Saga tíu ára illdeilna Jimmy Kimmel og Matt Damon Birgir Olgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 18:58 Jimmy Kimmel og Matt Damon hafa lengi eldað grátt silfur saman. Vísir/Youtube Eitt af eftirminnilegri atvikunum frá Óskarskvöldinu í ár er þegar leikarinn Ben Affleck smyglaði vini sínum Matt Damon í spjallþátt Jimmy Kimmel. Spjallþáttastjórnandinn brást hinn versti við enda hafa Damon og Kimmel eldað grátt silfur saman í rúman áratug. Allt er þetta gert í nafni grínsins og bráðfyndið á köflum.Kimmel fékk sinn eigin þátt árið 2003 á ABC-sjónvarpsstöðinni en hann lýsti því nýverið í viðtali við NPR að þátturinn hefði verið dapur um tíma. Þeim gekk illa að bóka alvöru gesti og í eitt skiptið þegar Kimmel var ekki sáttur við þáttinn kvaddi hann áhorfendur með því að segja: „Ég vil biðja Matt Damon afsökunar. Við runnum út á tíma.“ Einn af framleiðendum þáttarins var svo ánægður með þetta grín að hann bað Kimmel um að endurtaka það á hverju kvöldi. Í september árið 2006 kom svo loksins að því að Matt Damon féllst á að mæta í þáttinn. Af því tilefni ákvað Kimmel að rifja upp öll skiptin sem hann hafði beðið Matt Damon afsökunar. Sú upprifjun varð svo löng að það reyndist ekki tími til að spjalla við Matt Damon sem sást eftir þáttinn missa gjörsamlega stjórn á skapi sínu og hella sér yfir Kimmel. Virkilega gott grín.Í júní árið 2007 fór einn af aðstoðarmönnum Kimmels, Guillermo, á frumsýningu á myndinni Ocean´s Thirteen, þar sem hann ræddi við stjörnur myndarinnar. Þegar kom að Matt Damon reyndist ekki vera tími til að ræða við hann.Í ágúst árið 2007 ákvað Kimmel að gera grín að myndinni The Bourne Ultimatum en um er að ræða þriðju myndinni í seríunni um ofurnjósnarann Jason Bourne sem Matt Damon leikur. Í þættinum var búið að gera ráð fyrir að Damon myndi leika Bourne en Kimmel ákvað að skipta honum út fyrir Guillermo, við litla hrifningu Damons.Í janúar árið 2008 náði Damon að hefna sín rækilega Kimmel. Þáverandi kærasta Kimmels, Sarah Silverman, ákvað að senda honum afmælismyndband þar sem hún tilkynnti honum hróðug að hún væri að sofa hjá Matt Damon.Mánuði síðar mætti Kimmel með sitt eigið myndband þar sem hann sagðist vera að sofa hjá Ben Affleck, einum af bestu vinum Matt Damons en þeir unnu Óskarinn saman fyrir Good Will Hunting.Tveimur árum síðar sendi Kimmel frá sér atriði þar sem klúbbur myndarlegra manna kom saman. Fór svo að Kimmel var kosinn út úr klúbbnum við mikla hrifningu Damons. Í febrúar 2012 sendi Kimmel frá sér Óskarsgrín í tengslum við spjallþáttinn þar sem hann kynnti til leiks stikluna úr kvikmyndinni Movie: The Movie. Með helstu hlutverk í myndinni fóru stórstjörnur á borð við George Clooney, Emily Blunt og Colin Farrell, en hlutverk Damons sem mennskt vínber, var klippt úr myndinni.Ári síðar sendi Damon frá sér myndband þar sem hann hafði tekið Kimmel gíslingu og tilkynnti áhorfendur að hann hefði tekið yfir þáttinn hans.Febrúar 2014 mættu leikarar myndarinnar The Monuments Men í þáttinn. Matt Damon var í leikarahópi þeirrar myndarinnar en fékk ekki að koma nálægt gesta sófanum. Honum var lofað að tjá sig undir lok þáttarins en það reyndist ekki mögulegt sökum þess að það kviknaði í myndverinu.Kimmel er þekktur fyrir að láta stjörnur lesa upp svívirðingar sem Twitter-notendur hafa ausið yfir þær. Þegar Damon var fenginn í það verkefni mátti hann þola svívirðingar frá sjálfum Kimmel.Í september síðastliðnum sóttu þeir síðan sambandsráðgjöf til að reyna að létta spennuna á milli þeirra.Loks kom svo að stundinni í gær þegar Ben Affleck smyglaði Matt Damon í þáttinn. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Eitt af eftirminnilegri atvikunum frá Óskarskvöldinu í ár er þegar leikarinn Ben Affleck smyglaði vini sínum Matt Damon í spjallþátt Jimmy Kimmel. Spjallþáttastjórnandinn brást hinn versti við enda hafa Damon og Kimmel eldað grátt silfur saman í rúman áratug. Allt er þetta gert í nafni grínsins og bráðfyndið á köflum.Kimmel fékk sinn eigin þátt árið 2003 á ABC-sjónvarpsstöðinni en hann lýsti því nýverið í viðtali við NPR að þátturinn hefði verið dapur um tíma. Þeim gekk illa að bóka alvöru gesti og í eitt skiptið þegar Kimmel var ekki sáttur við þáttinn kvaddi hann áhorfendur með því að segja: „Ég vil biðja Matt Damon afsökunar. Við runnum út á tíma.“ Einn af framleiðendum þáttarins var svo ánægður með þetta grín að hann bað Kimmel um að endurtaka það á hverju kvöldi. Í september árið 2006 kom svo loksins að því að Matt Damon féllst á að mæta í þáttinn. Af því tilefni ákvað Kimmel að rifja upp öll skiptin sem hann hafði beðið Matt Damon afsökunar. Sú upprifjun varð svo löng að það reyndist ekki tími til að spjalla við Matt Damon sem sást eftir þáttinn missa gjörsamlega stjórn á skapi sínu og hella sér yfir Kimmel. Virkilega gott grín.Í júní árið 2007 fór einn af aðstoðarmönnum Kimmels, Guillermo, á frumsýningu á myndinni Ocean´s Thirteen, þar sem hann ræddi við stjörnur myndarinnar. Þegar kom að Matt Damon reyndist ekki vera tími til að ræða við hann.Í ágúst árið 2007 ákvað Kimmel að gera grín að myndinni The Bourne Ultimatum en um er að ræða þriðju myndinni í seríunni um ofurnjósnarann Jason Bourne sem Matt Damon leikur. Í þættinum var búið að gera ráð fyrir að Damon myndi leika Bourne en Kimmel ákvað að skipta honum út fyrir Guillermo, við litla hrifningu Damons.Í janúar árið 2008 náði Damon að hefna sín rækilega Kimmel. Þáverandi kærasta Kimmels, Sarah Silverman, ákvað að senda honum afmælismyndband þar sem hún tilkynnti honum hróðug að hún væri að sofa hjá Matt Damon.Mánuði síðar mætti Kimmel með sitt eigið myndband þar sem hann sagðist vera að sofa hjá Ben Affleck, einum af bestu vinum Matt Damons en þeir unnu Óskarinn saman fyrir Good Will Hunting.Tveimur árum síðar sendi Kimmel frá sér atriði þar sem klúbbur myndarlegra manna kom saman. Fór svo að Kimmel var kosinn út úr klúbbnum við mikla hrifningu Damons. Í febrúar 2012 sendi Kimmel frá sér Óskarsgrín í tengslum við spjallþáttinn þar sem hann kynnti til leiks stikluna úr kvikmyndinni Movie: The Movie. Með helstu hlutverk í myndinni fóru stórstjörnur á borð við George Clooney, Emily Blunt og Colin Farrell, en hlutverk Damons sem mennskt vínber, var klippt úr myndinni.Ári síðar sendi Damon frá sér myndband þar sem hann hafði tekið Kimmel gíslingu og tilkynnti áhorfendur að hann hefði tekið yfir þáttinn hans.Febrúar 2014 mættu leikarar myndarinnar The Monuments Men í þáttinn. Matt Damon var í leikarahópi þeirrar myndarinnar en fékk ekki að koma nálægt gesta sófanum. Honum var lofað að tjá sig undir lok þáttarins en það reyndist ekki mögulegt sökum þess að það kviknaði í myndverinu.Kimmel er þekktur fyrir að láta stjörnur lesa upp svívirðingar sem Twitter-notendur hafa ausið yfir þær. Þegar Damon var fenginn í það verkefni mátti hann þola svívirðingar frá sjálfum Kimmel.Í september síðastliðnum sóttu þeir síðan sambandsráðgjöf til að reyna að létta spennuna á milli þeirra.Loks kom svo að stundinni í gær þegar Ben Affleck smyglaði Matt Damon í þáttinn.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira