrarformi heilsugæslu leiði til þess að segjum 25 sérfræðingar kjósi að flytja heim og sumir þeirra vilji vinna í opinbera geiranum en aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst að um mjög jákvæðar breytingar í mönnun heimilislækna er að ræða. Við skulum sjá hvað setur og vona það besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld hlúi ekki nægilega að heilsugæslu á Íslandi. Þar er að finna grunnþjónustu í heilbrigðismálum og er mikilvægt að sú þjónusta sé reist á styrkum stoðum með víðtækum afleiðingum fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá því að ég kom heim eftir sérnám árið 1999 hefur því miður verið langvinn undirmönnun heimilislækna. Skömmu eftir heimkomu stóð ég fyrir því í samvinnu við Landspítalann að sett var á laggirnar göngudeild sykursjúkra á Suðurnesjum og starfaði ég eftir það á 15 árum sem heimilislæknir, yfirlæknir og í bráðaþjónustu í mörgum landshlutum. Á sama tíma tók ég þátt í stjórnarstarfi meðal heimilislækna og í Læknafélagi Íslands. Allan þann tíma voru áhyggjur af undirmönnun til umfjöllunar og hafa heimilislæknar ekki haft mikla ástæðu til bjartsýni. Meðalaldur heimilislækna er hár og nýliðun hefur ekki verið nægileg sem er hið versta mál því móttaka heimilislækna er kjarni heilsugæslunnar og sá hluti sem viðkvæmastur er fyrir undirmönnun. Nú gerast hins vegar þau tíðindi að heilbrigðisráðherra boðar möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæslu. Ekki stendur til frekar en endranær að einkavæða heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsfólki verður gert kleift að reka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu (fyrst um sinn) samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld en á sama tíma skal verða grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja sjúkratryggðum allt eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi skjólstæðingur velur til að fá þjónustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar halda áfram sinni starfsemi hér eftir sem hingað til en hinar nýju, einkareknu, bætast við og þar með fjölgar heilsugæslum. Persónulega hef ég góða reynslu af þessu einkarekstrar- og greiðslufyrirkomulagi sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð. Nú er að sjá hver viðbrögð verða við þessum nýju áherslum en ég get ekki annað en hrósað Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir hans viðleitni. Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna um land allt. Staðreynd er að einhverjir tugir íslenskra lækna eru í heimilislæknasérnámi erlendis (aðallega á Norðurlöndum) eða eru þegar orðnir sérfræðingar í faginu. Fari svo að þessar nýjungar í rekstrarformi heilsugæslu leiði til þess að segjum 25 sérfræðingar kjósi að flytja heim og sumir þeirra vilji vinna í opinbera geiranum en aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst að um mjög jákvæðar breytingar í mönnun heimilislækna er að ræða. Við skulum sjá hvað setur og vona það besta.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar